Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 225
215
og ekki ástæða til að breyta þar um. Nægjanlegt hafi verið að gera skýrslu um málið og álykta
um það á Búnaðarþingi þótt ekkert annað hafi gerst.
Það ætti þó ekki að saka að taka þessi mál enn til umfjöllunar og skoða þau enn á ný,
enda breytast aðstæður í landbúnaði nú mjög hratt.
í stórum dráttum er þessum málum, þ.e. rannsóknum, fræðslu og leiðbeiningum í
landbúnaði nú þannig fyrir komið, að Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rala, með höfuð-
stöðvar að Keldnaholti í Reykjavík annast rannsóknir og tilraunir. Bændaskólamir á Hvanneyri
og Hólum, Garðyrkjuskólinn á Reykjum og búvísindadeildin á Hvanneyri annast fræðslu og
rannsóknir að hluta. Búnaðarfélag íslands annast leiðbeiningaþjónustu á landsvísu og
búnaðarsamböndin sjá um leiðbeiningar til einstakra bænda.
Fljótt á litið lítur þetta fyrirkomulag ef til vill ekki svo illa út á blaði.
Sé það hins vegar skoðað nokkuð nánar kemur í ljós, að á því eru verulegar
brotalamir. í því sambandi má benda á eftirfarandi:
1. Engin trygging er fyrir því að rannsókna- og tilraunaniðurstöður skili sér með eðli-
legum hætti frá rannsóknaraðila til leiðbeinend'a og kennara, þ.e. frá Rala til
Búnaðarfélags íslands og skólanna.
2. Ekki er tryggt að þær rannsóknir hafi forgang, sem mest eru aðkallandi hveiju sinni
til lausnar á þeim vandamálum, sem frekast koma inn á borð hjá leiðbeininga-
þjónustunni.
3. Engin samræmd vinna fer fram hvað varðar túlkun á niðurstöðum rannsókna og
tilrauna. Heldur er ætlast til að hver og einn kennari og/eða leiðbeinandi kryfji það
sem út kemur til mergjar. Dragi af því sínar ályktanir og matreiði niðurstöðumar til
notkunar í leiðbeiningum og fræðslu. Gildir þetta jafnt um erlendar sem innlendar
rannsókna- og tilraunaniðurstöður.
Þetta hefur þann ókost að fjöldi manns liggur yfir sömu vinnu og engin trygging er
fyrir sömu túlkun á niðurstöðum sömu rannsóknar eða tilraunar, né trygging fyrir því
að túlkunin verði í samræmi við það, sem ábyrgðamaður viðkomandi rannsóknar eða
tilraunar telur vera meginniðurstöðuna.
4. Engin tiygging er fyrir markvissu samstarfi og tengslum á milli rannsókna-
starfseminnar, búnaðarfræðslunnar og leiðbeiningaþjónustunnar.
5. Hjá búnaðarsamböndunum þarf, auk leiðbeiningaþjónustunnar, að sinna margvíslegum
öðrum störfum. Þessi störf hafa farið mjög vaxandi á síðari árum. Ekki síst eftir að
svokölluð framleiðslustjóm var tekin upp í framleiðslu mjólkur og kindakjöts með jafn