Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 212
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1992
Búnaðarmenntun - endurmenntun
- Þættir í nýsköpun landbúnaðar •
Runólfur Sigursveinsson
og
Bjami Guðmundsson
Bœndaskólanum á Hvanneyri
BREYTT STARFSUMHVERFI BÆNDA
Á undanfömum áratug hefur starfsumhverfi bænda verið að breytast. Með nokkurri einföldun
má segja að áður hafi þekking byggð á arfbundinni reynslu reynst hvað drýgst, og þá mátti
ganga að markaði nokkuð vísum. Nú blasir við tíð mikilla breytinga og ef til vill em þær
fastasti punkturinn, sem við getum reiknað með í næstu framtíð. Til landbúnaðarins eru nú
gerðar miklar kröfur, bæði af öðmm aðilum í þjóðfélaginu sem og flestum er hann stunda og
vilja gera hann að ævistarfi.
Fram á síðustu ár bjuggu stærstu búgreinamar, mjólkurframleiðsla og sauðfjárrækt, við
lögbundinn fjárhagslegan stuðnirig af ýmsu tagi í samræmi við stefnu stjómvalda á hverjum
tífna. Þessi vemd hefur nú minnkað og fyrirsjáanlegt er að úr henni verður dregið enn frekar.
Mun þá í vaxandi mæli reyna á hæfni bóndans sjálfs; hversu vel honum tekst að reka búið -
fyrirtæki sitt - í síbreytilegu umhverfi.
Til þessa hafa of margir litið á fagþekkingu sem "gott-með-öðru" efni. Það er ekkert
séreinkenni landbúnaðar hérlendis. Viðhorf til menntunar og rannsókna hafa einkennst af of
miklu tómlæti og afskiptaleysi hagsmunaðila. Það að fjárfesta í þekkingu virðist til að mynda
hafa lotið öðrum lögmálum en önnur íjárfesting í þágu atvinnuvegarins (1 og 11).
Það þarf ekki að veija miklu rúmi hér til rökstuðnings þess að velgengni
landbúnaðarins á næstu árum muni velta á því hvemig bændum nýtist starfsþekking á sviði
lífffæði, verktækni og rekstrar, fremur en því umhverfi, sem stjómvöldum innlendum og
erlendum tekst (eða tekst ekki) að skapa. Traust starfsþekking og markviss nýting upplýsinga
af ólikustu tegundum mun ráða velgengni bóndans. Liklegt er að hann muni gera aðrar og
meiri kröfur til fagþjónustu, það er að segja grunnmenntunar, endurmenntunar, rannsókna og
leiðbeininga, en áður. Hann mun jafnframt koma í meiri snertingu - beina og óbeina - við