Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 200
190
ríkisins. Því til ráðuneytis eru m.a.: stofnanir sem fara með byggingarmál, t.d.
Brunamálastofnun ríkisins, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, Iðntæknistofnun íslands,
Húsnæðismálastjóm ríkisins, Náttúmvemdarráð, Vinnueftirlit ríkisins, Siglingamálastofnun
ríkisins, Hollustuvemd ríkisins, Húsafriðunamefnd o.fl.
Byggingarnefndir
í hveiju sveitarfélagi er starfandi byggingamefnd kosin af sveitarstjóm og fer hún með
byggingarmál sveitarfélagsins undir yfirstjóm sveitarstjómar og umhverfisráðuneytis.
Helsta hlutverk byggingamefnda er að hafa umsjón með að byggt sé í samræmi við
skipulag og lög og reglugerðir sem varða skipulags- og byggingarmál. Þeir sem sitja í
byggingamefndum verða því að hafa góða þekkingu á skipulagsmálum sveitarfélagsins og
lögum og reglugerðum sem snerta skipulags- og byggingarmál.
Tvö eða fleiri nágrannasveitarfélög geta gert með sér samning um stofnun
sameiginlegrar byggingamefndar, sem nefnd er svæðisbyggingamefnd, og um ráðningu
sameiginlegs byggingarfulitrúa. Svæðisbyggingamefnd og byggingarfulltrúi fjalla um
byggingarleyfisumsóknir og byggingarmál hlutaðeigandi sveitarfélaga og senda ályktanir þar
um til sveitarstjómar í því sveitarfélagi sem bygging eða mannvirki er fyrirhugað í.
Auk þeirra fulltrúa sem sveitarstjóm kýs til starfa í byggingamefnd skulu
byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri sitja fundi byggingamefnda. Sveitarstjóm getur einnig
boðað aðra starfsmenn sveitarfélagsins sem fjalla t.d. um náttúmvemd eða heilbrigðismál til
að sitja fundi byggingamefndar, þegar fjallað er um mál sem snerta störf þeirra.
Samþykki byggingamefnd umsókn um byggingarleyfi er það sent til sveitarstjómar til
samþykktar.
Byggingamefndir geta veitt iðnmeistumm og byggingarstjómm viðurkenningu til starfa
í sínu umdæmi og einnig veitt þeim áminningu eða svift þá viðurkenningunni ef þeir brjóta
í bág við ákvæði laga og reglugerða um byggingarmálefni. Brjóti hönnuður ákvæði laga,
reglugerða eða samþykkta um byggingarmál getur byggingamefnd veitt honum áminningu og
skal það tilkynnt umhverfisráðuneytinu, sem getur veitt honum áminningu og við ítrekað brot
svift hann löggildingu tímabundið eða fyrir fullt og allt sbr. 2.4.8. og 9.1.4.-9.1.7. í
byggingarreglugerð.
Byggingarfulltrúar
Sveitarstjóm eða svæðisbyggingarnefnd ráða byggingarfulltrúa sem er framkvæmdastjóri