Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 221
211
RÁÐUNAUT AFUNDUR 1992
Leiöbeiningaþjónusta í landbúnaði
Egill Bjamason
Búnaðarsambandi Skagfirðinga
Með bréfi dags. 4. nóv.1987 skipaði þáverandi landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, eftirtalda
menn í nefnd til þess að fjalla um skipan leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði: Jón Hólm
Stefánsson bóndi, skipaður formaðurnefndarinnar, Gunnlaugur A. Júlíusson hagfræðingur, Jón
Viðar Jónmundsson ráðunautur, Magnús B. Jónsson kennari og Magnús Sigsteinsson
ráðunautur.
í erindisbréfi nefndarinnar var óskað sérstakrar skoðunar á eftirtöldum atriðum:
Möguleikum til hagræðingar við núverandi skipulag með það fyrir augum að mannafli
og íjármagn nýtist enn betur við miðlun þekkingar 'til bænda en gerst hefur. Kannaðir
verði möguleikar á auknum tengslum leiðbeiningaþjónustu, kennslu og Iandbúnaðar-
rannsókna.
Verkaskipting í leiðbeiningaþjónustunni. Einkum er átt við Búnaðarfélag íslands,
búnaðarsambönd, sérgreinafélög, en einnig aðrar stofnanir og aðila sem nú veita þessa
þjónustu eða gætu veitt hana.
Tengslum styrkveitinga (jarðrækt, búfjárrækt) og leiðbeiningaþjónustu.
Sérstökum skipulagsbreytingum, er eflt geta leiðbeiningaþjónustu vegna skipulags-
breytinga og nýbúgreina.
Fjármögnun og skiptingu kostnaðar við leiðbeiningaþjónustuna með hliðsjón af
væntanlegri framtíðarskipan hennar.
Hér eftir verður nefndin skilgreind sem Jóns Hólm nefndin. í febrúar 1988 skilaði
nefndin áfangaskýrslu til landbúnaðarráðherra. Búnaðarþing 1988 fjallaði um áfangaskýrsluna
og ályktaði eftirfarandi í tilefni af henni:
Búnaðarþing beinir því til landbúnaðarráðherra, að hann feli nefnd þeirri, er hann
skipaði til þess að fjalla um skipan leiðbeiningaþjónustu eftirfarandi:
1. Að endurskoða lög um Búreikningastofu landbúnaðarins með það að markmiði
að búreikningastofan þróist, svo fljótt, sem unnt er, í það að verða Hagstofnun
landbúnaðarins. Þingið minnir á og vísar til ályktunar Búnaðarþings 1987 í
máli nr. 47 varðandi Hagstofnun landbúnaðarins. Jafnframt vísar þingið til 17.