Ráðunautafundur - 15.02.1992, Síða 224
214
á þessar fyrirhugðu miðstöðvar. Að hluta til er hugsanlegt að ná þessu
markmiði með samvinnu milli leiðbeiningastöðva, til dæmis ef starfandi eru
landsráðunautar við einhveijar þeirra.
4. Sérstaklega verði athugað, hvaða leiðbeiningaform hentar bezt í nýlegum og
nýjum búgreinum, meðal annars hvemig koma megi við nánu samstarfi manna
á mismunandi fagsviðum, þótt viðkomandi stöðugildi séu ekki öll á einum og
sama stað. í því sambandi má benda á nálægð Hvanneyrar og Selfoss við
Reykjavík og greiðar samgöngur við Akureyri.
5. Búseta héraðsráðunauta verði með líkum hætti og nú er, en tengsl þeirra við
miðstöðvamar tryggð meðal annars með eftirfarandi:
a) með fundum, þar sem ákveðin yrðu helstu áhersluatriði í leiðbeininga-
þjónustu hverju sinni og vinnutilhögun samræmd,
b) með námskeiðum ef henta þykir,
c) með heimsóknum sérfræðinga frá miðstöðvunum til einstakra ráðunauta,
skipulögðum viðtaistúnum og heimsóknum á einstök býli til lausnar ákveðnum
verkefnum eða vandamálum.
6. Ýmiss konar þjónustu- og stjómunarstörf fyrir opinberar stofnanir og aðra aðila
verði í aðalatriðum unnin af sömu mönnum og annast leiðbeiningaþjónustuna,
enda komi eðlileg greiðsla á réttum tíma fyrir þá vinnu. Nefndin athugi það
mál sérstaklega í samráði við stjóm Búnaðarfélags íslands við hlutaðeigandi
stofnanir.
n.
Tengsl rannsókna, fræðslu og leiðbeininga verði aukin og treyst með ráðningu manna
í hlutastörf hjá fleiri stofnunum, sem vinna að einhverjum þeirra málaflokka, sem
tilgreindir em.
m.
Fjármögnun leiðbeiningaþjónustu verði skoðuð nánar og skilgreind á grundvelli
viðaukatöflu 4, bls. 110, í skýrslu nefndarinnar, þar sem settar em fram hugmyndir
um, hvemig verkefnin skulu greind, hvort þau skuli unnin í héraði og/eða á landsvísu,
og hverjir beri kostnað af þeim.
Jafnhliða verði skilgreint, hvemig verkefni og stöðugildi þróist milli einstakra
stofnana, sem að þessum málum vinna.
IV.
Nefndin vinni að mótun og framgangi þessara mála í samvinnu og samráði við
eftirtalda aðila:
Stjóm Búnaðarfélags íslands, landbúnaðarráðuneytið og þingmannanefnd þá, er vinnur
að athugun á fjárveitingum til Búnaðarfélags íslands og fleira, er starfsemi þess varðar.
Milliþinganefnd Búnaðarþings tók ekki á þessu máli í sínum störfum og ekkert kom
frá henni um leiðbeiningamiðstöðvar.
Landbúnaðarráðuneytið, Búnaðarþing, stjóm Búnaðarfélags íslands og búnaðarsam-
böndin hafa heldur ekki séð ástæðu til að taka þetta mál til frekari umræðu og athugunar, með
það að markmiði að vinna að framgangi þess. Má því ætla að það sé samdóma álit land-
búnaðarforustunnar, sem leiðbeiningaþjónustan heyrir undir, að hún sé í æskilegum farvegi