Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 60
Helgarblað 4.–7. mars 201644 Sport Glæsilegur bíll með miklum aukabúnaði! M.BENZ C 220 BLUETEC AVANTGARDE Nýskráður 10/2014, ekinn 9 Þ.km, dísel 170hö, sjálfskiptur 7 gíra. Bakkmyndavél, lyklalaust aðgengi og start, Íslenskt leiðsögukerfi, krómpakki, öryggispakki , LED ljósapakki, inrétting- arpakki, rafmagnsopnun/-lokun á skottloki, USB, bluetooth og aux tengi og fleiri aukahlutir. Verð 7.990.000. OKKAR BESTA VERÐ 6.990.000 kr. Raðnr. 254705 á www.BILO.is S í m i: 567 4 8 4 0 • Fu n a h ö fð i 1 • 110 R v k . • b i l o@b i l o. i s • w w w. b i l o. i s Blindur skákmaður í bann fyrir svindl n Stein Tholo Bjørnsen var byrjandi í íþróttinni en tefldi 66 óaðfinnanlegar skákir H inn fimmtugi Svein Tholo Bjørnsen hefur að öllum líkindum teflt sína síðustu skák. Skákferill hans hófst fyrir 18 mánuðum þegar hann tók þátt í sínu fyrsta skákmóti í Noregi og frá fyrsta leik mátti greina að leikurinn átti vel við hann. Fram- farirnar voru stórkostlegar sem er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að Bjørnsen er blindur og þurfti því að hafa talsvert meira fyrir því að tefla en aðrir. Á þessu hálfa ári tefldi Svein Tholo Bjørnsen 66 skákir í mótum áhugamanna og tapaði ekki einni einustu. Til að byrja með vakti hann enga athygli en eftir því sem mótin urðu sterkari fór árangur hans að vekja mikla eftirtekt í Noregi þar sem skáklistin nýtur mikilla vinsælda – þökk sé framgöngu heimsmeistarans Magnus Carlsen. Óaðfinnanlegar skákir Bjørnsen fóru fljótlega að vekja grunsemdir enda er skák gríðarlega flókinn leikur þar sem möguleikarnir eru nánast óendanlegir og því miklar líkur á mistökum, sérstaklega hjá byrjendum. Þekktir skákmenn í Noregi fóru að rannsaka skákir Bjørnsen og komust að því að í skákum hans var 96% fylgni á milli þeirra leikja sem Bjørnsen valdi og þeirra leikja sem sterkasta skáktölva heims mælti með. Til samanburðar þykir heimsmeistarinn Magnus Carlsen vera allt að því ómannlegur og þegar best lætur er fylgni hans um 87%. Fljótlega fóru grunsemdir manna að beinast að upptökutæki sem Bjørnsen notaðist við. Eins og aðrir blindir skákmenn þá notaðist hann við sérstakt borð þar sem hægt var að þreifa á borðinu og mönnunum. Þar lék Norðmaðurinn leiki sína en síðan þurfti andstæðingurinn eða aðstoðarmaður að framkvæma leikina á sjálfu borðinu. Til þess að rétt sé haft við þá taka blindir skákmenn upp skipanir beggja keppenda um hvaða leik eigi að leika á þar til gert upptökutæki. Bjørnsen notaðist við heyrnartól sem hann tengdi við upptökutækið, að eigin sögn til þess að rifja upp leiki andstæðingsins. Hins vegar náðust myndir af honum með Bluetooth-heyrnartól sem gerðu honum mögulega kleift að vera í sambandi við aðstoðarmann sem gæti hafa sent honum uppástungur. Fjölmargar blaðagreinar voru skrifaðar í Noregi um ásakanirnar á hendur Stein Tholo Bjørnsen. Hann neitaði þeim öllum staðfastlega en svo fór þó að norska skáksambandið ákvað að lagt yrði fyrir hann próf þar sem raunverulegur skákstyrkleiki hans yrði kannaður. Bjørnsen var vígreifur til að byrja með og sagðist ánægður með að fá að sanna sakleysi sitt. Síðar dró hann þó í land, vildi ekki taka prófið sagðist upplifa að búið væri að dæma hann fyrirfram. Hann væri til dæmis hræddur um að streita myndi valda því að hann næði ekki að sýna sitt rétta andlit í prófinu. Í viðtali við lítið dagblað í heimasveit sinni sagði hann: „Það er búið að drepa gleðina sem ég hafði af taflmennskunni. Ég er hræddur um að ég hafi teflt mína síðustu skák.“ Í framhaldinu dæmdi norska skáksambandið Bjørnsen í ótímabundið bann frá skákiðkun þar til hann undirgengst prófið, drengilega. n Dæmdur í bann í þremur öðrum greinum Þegar umfjöllun norskra fjölmiðla um „skáksvindlið“ stóð sem hæst fóru að berast fréttir af vafasamri fortíð Steins Tholo Bjørnsen í öðrum íþróttum. „Hann var dæmdur í sex mánaða keppnisbann í kraftlyftingum fyrir lyfjamisferli auk þess sem heimildir mínar herma að hann hafi verið dæmdur í keppnisbann í vaxtarrækt og ólympískri glímu,“ segir norski blaðamaður Terjei Svensen hjá Scandinavia Online í samtali við DV. Svensen heldur einnig úti skákfrétta- síðunni Matt & Patt en þar hefur hann fjallað ítarlega um mál Bjørnsen. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Það er búið að drepa gleðina sem ég hafði af tafl- mennskunni Stein Tholo Bjørnsen Skákíþróttin er fjórða íþróttagreinin sem hinn blindi Norðmaður hefur verið dæmdur í keppnis- bann í. Mynd RoaR næRheiM Stein Tholo að störfum Hér sést blindraborðið sem Stein Tholo notar við skák- iðkunina. heyrnartólin Í eyrunum e ru svo hin meintu Bluetooth-heyrn artól. Maðurinn í gula bolnum er aðstoða rmaður hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.