Ráðunautafundur - 15.02.1992, Blaðsíða 202
192
umhverfismálaráðherra fellt byggingarleyfið úr gildi.
Byggingamefndum ber að setja ákveðinn frest sem miða á við að byggingarleyfis-
umsóknir séu komnar til byggingarfulltrúa fyrir fund, þannig að tími gefist til að fjalla um
umsóknina og ganga úr skugga um að uppfyllt séu ákvæði skipulags, laga og reglugerða áður
en fundur hefst og að hægt sé að setja viðkomandi mál á dagskrá í fundarboði til
byggingamefndarmanna. í byggingarreglugerð er miðað við að þessi frestur sé ein vika, en
byggingamefndir geta sett lengri frest.
Byggingarleyfi í þéttbýli
Öll sveitarfélög era skipulagsskyld og aðalskipulag fyrir alla þéttbýlisstaði á að vera til, ásamt
deiliskipulagi þeirra svæða sem verið er að byggja hverju sinni. Á grandvelli deiliskipulags
er sótt um byggingarieyfi til byggingarfulltrúa og byggingamefndar. Ef deiliskipulag er ekki
til yfir svæði þar sem sótt er um byggingarleyfi t.d. í eldri hverfum þá verður að vinna
deiliskipulag fyrir viðkomandi svæði áður en unnt er að veita þar byggingarleyfi.
Byggingarleyfi utan þéttbýlis
Byggingar sem tengjast búrekstri á lögbýlum. Lögbýli era ekki skipulagsskyld, þ.e.a.s.
staðsetning og gerð bygginga og mannvirkja sem tengjast landbúnaðamotum er ekki háð áður
gerðu skipulagi sem samþykkt hefur verið af sveitarstjóm og skipulagsstjóm ríkisins. Þetta
hefur í för með sér að ekki - er greitt skipulagsgjald af nýbyggingum sem tengjast
hefðbundnum búskap. Á móti kemur að kostnaður vegna afstöðuppdráttar í mkv. 1:1000 sem
skila þarf til byggingamefndar þegar sótt er um byggingarleyfi, fellur alfarið á umsækjanda.
Umsóknir um byggingarleyfi fyrir byggingar og mannvirki sem era nauðsynleg vegna
búreksturs á lögbýlum, nýbýlum, garðyrkjubýlum og smábýlum era lagðar fyrir byggingar-
fulltrúa og síðan byggingamefnd ef umsóknin uppfyllir ákvæði byggingarreglugerðar og
annara laga og reglugerða t.d. Ábúðarlaga 64/1976 og Jarðalaga 65/1976. Ávallt skal leita
umsagnar Náttúravemdarráðs um fyrirhugaðar byggingar eða mannvirki á landsvæði sem er
sérstætt vegna landslags, gróðurfars eða dýralífs.
Þegar sótt er um byggingarleyfi, þarf að fylgja með umsókn afstöðuuppdráttur í mkv.
1:1000, þar sem sýndar era þær byggingar sem era í næsta nágrenni við fyrirhugaða
framkvæmd, sýna þarf aðkomuveg frá sýslu- eða þjóðvegakerfi eftir aðstæðum, símalíhur,
raflagnir, spennustöðvar, hitaveitu, vatnsból, frárennsli og rotþrær.
Áburðargeymslur eða peningshús þ.m.t. loðdýrabú, alifuglabú og svínabú má ekki reisa