Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 228
218
kerfi.
2. Á Vesturlandi er Bændaskólinn á Hvanneyri, búvísindadeildin þar, Hagþjónusta
landbúnaðarins, bútæknideild Rala, Tilraunabúið á Hesti, útibú Veiðimálastofnunar og
búnaðarsamtökin þar.
Þar virðist liggja beinast við að Hvanneyri verði höfuðmiðstöð leiðbeiningaþjónust-
unnar á Vesturlandi og Vestfirðir tengist því leiðbeiningakerfi.
Á Hvanneyri er þegar fyrir hendi mikil sérfræðiþekking, m.a. vegna rannsókna og
tilrauna, sem þar hafa verið stundaðar.
3. Á Norðurlandi vestra er Bændaskólinn á Hólum með fjölþætta búnaðarfræðslu. Þar er
einnig útibú Veiðimálastofnunar. Þar eru 3 búnaðarsambönd, þ.e. í Húnavatnssýslum
og Skagafírði.
Eðlilegast væri að Bændaskólinn á Hólum yrði höfuðmiðstöð leiðbeiningaþjónustunnar
á Norðurlandi vestra. Þaðan væri hún skipulögð og stjómað í samráði við
búnaðarsamböndin og í samstarfi við leiðbeiningamiðstöð á Norðurlandi eystra.
4. Á Norðurlandi eystra er tilraunastöðin á Möðruvöllum, Ræktunarfélag Norðurlands og
búnaðarsamböndin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Verið er að efla Tilraunastöðina á Möðruvöllum hvað mannafla snertir og væntanlega
verða þar aukin umsvif hvað rannsóknir og tilraunir snertir á komandi árum. Þar er
fyrir mikil þekking á sviði jarðræktar og verður vonandi aukin á fóðurfræðisviðinu.
Ræktunarfélag Norðurlands er sambandsfélag búnaðarsambandanna á Norðurlandi og
vinnur að verkefnum sem þeim hentar að vinna sameiginlega að. Það rekur
rannsóknastofu, þar sem efnagreind eru jarðvegs- og fóðursýni. Það annast einnig gerð
túnkorta og gerð uppdrátta af heimalöndum jarða eftir loftmyndum o.fl. á því sviði.
Hjá Ræktunarfélagi Norðurlands hafa jafnan starfað sérfræðingar og hefur það gefið
góða raun hvað leiðbeiningar varðar og stutt verulega við leiðbeiningaþjónustuna á
Norðurlandi.
Efnagreiningaþjónustan og kortagerðin geta þjónað stærra svæði en Norðurlandi einu.
Með náinni samvinnu geta því Tilraunastöðin á Möðmvöllum, Ræktunarfélag
Norðurlands og Bændaskólinn á Hólum orðið höfuðstöðvar leiðbeiningaþjónustu á
Norðurlandi.
5. Á Austurlandi er Skógrækt ríkisins, útibú Veiðimálastofnunar og Búnaðarsamband
Austurlands.
Tengja þarf Skógrækt ríkisins þeim leiðbeiningamiðstöðvum, sem bent hefur verið á