Ráðunautafundur - 15.02.1992, Síða 208
198
bústaðahverfa, og þar verðum að fá til samstarfs við okkur sveitarstjómir, hönnuði, sumar-
bústaðaeigendur og þá er vinna að þeirri breytingu á landnotkun, sem frítímanotkun er frá
hefðbundnum landbúnaði.
Til að ná framförum þarf/þurfa:
1. Staðarval fyrir byggingu sumarbústaða að verða á fyrri stigum skipulags, þ.e. í svæðis-
skipulagi, en verið er að vinna svæðisskipulag á helstu sumarbústaðasvæðum landsins.
2. Umsóknir um skipulag sumarbústaða utan skipulagðra svæða, þar sem ekki hefur verið
samþykkt svæðisskipulag eða aðalskipulag, verða að fá tilskildar umsagnir.
Umsagnaraðilar og skipulagsyfírvöld að framfylgja þeim lögum og reglugerðum sem
settar hafa verið í landinu.
3. Sumarbústaðasvæði að verða skipulögð af fagmönnum, skipulagsfræðingum, arkitekt-
um og landslagsarkitektum. Hægt verði að tala um arkitektúr í sumarbústöðum, þeir
verði byggingar í landi þar sem um samspil náttúm og mannvirkis er að ræða.
4. Sveitarstjómir, þar sem sumarbústaðasvæði byggjast upp, verða að taka rneiri ábyrgð
og auka þjónustu og framkvæmdir sumarbústaðaeigendum í hag. Það er verið að auka
á ábyrgð sveitarstjómar til að framfylgja ýmsum skyldum gagnvart eiganda og íbúum
sumarbústaðarins. Sveitarfélagið á því að fá innheimt sín fasteignagjöld.
Sumarbústaðareigandinn á sína kröfu á eftirliti með heilbrigðismálum, möguleika á
vatni, rafmagni og einhverri sorphirðu.
í sveitarfélögum þar sem hafa verið að byggjast upp sumarbústaðahverfi þurfa
sveitarfélög og sumarbústaðaeigendur að mynda einhverskonar samtök sín á milli. Þannig að
í stjóm sveitarfélagsins verði tekið tillit til sumarbústaðaeigenda. Hér á ég við opnunartíma
verslana, og þjónustu. Framkvæmdaröð í samgöngumálum. Sveitarfélög gætu einnig komið
með meira framboð á annarri þjónustu eins og ýmsum heimaunnum afurðum. Eftirliti með
sumarbústaðnum í rniðri viku meðan enginn er í honum, þrif á milli helga og barnapössun.
Innkaup fyrir helgina, og hugsanlega að bjóða þá þjónustu að mæta nokkrum tímum fyrir
komutíma eigenda til að kynda upp bústaðinn.
Til að gera íbúa sumarbústaðarins að sveitungum, er hægt að bjóða upp á ýmsar
sumar- og helgarhátíðir. Leyfa sumarbústaðagestum að taka þátt í störfum á bújörðum í kring
um bústaðinn. Sumarbústaðareigandinn getur tekið þátt í tiltekt og útplöntun á sameiginlegum
svæðum. Tiltekt í sundlauginni, mála girðingar og fleira. Allar slíkar framkvæmdir ættu að
ýta undir að sumarbússtaðargesturinn finni sig í sveitinni, kynnist öðrum sveitungum og