Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 4.–7. mars 201636 Fólk Viðtal „Við vorum flóttamenn í eigin landi“ Donika Kolica er 19 ára nemandi í Mennta­ skólanum í Reykjavík. Bakgrunnur hennar er ólíkari en allra annarra nemenda því fyrir sjö árum talaði hún ekki stakt orð í íslensku. Hún er múslimi og á ættir sínar að rekja til Kosovo en þar gekk fjölskylda hennar í gegnum miklar raunir í Kosovo­stríðinu þar til að þau ákváðu að koma til Íslands í leit að betra lífi. Hún settist niður með blaðamanni á kaffihúsi í Efra­ Breiðholti og fór yfir sögu fjölskyldunnar og hvernig það var að aðlagast hérlendis. É g flutti til Íslands með mömmu og systkinum mínum árið 2007 en þá hafði pabbi unnið hér á landi í tvö ár,“ segir Don- ika á lýtalausri íslensku. Það er aðdáunarvert að eftir þennan stutta tíma heyrist ekki einu sinni hreim- ur í máli hennar. Fjölskylda Doniku hafði upplifað miklar hörmungar í stríðsátökunum í heimalandi sínu árið 1999 þar sem fjölskyldumeð- limir hurfu sporlaust, heimili þeirra var brennt til kaldra kola og foreldrar Doniku, Ferhad og Lejla, þurftu að vera á vergangi í eigin landi í marga mánuði ásamt þá tveggja ára gamalli dóttur sinni. Hver dagur gat orðið þeirra síðasti en fyrir mildi lifðu þau stríðið af. Þegar því lauk stóðu þau uppi heimilis- og allslaus og Kosovo, fósturjörðin, var í rúst, allir innviðir laskaðir og framtíð fjölskyldunnar í uppnámi. Hertar reglur Meirihluti þeirra sem sækir um hæli hérlendis er frá Albaníu eða Kosovo en líta má svo á að um sé að ræða eina þjóð í tveimur löndum. Enginn umsækjandi frá þessum löndum hefur fengið dvalarleyfi hérlend- is undanfarin ár, að undanskildum albönsku fjölskyldunum tveimur með langveiku drengina sem fengu ríkis borgararétt rétt fyrir síðustu jól. Reglurnar hafa ekki alltaf verið svo stífar. Árið 2005 kom Ferhard Kolica hingað til lands frá Kosovo til þess að vinna í byggingarvinnu og sjá fjölskyldu sinni, sem hann þurfti að skilja eftir í heimalandinu, farborða. Tveimur árum síðar átti hann þess kost að sækja um að fjölskylda hans, eiginkona og þrjú börn, fengju einnig að flytjast til landsins. Það gekk eftir rétt áður en lögum var breytt sem gerði að verkum að Al- banir og Kosovobúar áttu litla sem enga von að hljóta hér dvalarleyfi. Urðu eftir þegar allir flúðu Donika og fjölskylda hennar eru frá borginni Peja sem er um 60 þúsund manna borg í vesturhluta Kosovo. Borgin varð illa úti í stríðinu sem geisaði árið 1999 en um 80 prósent húsa í borginni urðu fyrir miklum skemmdum eða voru gjöreyðilögð. Fjölmargir létu lífið í árásum Serba á borgina, þar á meðal ætt- ingjar Doniku. „Flestir flúðu áður en serbneski herinn náði til borgarinnar, þar á meðal systkini pabba. Eldri systir hans fékk stöðu flóttamanns á Íslandi en bróðir pabba flúði til Ítal- íu. Við urðum hins vegar eftir, ekki síst til þess að annast ömmu mína og langömmu,“ segir Donika. Hún var aðeins tveggja ára þegar stríðið geisaði og byggir því aðeins á frásögnum foreldra sinna. „Ég held að þau hafi hlíft mér við mörgum sögum af þessum tíma, sérstaklega pabbi,“ segir hún alvarleg á svip. Ævintýralegur flótti Stríðið í Júgóslavíu hófst árið 1991 en allt svæðið sprakk í kjölfarið í loft upp eins og púðurtunna. Átök- in náðu af alvöru til Kosovo á fyrri hluta ársins 1998 og stóð stríðið þar í 16 mánuði með gríðarlegum hörmungum fyrir almenna borgara. „Fjölskyldan mín heyrði sprengingarnar í fjarska og fregnir af ferðum serbneska herliðsins voru á allra vörum sem enn voru eftir í borginni. Við vorum tilbúin að flýja, vorum búin að pakka því nauðsyn- legasta auk þess sem mamma hafði sett öll verðmæti, skartgripi og pen- inga, í veski sem hún geymdi á vís- um stað,“ segir Donika. Fjölskyldan var stöðugt á varðbergi en loks kom að ögurstund. Fyrirvarinn var enginn og allt í einu voru serbnesku hermennirn- ir komnir inn í borgina. Fjöl- skylda Doniku, foreldrar, amma og langamma, flúðu í skyndi úr hús- inu enda dauðinn vís ef þau næð- ust. Þau földu sig undir brú í ná- grenninu en þá áttuðu sig á því að mikilvægur hlutur hafði gleymst, veskið. „Án peninga gátum við ekk- ert gert,“ segir Donika. Faðir hennar lagði því í mikla hættuför og hélt til baka í hús þeirra. Hann komst óséður að því og þegar hann hafði fundið veskið þá heyrði hann í hermönnunum fyrir utan húsið. „Það var lítið óuppgert háa- loft á húsinu og hann gat híft sig þangað upp, rétt í tæka tíð því á sömu andrá ruddust hermennirnir inn í húsið. Það stungust naglar upp úr gólfinu sem hann þurfti að leggj- ast á og ekki gefa frá sér eitt einasta hljóð,“ segir Donika. Hermennirnir fínkembdu húsið en áttuðu sig ekki á tilvist háalofts- ins. Þeir héldu síðan í næsta hús og skömmu síðar gat Ferhad flúið hús- ið og haldið til fjölskyldu sinnar sem enn var í felum undir brúnni. Minningarnar fuðruðu upp „Pabbi var sá síðasti í fjölskyldunni sem sá húsið okkar. Það var byggt árið 1920 og mér skilst að það hafi verið eitt flottasta húsið í borginni, hannað af þekktum rússneskum arkitekt,“ segir Donika. Kolica-fjöl- skyldan hafði verið vel efnum búin á árum áður en langafi Doniku var stórbóndi sem átti fjölmargar jarðir. Auður fjölskyldunnar hafði aftur á móti verið tekin úr höndum henn- ar í valdatíð júgóslavneska ein- ræðisherrans Titos en eftir stóð ætt- aróðalið. „Í þessu húsi höfðu nánast allir í fjölskyldu minni alist upp. Ég vildi óska að við ættum myndir af því en allt slíkt, sem rúmaðist ekki í ferðatöskunni og veskinu, fuðraði upp í brunanum,“ segir Donika. Serbneskir hermenn lögðu eld að öllum húsum í götunni og ættaróðal fjölskyldunnar brann til kaldra kola. Faðir hennar talinn af Þegar faðir Doniku komst heilu og höldnu til fjölskyldu sinnar sem enn var í felum undir brúnni þá tók hann þá ákvörðun að senda Lejlu, eigin- konu sína, með Doniku fótgangandi til Svartfjallalands en þaðan er móð- ir Doniku ættuð. „Hún gat komist hraðar yfir ein með mig en með ömmu og langömmu. Pabbi varð til dæmis að halda á langömmu okkar á háhesti,“ segir Donika. Langamma Doniku lést árið 2006 en þá var hún 106 ára gömul. „Við kvörtum yfir einu stríði en hún gekk í gegn- um báðar heimsstyrjaldirnar og svo Kosovo-stríðið undir lok ævinnar. Hún var algjör nagli,“ segir Donika og brosir. Mæðgurnar ferðuðust yfir fjöll og firnindi og reglulega komu upp að- stæður þar sem þær mæðgur þurftu að fela sig í fyrir serbneskum her- mönnum. Þær sluppu blessunarlega með skrekkinn og komust heilu og höldnu til Svartfjallalands þar sem foreldrar Lejlu bjuggu. Þar var þeim ekki vært og því héldu þau öll fjögur til Skopje, höfuðborgar Makedóníu, þar sem þau biðu frétta af örlögum Ferhads. Faðir Doniku var hvergi sjáanlegur og fjölskyldan var aðskil- in í marga mánuði. „Flestir töldu að pabbi hlyti að vera dáinn. Að hann hefði verið gripinn á flóttanum og þá þyrfti ekki að spyrja að leikslokum,“ segir Donika. Serbneski herinn var miskunnar- laus og almennir borgarar í Kosovo voru hiklaust skotnir og komið fyrir í ómerktum gröfum. Flóttamenn í eigin landi Það reyndust þó blessunarlega ekki örlög Ferhads. Hann hafði vissu- lega lent í miklum raunum á flótt- anum en komst lífs af ásamt móður sinni og ömmu. Það var svo loks við landamæri Makedóníu sem móðir Doniku sá eiginmann sinn hinum megin við landamæragirðinguna og öskraði til hans. Stundin var tilfinningaþrungin og Donika verður klökk þegar hún lýsir atburðarásinni fyrir blaða- manni. Fjölskyldan var sameinuð a ný en þau þurftu samt sem áður að vera stöðugt á ferðinni milli Makedóníu, Kosovo og Albaníu allt til loka stríðsins. „Við vorum flótta- menn í eigin landi og áttum engan öruggan samastað. Ég man auð- vitað ekkert eftir þessum tíma en reynslan var foreldrum mínum eðli- lega þungbær. Matur var af skorn- um skammti og fólk neyddist til þess að vera skítugt í sömu tötrun- um mánuðum saman. Ég fæ sting í hjartað þegar ég sé myndir af flótta- mönnunum sem nú streyma frá Sýr- landi. Sérstaklega þegar ég sé lítil börn sem ríghalda dauðhrædd í for- eldra sína, vitandi að ég var í þessum sporum,“ segir Donika. Til Íslands að vinna Með ótrúlegum dugnaði, viljastyrk og í raun heppni lifði fjölskyldan stríðið af en því lauk um mitt ár 1999. Þegar ljóst var að öllu var óhætt þá sneru þau aftur til heimahaganna en þar mætti þeim fullkomin eyði- legging. „Borgin var í rúst og með- al annars höfðu öll húsin í götunni okkar verið brennd til grunna,“ seg- ir Donika. Faðir Doniku hófst þegar handa við að byggja annað hús og þegar því var lokið þá tók við erfið lífsbarátta enda allt þjóðfélagið í lamasessi og enga vinnu að hafa. Hjónin eignuð- ust tvö börn eftir stríðið, Dritero árið 2000 og Dinu árið 2003. Rúmum fimm árum síðar ákvað Ferhad að fara til systur sinna til Íslands sem gat útvegað honum vinnu á margfalt hærri launum en buðust í Kosovo. Tveimur árum síðar gat hann síðan sent eftir eiginkonu sinni og börnum en þá var Donika orðin 10 ára gömul. Ömmusystirin hringir oft á dag „Ég fékk vægt sjokk þegar við komum hingað. Allt var öðruvísi en heima, sérstaklega veðrið,“ segir Donika og hlær. Hún átti erfitt með að flytja sig um sess og kveðja ættingja og vini heima fyrir. „ Fjölskyldan skiptir gríðarlegu máli í Kosovo, til dæmis hringir ömmusystir mín, sem enn býr í Peja, oft á dag í mig á Viper,“ segir Donika brosandi. Það að föðursystir hennar og fjöl- skylda hennar skyldu vera hér skipti miklu máli og auðveldaði þeim að aðlagast fljótt og vel. „Það hjálpaði eflaust líka að ég hef alltaf verið fé- lagslynd og tala mjög mikið [hlær]. Það hjálpaði mér að eignast vini og koma mér fyrir. Ég byrjaði einnig að tefla og áður en ég vissi af var ég kominn á fullt í skáksamfélagið hér- lendis. Þar var mér tekið opnum örmum og margt af því fólki er mér eins og fjölskylda í dag,“ segir Don- ika hlýlega. Lærði íslensku á sjö mánuðum Donika gekk tvo mánuði í Hjalla- skóla í Kópavogi en síðan fluttist fjölskyldan í Hólahverfið í Breiðholti og þaðan lá leið hennar í Hóla- brekkuskóla. Á innan við sjö mánuð- um frá komu Doniku til Íslands var hún orðin altalandi á þessu erfiða tungumáli. „Íslenska málfræðin er ekkert mál, hún er mjög svipuð og albanska málfræðin. Skortur á orða- forða hrjáir mig eitthvað en hann Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Ég held að þau hafi hlíft mér við mörgum sögum af þessum tíma, sérstaklega pabbi. „Borgin var í rúst og meðal annars höfðu öll húsin í götunni okkar verið brennd til grunna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.