Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 217
207
starfsins hefur farið í að byggja upp og skipuleggja starfsfræðslu fyrir starfandi bændur m.a.
vegna mikillar eftirspumar. Þó hefur Búvísindadeildin, í samstarfi við aðrar stofnanir, boðið
upp á einstök námskeið sem skipulögð hafa verið m.tt. leiðbeinenda.
Þá hefur verið x boði fjárhagslegur stuðningur frá Framleiðnisjóði til ráðunauta vegna
námsleyfa en fagleg umsjón námsins er á vegum Búvísindadeildarinnar og annarra stofnana
landbúnaðarins. Eins og áður kom fram er mjög lítil eftirspum eftir þessum möguleika til
símenntunar.
f upphafl var Ráðunautafundinum ætlað það hlutverk að vera tengiliður
rannsóknamanna og leiðbeinenda í landbúnaði. Þar færi fram kynning rannsóknaniðurstaðna
um ýmis verkefni sem myndu nýtast leiðbeinendum í starfi sínu. Síðustu ár hefur þetta breyst
þannig að fundurinn hefur í meira mæli orðið vettvangur skoðanaskipta um ýmis mál sem efst
eru á baugi hverju sinni. Uppbygging og form fundarins veldur þvf einnig að erfitt er virkja
þátttakendur til skipulagðrar vinnu um afmörkuð viðfangsefni.
Ljóst er að fullorðinsfræðsla, símenntun og endurmenntun fær aukið vægi í
þjóðfélaginu á næstu árum. Meðal annars hafa þessi málefni komið inn í kjarasamninga
ýmissa starfsgreina á síðustu árum (4).
Til að átta sig betur á viðhorfum héraðsráðunauta til þessara mála var þeim sent bréf
í janúar 1991 þar sem óskað var eftir að þeir nefndu þau viðfangsefni sem þeir teldu brýnust
að taka fyrir í formi námskeiða. Jafnffamt var spurt um hæfilega lengd slíkra námskeiða og
einnig hvenær heppilegast væri að halda þau.
Svörun var tiltölulega lítil en þó mátti helst lesa út úr svörunum að hæfileg lengd
afmarkaðra námskeiða væri 2-4 dagar og heppilegasti tíminn væri mánuðimir
febrúar,mars,maí og nóvember. Með val á viðfangsefnum kom það helst fram að áhugi var
á fræðslu um fóðrun og fóðurmat, tölvunotkun og landnýtingu. Viðhorf héraðsráðunauta m.t.t.
viðfangsefna voru einnig könnuð af stjóm félags héraðsráðunauta á síðasta ári. Niðurstaða
þeirrar könnunar verður væntanlega kynnt hér á eftir.
HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Símenntun - endurmenntun bœnda
Hér á undan hefur einkum verið fjallað um stutt námskeið sem hluta af símenntun og
endurmenntun. Námskeiðin sem sl£k, ef þau em vel skipulögð og markviss, er öragglega eitt
besta form símenntunar og endurmenntunar. Á afmörkuðum námskeiðum skapast einnig oft
persónuleg tengsl milli þeirra sem annast kennsluna, sem oft era sérfræðingar, rannsóknamenn