Ráðunautafundur - 15.02.1992, Síða 226
2X6
flóknum hætti og raun ber vitni.
Umfang þessara starfa er mjög óljóst frá ári til árs og greiðsla til búnaðarsambandanna
oftast engin eða þá mjög lítil í flestum tilfellum. Þessi störf eru einfaldlega sett inná
borð búnaðarsambandanna án þess að spurt sé um hvaða möguleika þau hafi á að
sinna þeim með tillití. til mannafla og kostnaðar.
Undantekning ffá þessu er þó vinna á s.l. ári fyrir landbúnaðarráðuneytið vegna
uppkaupa og skerðingar á fullvirðisrétti til sauðfjárframleiðslunnar þar sem kom
nokkur þóknun fyrir.
Af þessu leiðir, að hjá a.m.k. smærri búnaðarsamböndunum, sem hafa t.d. 1-3
starfsmenn, og takmörkuð fjárráð, hlýtur leiðbeiningaþjónustan að víkja fyrir öðrum störfum.
Þá er heldur ekki hægt að ætlast til þess með nokkurri sanngimi, að þessir fáu starfsmenn,
yfirhlaðnir störfum, geti gefið sér tíma til þess að fylgjast með öllu því er með þarf, til þess
að geta sinnt svo vel sé þeim fjölþættu faglegu leiðbeiningum, sem með þarf á hverju
búnaðarsambandssvæði.
Sérstaklega skal á það bent að meginhluti þeirrar vinnu, sem búnaðarsamböndin sinna
vegna framleiðslustjómunar, krefst mikilla viðræðna við þá aðila sem í hlut eiga hveiju sinni.
Það kemur m.a. til af því að margar viðamiklar aðgerðir og ákvarðanir em aðeins teknar frá
ári til árs og oft lítið samhengi á milli þeirra. Því getur það, sem talinn var stóri sannleikurinn
í ár og menn era að vinna út frá verið orðið alrangt á næsta ári, eða eftir skamman tíma. Þá
geta verið komnar allt aðrar forsendur til að vinna út frá. Þegar hlutina ber þannig að þarf
mikinn tíma til þess að ræða fortíðarvandann. Sá tírni sem fer í slíkar umræður kemur hvergi
fram þegar metið er umfang þeirra verkefna sem búnaðarsamböndunum era falin.
Nú liggur fyrir að ekki verður lengur umflúið að laga búvöraframleiðsluna að þeim
ákvæðum svonefndra búvöralaga ffá 1985 að miða framleiðslumagn þeirra við innanlands-
neyslu, og það strax á næsta verðlagsári. Þar af leiðir að framleiðendum búvara fækkar
veralega á komandi áram. Til viðbótar því að hætta útflutningi er innflutningur búvara á næsta
leyti. Það leiðir enn til minnkandi framleiðslu innanlands nema veralegur árangur náist á því
sviði að lækka framleiðslukostnað og kostnað við úrvinnslu og verslun með búvörur.
Af fækkun framleiðenda leiðir svo annað tveggja, að byggð grisjast hraðar en verið
hefur til þessa eða nýjar atvinnugreinar leysa þær eldri af hólmi. Vonandi verður sú raunin
á, þótt fátt sé nú í hendi hvað nýja atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni snertir.
Samdráttur í framleiðslu hefðbundinna búvara og uppbygging nýrra atvinnugreina, sem