Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 219
209
SAMHÆFING - SAMSTARF VEGNA SÍMENNTUNAR LEIÐBEINENDA
Hér á landi eru býsna margar stofnanir sem tengjast landbúnaðinum og hafa sumar hverjar
mjög skýr þjónustuhlutverk við atvinnugreinina. Varðandi menntunarþáttinn eru það Bænda-
skólamir og Garðyrkjuskólinn sem eiga að sinna þeim þætti atvinnuvegarins. Háskólanám
í búvísindum fer fram við Búvísindadeildina og henni er jafnframt ætlað það hlutverk að sinna
símenntun og endurmenntun leiðbeinenda.
Ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki er kominn tími til að mynda
einhverskonar samstarfsvettvang sem flestra þeirra stofnana og aðila sem tengjast landbúnað-
inum um símenntun og endurmenntun leiðbeinenda. Þama er ekki eingöngu átt við ráðunauta
heldur einnig dýralækna, mjólkureftirlitsmenn, frjótækna og fleiri. Ástæða er til að hafa í
huga reynslu Dana af þessum málum en þeir standa mjög framarlega á þessu sviði (6).
Hér mætti hugsa sér að fulltrúar sem flestra þjónustuaðila landbúnaðarins hittust einu
sinni á ári t.d. seinni hluta vetrar þar sem lögð væm drög að ákveðnum verkefnum sem unnið
væri að næsta skólaár á sviði símenntunar og endurmenntunar. Síðan yrði útfærslan í höndum
tiltölulega fámenns hóps. Hvert verkefni væri síðan kynnt Seinni hluta sumars og tímasetning
ákveðin.
LOKAORÐ
Um þessar mundir er landbúnaðurinn krafínn um nýsköpun. Sú nýsköpun verður ekki síst
byggð á vilja til breytinga og þekkingu á margvíslegum hliðum þess flókna atvinnurekstrar
sem landbúnaðurinn er og umhverfi hans.
Til skamms tíma litið er markviss endurmenntun ein virkasta leiðin til umbóta, studd
ráðgjöf, einkum varðandi búrekstrarstjóm, sem sniðin er að einstaklingsbundnum aðstæðum.
Því er hvatt til þess, að fast verði fylgt eftir þeirri reynslu, sem þegar er fengin af
endurmenntunamámskeiðum bændaskólanna. Einnig er hvatt til samstarfs fræðslustofnana
um endurmenntun ráðunauta og annarra leiðbeinenda, og jafnframt unnið að því að bæta
aðstöðu þeirra til virkrar ráðgjafar og miðlunar nýþekkingar.
Endurmenntun verður þeim mun virkari sem almennur þekkingargrunnur viðtakenda
er traustari: Með hliðsjón af því og framtíðarþörfum bændastéttarinnar er nauðsynlegt að
tryggja þeim, er hefja vilja búskap, trausta starfsmenntun. Það mun efla faglegt og
fjárhagslegt sjálfstæði bænda, auðvelda þeim að hagnýta þá þekkingu, sem í boði er hverju
sinni, og síðast en ekki síst, bæta nýtingu rannsókna-, þróunar- og ráðgjafarstarfs í þágu
landbúnaðarins.