Ráðunautafundur - 15.02.1992, Side 227
2X7
vonandi tekst, leiðir til þess að endurskipuleggja verður leiðbeiningaþjónustuna, þ.e. minnka
hana í sumum hefðbundnum greinum vegna minna umfangs þar, en mæta leiðbeiningaþörf
í nýjum greinum svo og fræðslu. Því er ekki úr vegi að hugleiða hvemig hægt sé að mæta
þeim breyttu aðstæðum sem við blasa og þvf til viðbótar hugsanlega minna fjármagni frá því
opinbera til rannsókna, fræðslu og leiðbeininga.
Hugmyndin um leiðbeiningamiðstöðvar byggir á þeim meginmarkmiðum að gera leið-
beiningaþjónustuna faglega sterkari en nú er. Skapa aðstöðu til þess að gera hana fjölþættari
en nú er og jafnvel ódýrari miðað við umfang, t.d. með betri nýtingu á starfskröftum með
sérfræðiþekkingu.
Með leiðbeiningamiðstöðvum er átt við það, að þaðan sé leiðbeiningaþjónustan
skipulögð og henni stjómað yfir stærri svæði en nú er og reynt að tryggja það, að á þessum
stöðvum sé sérfræðiþekking fyrir hendi á sem flestum sviðum. Sá möguleiki skapast m.a. með
því að sami starfskraftur sinni bæði, rannsóknum, fræðslu og leiðbeiningum í sínu fagi.
Þennan þátt er einnig að hluta til hægt að leysa með samvinnu á milli leiðbeininga-
stöðva.
Þótt leiðbeiningamiðstöðvum verði komið á fót þýðir það ekki að allir leiðbeinendur,
þ.e. héraðsráðunautar, þurfi að vera búsettir á stöðvunum eða næsta nágrenni þein-a. Búseta
þeirra getur verið með líku sniði og nú er, þótt þeir yrðu starfsmenn viðkomandi stöðva og
störf þeirra að leiðbeiningum skipulögð þaðan og þar með aðskilin frá öðmm störfum
búnaðarsambandanna.
Þá er næst að hugleiða hvemig þessum leiðbeiningamiðstöðvum verði komið á fót.
Þarf enn nýjar stofnanir ofan á allt annað sem fyrir er, eða er hægt að styðjast við
eitthvað af því, sem þegar er til staðar og auðvelda framkvæmdina á þann hátt. Því er rétt að
athuga hvaða stofnanir gætu tengst þessu verkefni eða tekið það að sér án mikilla breytinga
á sinni starfsemi og starfsaðstöðu.
f því sambandi hlýtur það að vera byrjunin að skoða eftirfarandi:
1. Á Suðuriandi em Tilraunastöðin á Stóra-Ármóti, Garðyrkjuskólinn á Reykjum,
Tilraunastöðin á Sámsstöðum, Landgræðsla rikisins og Búnaðarsamband Suðurlands,
sem hefur þá sérstöðu á meðal búnaðarsambandanna að félagssvæði þess nær yfir 3
sýslur með fjölþættan búrekstur og marga félagsmenn innan sinna vébanda. Á
Suðurlandi ætti því að vera auðvelt að reka fjölþætta faglega leiðbeiningaþjónustu með
samvinnu þeirra stofnana, sem þar em fyrir hendi. Búnaðarsamband Austur-
Skaftafellssýslu og Búnaðarsamband Kjalamesþings gætu tengst þessu leiðbeininga-