Ráðunautafundur - 15.02.1992, Síða 199
189
og ábyrgð byggingarstjóra.
Gerð er grein fyrir hvaða úttektir eru gerðar og hveijir geri þær. Loks eru ákvæði um
byggingarvinnustaði og öryggisráðstafanir við byggingarffamkvæmdir.
5. kafli. Ytra skipulag lóðar og viðhorf húsa
Hér er fjallað um skipulag og nýtingu lóða, fjarlægð milli húsa og frágang húsa að utan.
6. kafli. Innra skipulag
í þessum kafla eru margvísleg ákvæði um hönnun bygginga, stærðir, fyrirkomulag og um
hönnun m.t.t fatlaðra. Mest áhersla er lögð á íbúðarhúsnæði, en einnig er fjallað um
byggingar til annaira nota en íbúðar. Þar má nefna ákvæði um samkomuhús, biffeiðageymslur,
sumarhús, atvinnuhúsnæði, gripahús, olíu- og bensínstöðvar, hjólhýsi og tjaldvagna,
sundlaugar og almenn tjaldsvæði. Það eru einkum ákvæði um byggingar til annarra nota en
íbúðar sem vantar í byggingarreglugerðina. Því verður einnig að fara eftir öðrum lögum og
reglugerðum við hönnun slíkra bygginga og við byggingafffamkvæmdir.
7. kafli. Efni og gerð húsa
Hér er fjallað um byggingartæknileg atriði, kröfur til burðarvirkja, byggingarhluta og
byggingarefna. Einnig eru hér ákvæði um brunaþol, heilbrigðis- og hollustuhætti og loftgæði.
8. kafli. Tœknibúnaður
Hér er fjallað um leiðslur og lagnir eins og frárennslislagnir, neysluvatnslagnir, hitalagnir,
loftræsilagnir, raflagnir og fleira. Ennffemur eru ákvæði um stiga, lyftur og svalir.
9. kafli. Ýmis ákvceði
í þessum kafla er fjallað um refsiákvæði, ef ekki er farið eftir lögum og reglugerðum við
hönnun og byggingarframkvæmdir. Einnig eru ákvæði um leyfisgjöld vegna byggingarleyfa
og um lokaúttekt.
STJÓRN BYGGINGARMÁLA
Yfirstjórn byggingarmála
Umhverfisráðuneytið fermeð yfirstjóm skipulags- og byggingarmála. Ráðuneytinu til aðstoðar
eru skipulagsstjóm ríkisins og skipulagsstjóri sem jafnframt er forstöðumaður Skipulags