Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 213
203
aðra þjóðfélagshópa en gerðist í einhæfu framleiðsluumhverfi fyrri ára. Þessi sjónarmið mun
einkum þurfa að leggja til gmndvallar starfi fagþjónustu landbúnaðarins á næstu árum.
ÞEKKINGARÞÖRF - RÁÐGJAFARÞÖRF
Þekkingarþarfimar em að breytast. Menn læra nú ekki lengur fyrir lífið. f landbúnaði eins
og öðmm starfsgreinum er þörfin fyrir ákveðna grannþekkingu vissulega sístæð og vaxandi.
Ekki síst er kallað á þá þekkingu sem felst í að safna, meta og hagnýta upplýsingar, sem nær
daglega ber fyrir augu og geta orðið að gagni í búrekstrinum.
Fram á síðari ár hefur farið tiltölulega mikið fyrir leiðbeiningum og ráðgjöf um
margvísleg tækniatriði búrekstursins svo sem grasrækt, fóðmn og kynbætur, sem auðvelt er
að meta áhrif af, m.a. í framleiðslu og framleiðni búanna. í greiningu á framtíðarhlutverki
leiðbeiningaþjónustunnar hefur nýlega verið bent á að það verði tvíþætt; annars vegar vegna
þarfa bóndans sjálfs, en hins vegar vegna langtímasjónarmiða samfélagsins (7). Með vaxandi
gmnnmenntun bænda og miklu upplýsingaframboði mun draga úr þörfinni fyrir almennar
leiðbeiningar um tæknilega þætti. Þekking á sviði rekátrarstjómar með hliðsjón af ein-
staklingsbundnum þörfum mun hins vegar vaxa, m.a. vegna þess að:
búvöruframleiðslan verður sífellt flóknari;
rekstramákvæmni verður æ meiri forsenda arðs;
fjármagnsþörf búrekstursins vex (3).
Síðamefndi þátturinn kallar á þekkingu um eðli búvömframleiðslunnar og þátt hennar
í samfélaginu. Nefna má til dæmis að sjónarmið auðlindanýtingar og umhverfisvemdar, bæði
í innlendu og alþjóðlegu ljósi, krefjast heildarþekkingar og langtímamats. Miðlun þekkingar
um þau verður einkum hlutverk fagskóla landbúnaðarins og opinberrar ráðgjafarþjónustu, á
meðan rekstrarráðgjöf verður fremur á höndum bændasamtaka og einkaaðila.
ÞEKKINGARGRUNNURINN - STARFSÞEKKING BÆNDA
Landbúnaðurinn er atvinnuvegur langra hefða og gróinna verkhátta. Innan hans á rannsókna-
og leiðbeiningastarf sér langa sögu. Búnaðarskólar urðu fyrstu starfs- og verkmenntaskólar
margra landa. Þekkingargmnnur landbúnaðarins, innlendur og alþjóðlegur, er því mikill að
vöxtum.
Öflun og miðlun þekkingar er langur ferill. Markviss árangur byggist á því að leiðir
á milli aðila séu greiðar og færar í báðar áttir: Að sendandinn geri sér grein fyrir