Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 236
226
bókhalds- og hagfræðinámskeið sem Bændaskólamir hafa boðið upp á.
Stjóm Hagsmunafélags héraðsráðunauta hefur síðasliðið ár staðið fyrir átaki í
málefnum endurmenntunar/símenntunar félagsmanna sinna. Byrjað var á því að gera
óformlega skoðanakönnun meðal þeirra um þörf og áhugasvið. Mestur áhugi virtíst vera fyrir
námskeiðahaldi í tölvunotkun, hagfræði, fóðurffæði svo og í atvinnumálum dreifbýlis. Einnig
fyrir kynnisferðum innanlands og utan tengdum svipuðu efni. Ekki bar á áhuga félagsmanna
á eiginlegu og lengra námi.
f framhaldi af þessari könnun ræddi stjómin á nokkrum fundum við fulltrúa frá B.í,
Rala, Bændaskólunum, Framleiðnisjóði, Smáverkefnasjóði og Upplýsingaþjónustu Háskóla
íslands. Þessar viðræður vom gagnlegar, urðu til þess að skýra línur og gáfu eftirfarandi
afrakstur:
1. Héraðsráðunautar eiga nú fulltrúa í undirbúningsnefnd Ráðunautafundar en
mörgum okkar hefur þótt að þessi annars góði vettvangur upplýsingamiðlunar
og skoðanaskipta miðaðist of lítið við þann veruleik sem við höfum starfað í.
2. Farin var kynnisferð tíl Noregs í nóvember s.l. þar sem um 20 manna hópur
kynntí sér starfsemi fag- og félagskerfi norska landbúnaðarins. Ferðin heppnað-
ist vel og var skipulagning og fararstjóm til mikils sóma.
3. Fyrirhuguð er sauðfjárræktarferð til Bretlands í hausL
4. Bændaskólamir hafa tekið mið af óskum félagsins við skipulagningu nám-
skeiða.
5. Fljótlega mun verða stofnað ráð sem gegna á forystuhlutverki við endur-
menntun/símenntun ráðunauta og leiðbeinenda landbúnaðarins. Fulltrúar í þessu
ráði komi ffá Hagsmunafélagi héraðsráðunauta, B.Í., Rala, Bændaskólunum og
Garðyrkjuskólanum.
FRAMTÍÐIN
Vonandi hefur átak síðastliðins árs orðið til að vekja menn til umhugsunar um gildi svo og
leiðir til aukinnar endurmenntunar, símenntunar og upplýsingadreifingar meðal fagfólks
landbúnaðarins. Með stofnun ráðs eins og minnst er á hér að ofan má ömgglega ná rneiri
hvatningu til starfsmanna um þessi mál og einnig nánara og betra samstarfi milli starfsmanna
stofnana landbúnaðarins.
Vilji og geta ráðunauta til að stunda faglegar leiðbeiningar, og þar með nauðsynlega
símenntun, veltur þó mest á því starfsumhverfi sem þeim er búið. Þar virðast kostir stærri