Ráðunautafundur - 15.02.1992, Side 203
193
nær vatnsbóli en 100 metra og ekki nær mannabústöðum, annara en búsins sjálfs en 300
metra.
Allar byggingar og mannvirki skulu vera hönnuð og byggð eftir ákvæðum
byggingarreglugerðar, reglugerðar um brunamál og brunavamir og annara laga og reglugerða
er snerta skipulags- og byggingarmál og landbúnaðarmál.
Aðrar byggingar á lögbýlum. Ef sótt er um byggingarleyfi fyrir aðrar byggingar eða
mannvirki á lögbýlum og öðrum býlum, löndum, jörðum eða á öðrum landsvæðum þá verður
framkvæmdin að vera í samræmi við áður gerðan skipulagsuppdrátt, þ.e. aðalskipulag eða
deiliskipulag, sem samþykkt hefur verið af sveitarstjóm og skipulagsstjóm ríkisins.
Ef skipulagsuppdráttur er ekki fyrir hendi af sveitarfélagi getur sveitarstjóm
(byggingamefnd) leyft einstakar byggingarframkvæmdir að fengnu samþykki skipulagsstjómar.
Aliar umsóknir um byggingarleyfi vegna bygginga og mannvirkja á svæðum sem ekki
em skipulögð, aðrar en byggingar og mannvirki á lögbýlum sem nauðsynlegar em vegna
búskapar, þarf að leggja fyrir skipulagsstjóm ríkisins til umfjöllunar. Samþykki
skipulagsstjómar er því nauðsynlegt áður en sveitarstjóm getur samþykkt umsókn um slíkar
framkvæmdir.
Vegna umsókna um byggingar og mannvirki sem fyrirhuguð em þar sem skipulag er
ekki fyrir hendi t.d. íbúðarhús fyrir aðra en þá sem starfa við landbúnað, einstaka
sumarbústaði, orlofsbústaði, tjald- og hjólhýsasvæði, veiðihús, gistihús, byggingar á vegum
Ferðaþjónustu bænda, fjallaskála, sæluhús og aðrar byggingar þar sem seld er gisting eða
þjónusta t.d. veitingastaðir og afgreiðslustöðvar fyrir olíu og bensín, gildir það að afla þarf
umsagnar jarðanefndar, heilbrigðisnefndar og náttúmvemdamefndar um fyrirhugaða
framkvæmd og einnig Náttúravemdarráðs ef um landsvæði er að ræða sem er sérstætt vegna
landslags, gróðurfars eða dýralífs, áður en sveitarstjóm og skipulagsstjórn ríkisins geta fjallað
um umsóknina eða samþykkt fyrirhugaða framkvæmd. Sama gildir t.d. um fiskeldisstöðvar
sem era í eigu hlutafélaga. Að öllu þessu afloknu og ef samþykki liggur fyrir þá er hægt að
veita byggingarleyfi.
Um allar þessar byggingar og mannvirki gildir að þær verða að uppfylla ákvæði
byggingarreglugerðar og annara laga og reglugerða er snerta skipulags- og byggingarmál.
Hér á eftir mun starfsmaður Skipulags ríkisins, Fríða B. Eðvarðsdóttit fjalla sérstaklega
um frítímabúsetu.