Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 207
197
Við þessa afgreiðslu á Náttúruvemdarráð eða -nefnd að vinna og sjá til þess að
framfylgt verði Náttúruvemdarlögum.
Jarðanefnd sér til þess að framfylgt verði kröfum jarðalaga.
Heilbrygðisfulltrúi kröfum mengunarvamarreglugerðar og heilbrigðisreglugerðar.
Byggingamefnd kröfum byggingar- og skipulagslaga og annarra reglugerða, svo sem
bmnavamir.
Sveitastjóm hefúr lykilhlutverki að gegna, gæta verður að hagsmunum sveitarinnar
efnahagslega, félagslega og út frá sjónarmiðum landnotkunar .
Skipulagsstjóm á að sjá til þess að skipulag stangist ekki á við aðra skipulagsáætlanir
og ákvarðanir sem þegar thafa verið teknar.
í byggingarreglugerð em ákvæði sem taka til sumarbústaðasvæða, atriði um heil-
brigðismál, náttúmvemd, öryggismál og önnur skipulagsmál þar með talin atriði um heildar-
útlit og fegurð svæðisins (fegurð eins erfitt og er að skilgreina hana). fsland er ekki fjölmennt
land en víðlent. Enginn ágreiningur er um að landslag er 'margbrotið og fallegt. Ekki leikur
nokkur vafi á að hver landsfjórðungur og hvert svæði hefur sín sérkenni í landslagi. Fyrir allt
landið með öllum sínum margbreytileika gilda sömu reglugerðimar sem gilda, því liggur
mikið eftir í verkahring skipuleggjandans við að skapa lífvænlegt umhverfi þar sem
sumarbústaðurinn og nánasta umhverfi verður sem hluti af landslaginu.
Sumarbústaðurinn og sumarbústaðahverfið verður að fá údit sem ber þess merki að
vera hluti af umhverfinu en ekki færanleg hús sem em á leið eitthvert annað. Sumarbústaða-
hverfi við ísafjarðardjúp á að mínu mati ekki að líta eins út og sumarbústaðahverfi í Biskups-
tungum, eða Gnmsnesi. Það getur verið unnið af sama hönnuði, þar sem hann hefur unnið
með sérkenni umhverfisins á hvomm stað.
Það er varasamt að þróa byggðamynstur á landsvísu, sumarbústaður byggður árið 1991
þarf ekki að líta eins út sunnan lands og vestan. Skilyrði sem setja þarf fyrir allt landið er að
byggingin fari vel í landinu og falli að náttúm þess.
En hér eins og annarsstaðar, þar sem gífurleg þensla er, er erfitt að hafa stjóm á
málum, talsvert er nú farið að bera á því að sumarbústaðir og sumarbústaðahverfi em ekki
rétt staðsett, nægilega vel skipulögð og hönnuð í upphafi, hagsmunir íbúa hverfisins stangast
á, heilbrigðismálum er mikið ábótavant, fegurðarskyni almennings storkað, byggingar fara illa
í landi og ekki er gætt að samræmingu í útliti bústaða og litavali.
Hjá Skipulagi ríkisins vinnum við að því að ná framfömm í skipulagsmálum sumar-