Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 190
180
svipaða sögu er að segja í Svíþjóð. Skógræktin í Noregi vill fá að planta barrskógi í allt þetta
land en ekki eru allir sáttir við það. Bent er á að byggðalandslag í dölum einkennist af opnum
svæðum með ökrum, húsum og blönduðum trjálundum á milli. Ef skógræktin fengi að fara
sínu fram rynni allt út í eitt og dalbotnamir hyrfu í barrskóginn.
Þetta leiðir hugann að því sem sagt var hér að framan um skógrækt hér á landi. En
fleira kemur til. Hluti af byggðalandslagi hér á landi eru útihúsin, hvort sem þau eru úr torfi
og gijóti eða steinsteypu. Spuming er hvort það er ekki einhvers virði að halda gömlum
bæjarhúsum við. Náttúravemdarráð fékk nýlega ábendingu um að á jörðinni Halldórsstöðum
í Laxárdal, sem ráðið á að hluta, væm fjárhús sem hefðu byggingarsögulegt gildi a.m.k. í
Þingeyjarsýslu og því væri ástæða til að halda þeim við. Húsin em hins vegar farin að láta
á sjá og stóð til að jafna þau við jörðu en ákveðið er að endurskoða þá ákvörðun.
Fleira sækir að byggðalandslagi hér á landi, t.d. sumarhús. Byggðir undir Eyjafjöllum
og austur á Síðu em sérstæðar. Tel ég að þeim eigi ekki að spilla hvorki með skógrækt í
brekkum eða með röð af sumarhúsum í brekkufótum. Eðlilega finnst e.t.v. einhverjum
landeiganda að sér vegið ef lagst er gegn byggingu sumarhúsa á landi hans af þessum sökum,
en hér þarf að marka stefnu. f þéttbýli er víða fátt eftir af gömlum húsum eða búið að rjúfa
heildarsvip með því að byggja ný hús á milli. Gömlu húsin verða ekki byggð á ný og
bæjarmyndin sem sl£k verður ekki endursköpuð. Hið sama má segja í sveitum, þar þyrfti að
vera hægt að vemda gömul hús og einnig að halda heildarsvip á stærri svæðum svo sem ég
nefndi undir Eyjafjöllum.
Töluvert af ríkisjörðum mun vera til sölu og hefur Náttúruvemdarráð gert fyrirspum
til Landbúnaðarráðuneytisins um það hveijir fái sölu þeirra til umsagnar með tilliti til komandi
landnýtingar. Spuming er hvort þeir bændur sem eru að fylla birkiskógana af sumarhúsum
gætu ekki fengið rými utan skóganna á rfkisjörðum þar sem búskapur er aflagður, til þess að
leigja út sumarhúsalóðir. Þar mætti þá einnig virkja skógræktaráhugann. Niðurskurður í
landbúnaði hefur eflaust einnig í för með sér að búskapur leggst niður á mörgum jörðum sem
em í einkaeign og er spuming hvort ástæða er til að hafa áhrif á það hvar þær jarðir eru, til
dæmis með tilliti til beitarálags á afréttum.
Náttúruvemdarráð hefur ekki markað sér stefnu í því hvemig æskilegt er að
byggðalandslag þróist. Hins vegar er ljóst að ef hér á að marka stefnu sem miðar að því að
halda í grófum dráttum núverandi byggðalandslagi, þá þarf að marka hana hið fyrsta áður en
stórfelldari breytingar verða.