Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 222
212
kafla áfangaskýrslu nefndarinnar, þar sem skilgreint er hlutverk slikrar
stofnunar. Þingið lýsir stuðningi sínum við þær hugmyndir og tillögur, sem þar
koma frarn, og ítrekar nauðsyn þess að hraða ffamgangi þessa máls.
2. Að gera fullmótaðar tillögur um leiðbeiningamiðstöðvar í héraði á grundvelli
þeirra hugmynda, sem fram koma í 11. kafla áfangaskýrslu nefndarinnar.
3. Að gera tillögur að löggjöf um ráðunautastarfsemi, og vísast í því sambandi til
15. kafla áfangaskýrslu nefndarinnar.
4. Að setja fram mótaðar tillögur um það, hvemig hagkvæmast væri að koma
fyrir og ná markvissari tengslum en nú eru milli rannsókna, fræðslu og
leiðbeininga í landbúnaði. Tillögugerðin tæki m.a. til yfirstjómar þessara
málaflokka, staðsetningar einstakra rannsókna, fræðslu- og leiðbeiningaþátta,
og þá um leið nauðsynlegrar verkaskiptingar á milli þeirra stofnana, sem vinna
að þessum málaflokkum.
5. Að gera tillögur um, hvemig háttað verði fjármögnun til þeirrar starfsemi, sem
tilgreind er í töluliðnum 1-4 hér að framan.
í framhaldi af þessari ályktun Búnaðarþings sendi landbúnaðarráðherra nefndinni nýtt
erindisbréf, þar sem farið er fram á að nefndin vinni eftirtalin verkefni.
Greinagerð um skipan leiðbeiningaþjónustu erlendis, þar sem aðstæður mega teljast
sambærilegar íslenskum aðstæðum.
Greiningu leiðbeininga með tilliti til fjármögnunar þessarar starfsemi, þar sem einnig
verði metnir möguleikar á tilfærslu verkefna innan leiðbeiningaþjónustunnar.
Leggja drög að fmmvarpi til laga um ráðunautastarfsemi, sbr. 3. lið ályktunar
Búnaðarþings 1988, m.a. með hliðsjón af 2. og 4. lið sömu ályktunar (þskj. nr. 60),
og í tengslum við það að móta tillögur um hvemig styrkja megi tengsl á milli
leiðbeininga, kennslu og rannsókna í landbúnaði.
Móta hugmyndir um skipulag hagmála landbúnaðarins á gmndvelli framkominna
ábendinga um þau, sbr. 1. lið í ályktun Búnaðarþings (þskj. nr. 60).
Hinn 17. nóv. 1988 skilaði Jóns Hólm nefndin viðamikilli lokaskýrslu til landbúnaðar-
ráðherra.
f formála hennar kemur m.a. fram, að nefndin hafi ekki gert drög að löggjöf um
ráðunautastarfsemi, það telji hún verkefni lögfróðra manna, en vísar til kafla 15 í skýrslunni,
þar sem fram koma þau atriði sem nefndin telur nauðsyn að kveði á um í slíkri löggjöf.
Þessi kafli skýrslunnar er svohljóðandi:
15. Löggjöf um ráðunautastarfsemi.
Hér á landi er ekki nein heildarlöggjöf um leiðbeiningastarfsemi í landbúnaði en
lagaákvæði um þetta verkefni er að finna í ýmsum lögum en þó fyrst og fremst í
jarðræktar- og búfjárræktarlögum. í nálægum löndum mun vera heildarlöggjöf um
þetta efni og er það ábending nefndarinnar hvort ekki beri að huga að slfkri