Ráðunautafundur - 15.02.1992, Side 223
213
heildarlöggjöf hér á landi.
Slík löggjöf hlyti að kveða á um stjóm og framkvæmd leiðbeiningaþjónustu. Markmið
þessarar starfsemi væru þar tilgreind. Þar væri kveðið á um hlut hins opinbera í
fjármögnun leiðbeiningastarfsins. Þar væri gerð grein fyrir því til hvaða starfsemi þessi
þjónusta næði. Ákvæði mundu vera í slíkri löggjöf um réttindi og skyldur þeirra sem
að leiðbeiningastörfum vinna. Þar mundu m.a. vera ákvæði um menntunarkröfur
ráðunauta. Einnig væri eðlilegast að þar væm almenn ákvæði um réttindi og
hugsanlegar skyldur þeirra sem þjónustu njóta.
Leiðsögn til hinna löglærðu manna hefði mátt vera fyliri og efnislega skýrari a.m.k.
ef forsvarsmenn landbúnaðarins kjósa að hafa áhrif á það hvemig slík löggjöf væri efnislega.
Búnaðarþing 1988 fjallaði um lokaskýrslu nefndarinnar. Þinginu fannst vanta þar fullmótaðar
tillögur um skipan leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði á grundvelli þeirra hugmynda, sem fram
koma í skýrslunni. Búnaðarþingið afgreiddi þetta mál með ályktun, sem samþykkt var með
22 samhljóða atkvæðum, og fer hún hér á eftir:
Búnaðarþing samþykkir að kjósa þriggja manna milliþinganefnd til þess að gera
fullmótaðar tillögur um eftirfarandi í framhaldi af skýrslu nefndar, sem fjallaði um
skipan leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði.
L
1. Myndun og eða eflingu leiðbeiningastöðva, sem eitt eða fleiri búnaðar-
sambönd standa að. í fyrstu verði stefnt að því að koma á þremur aðalmið-
stöðvum.
a) Á Suðurlandi hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Selfossi með tengslum við
Tilraunastöðina á Stóra-Ármóti. Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga tengist
þessari miðstöð að minnsta kosti fyrst í stað.
b) Á Vesturlandi á vegum búnaðarsambandanna þar með aðalstöðvar í
Borgamesi í tengslum við Hvanneyrarskóla og Tilraunabúið á Hesti.
Búnaðarsamband Vestfjarða tengist þessari miðstöð að minnsta kosti í fyrstu.
c) Á Norðulandi á vegum búnaðarsambandanna þar með aðalstöðvar hjá
Ræktunarfélagi Norðurlands á Akureyri í tengslum við Tilraunstöðina á
Möðruvöllum og Bændaskólann á Hólum. Búnaðarsamband Austurlands tengist
þessari leiðbeiningamiðstöð að minnsta kosti í fyrstu svo og Búnaðarsamband
Strandamanna.
2. Á þessu ári verði ráðinn einn maður að hverri þessara miðstöðva til þess að
koma í framkvæmd og skipuleggja sem almennast bókhald á meðal bænda á
grundvelli þeirrar forvinnu, sem unnin hefur verið á undanfömum ámm vegna
þessa verkefnis. Leitað verði eftir því, að Framleiðnisjóður landbúnaðarins
kosti þessa starfsmenn í 2-3 ár. Á þeim tíma verði tekin afstaða til, hvemig
þessi starfsemi verði fjármögnuð til frambúðar.
3. Á ámnum 1990-1995 verði stefnt að því að fullmanna þessar stöðvar, þannig
að þar eða á þeim stofnunum, sem þær tenjast, verði fyrir hendi sérfræði-
þekking á sem flestum sviðum. Þessu markmiði verði náð með því að flytja í
svo ríkum mæli, sem unnt er stöður frá landbúnaðarstofnunum í Reykjavík
(Rala, Búnaðarfélagi íslands, Veiðimálastofnun, Skógrækt ríkisins og fleiri) út
tw.