Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 4.–7. mars 2016 VIÐ HREINSUM ÚLPUR! Verð frá kr. 2.790 til kr. 3.990. 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is 18 Fréttir Tímaspursmál hvenær svona flokkur kæmi fram n Íslenska þjóðfylkingin ætlar að sameina þjóðholla Íslendinga n Stefna flokksins elur Þ að vakti mikla athygli í síð- ustu viku þegar tilkynnt var um að Hægri græn- ir hefðu á aðalfundi sínum samþykkt að leggja flokk- inn niður og ganga til liðs við ný- stofnaðan stjórnmálaflokk, Íslensku þjóðfylkinguna, ásamt fleiri hópum og einstaklingum. Ekki var það síst stefna hins nýja flokks, sem gerir út á tortryggni og andúð gegn útlending- um með yfir lýstri stefnu um að hafna hugmyndinni um fjölmenningu hér á landi sem og byggingu mosku, sem vakti hörð viðbrögð. Tímabundinn forsvarsmaður Ís- lensku þjóðfylkingarinnar (ÍÞ), þar til aðalfundur fer fram, er Helgi Helga- son en hann var áður formaður Hægri grænna. DV óskaði eftir viðtali við Helga, sem einnig titlar sig sem tals- mann flokksins og tók hann í fyrstu vel í erindið á þriðjudag en baðst síð- an undan því á miðvikudaginn. „Ég er búinn að hugsa málið og held að ég ætli ekki að tjá mig við fjölmiðla á þessum tímapunkti þannig að ég af- þakka viðtal í þetta skiptið.“ Fram hefur komið í máli Helga að ÍÞ setji stefnuna á framboð til alþingis kosninga á næsta ári. Prófessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands segir að aðeins hafi verið tímaspursmál hvenær flokkur sem þessi yrði stofnaður hér á landi. Trúfrelsi virt – bara engar moskur Í plaggi sem inniheldur grunn- stefnu ÍÞ segir að flokkurinn vilji standa vörð um fullveldi og sjálf- stæði Íslands, íslenska þjóðmenn- ingu, tungu og „siðinn í landinu“ auk þess sem málefni öryrkja og aldraðra verði ætíð í fyrirrúmi og stefnt verði að „útrýmingu fá- tæktar á Íslandi“ svo fátt eitt sé nefnt. Þar er farið yfir ýmis utan- ríkis- og innan ríkismál sem vakið hafa athygli enda eru þar ýmis ný- mæli. Meðal annars að flokkurinn styðji kristna trú og kristin gildi og viðhorf. „Enda nátengd íslenskri þjóðmenningu. Ásatrú fái einnig stuðning af sömu ástæðu. ÍÞ virðir trúfrelsi skv. stjórnarskrá.“ En á sama tíma og forsvars- menn flokksins vilja virða trúfrelsi er því sömuleiðis lýst yfir að þeir séu alfarið á móti því að moskur verði reistar á Íslandi eins og þegar sé gert í fjölmörgum ríkjum. „Bann verði lagt við búrkum, umskurði stúlkna af trúarlegum ástæðum og skólum íslamista á Íslandi.“ Hafna fjölmenningu En ein skýrasta yfirlýsing forsvars- manna flokksins um hvar hann mun standa er yfirlýsing um að hann hafni „hugmyndinni um fjöl- menningu á Íslandi og styður öfl- ugar aðgerðir til aðlögunar þeirra sem setjast hér að.“ Við þessa málsgrein hefur Helgi síðan birt áréttingu á Facebook-hópi flokks- ins þar sem hann segir að það þurfi að umorða hana. Vilja stýra hverjir komi „Við erum ekki á móti erlendu fólki. Íslendingar giftast erlendu fólki, Íslendingar ættleiða erlendis frá. Fólk kemur hingað og uppfyll- ir skilyrði um að setjast hér að. Það sem við viljum er að gera þetta fólk að Íslendingum með fræðslu og aðlögun. Einhverjir hafa misskilið stefnuna um að við höfnum fjöl- menningu á þann veg að hér eigi að loka landinu fyrir fullt og allt. Það er ekki rétt. Við viljum hins vegar hafa fulla stjórn á hverjir koma hingað og hverja við viljum ekki sbr. glæpalýð.“ Stuðningsmenn stíga fram Það er einnig ljóst til hvaða kjós- endahóps ÍÞ kemur til með að höfða, þrátt fyrir að vera nýr af nál- inni. Dv.is greindi frá því í vikunni að umsjónarmaður Facebook- hópsins Hermenn Óðins fagni stofnun ÍÞ. Hermenn Óðins er fyrir- bæri að finnskri fyrirmynd og tek- ur lýsing hópsins af öll tvímæli um skoðanir þeirra sem kenna sig við hann: „Við munum ekki sitja heima meðan Íslam nauðgar konum okk- ar og samfélagi.“ Meðal þeirra sem lýst hafa yfir stuðningi við Her- menn Óðins og Íslensku þjóðfylk- inguna er Gylfi Ægisson tónlistar- maður. n Umdeilt plagg Viðbrögðin við stefnuyf- irlýsingu Íslensku þjóðfylkingarinnar hafa verið misjöfn. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ekki bara innflytjendamál Stefnumálin sem minna hefur verið rætt um Meðal annarra mála á stefnuskrá ÍÞ ber að nefna það sem snýr að utanríkismál- um. Flokkurinn styður aðild Íslands að SÞ, NATO, EFTA og norrænu samstarfi en vill endurskoðun á EES með tvíhliða viðskiptasamning við ESB. EES henti ekki íslenskum hagsmunum. Flokkurinn hafnar aðild að ESB og TISA og vill Ísland úr Schengen og hert landamæraeftirlit og mjög herta innflytjendalöggjöf. Innanlands vill flokkurinn stórefla lög-, landhelgis-, og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í eigin vörnum m.a. með endurreisn Varnarmálastofnunar. Þá vilji flokkurinn almenna skuldaleið- réttingu íbúðalána, upptöku ríkisdals sem tengdur yrði Bandaríkjadal, nýtt húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd, hækkun persónuafsláttar í 300 þúsund og að tekjutengingar aldraðra og öryrkja verði afnumdar. Einnig að Landsbankinn verði samfélagsbanki. Þjóðaratkvæðagreiðslur að sviss- neskri fyrirmynd verði teknar upp og íslenskur landbúnaður og íslenskir bústofnar verði varðir og varðveittir. Þá beri að endurskoða fiskveiðistjórn frá grunni, strandveiðar verði gefnar frjálsir og fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskrá. Flugvöllurinn í Reykjavík verði áfram í Vatnsmýrinni, Landsvirkjun ætíð að fullu í eigu þjóðarinnar og ekki verði lagður rafmagnssæstrengur úr landi. Vilja sameina þjóðholla Íslendinga Helgi Helgason er í forsvari fyrir bráðabirgðastjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar þar til aðalfundur verður haldinn. Hann hefur ákveðið að ræða ekki aftur við fjölmiðla að sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.