Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 75

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 75
Helgarblað 4.–7. mars 2016 Menning 59 Óhreinu börnin hennar Betu náði aldrei almennilega út fyrir Bret- landseyjar – svæðisbundið slangrið og hreimurinn var sagður standa í vegi fyrir frekari vinsældum vestanhafs. Í breskum fjölmiðlum varð grime hins vegar smám saman að sam- heiti fyrir ofbeldi, vegna nokkurra ofbeldis atvika á tónleikum, auk þess sem grime-listamaðurinn Crazy Titch var dæmdur fyrir morð. Blaðamenn tengdu ofbeldið ekki aðeins við það úr hvaða jarðvegi hún spratt – úr fá- tækum hverfum þar sem ofbeldi var mikið – heldur einnig við tónlistina sjálfa. „Grime er í eðli sínu tónlist inn- ilokunarkenndar og reiði,“ skrifaði Ned Beauman í The Guardian árið 2006. Næturklúbbar bönnuðu tiltekin grime-lög, eins og Forward (Pow) með Lethal Bizzle, vegna þess að slagsmál voru sögð hefjast í hvert skipti sem lag- ið var spilað. Tónlistin var vissulega ágeng, bæði takturinn og umfjöllunarefnin, enda fæddist hún í hverfum sem eru afskipt af yfirvöldum nema þegar lögreglan sér ástæðu til að stoppa og leita á ung- um svörtum karlmönnum af engri sýnilegri ástæðu, í hverfum þar sem tækifæri til tjáningar og framtíðar eru takmörkuð. Lögreglan gegn grime-inu Lögreglan hefur hins vegar notað slagsmál á tónleikum sem átyllu til að koma ítrekað í veg fyrir grime-kvöld – vegna nafnlausra ábendinga um mögulegt ofbeldi. Þá hefur tónleika- höldurum verið gert erfitt fyrir með hinu alræmda eyðublaði 696 sem þarf að skila til yfirvalda tveimur vikum fyr- ir alla viðburði. Á eyðublaðinu er ekki aðeins beðið um full nöfn og bak- grunnsupplýsingar allra sem taka þátt í viðburðinum heldur var allt til ársins 2008 beðið um upplýsingar um aldur og kynþátt þeirra sem líklegastir væru til að mæta á viðburðinn. Það kem- ur kannski ekki á óvart að grime-við- burðir, sem voru að mestu leyti sóttir af ungum svörtum Bretum, skyldi ítrekað verið neitað um leyfi. Því er ekki furða að grime-senan skilgreini sig oft í andstöðu við valdastofnanir og ríki. Og þó að textarnir hafi hingað til ekki látið sig heimsmálin varða er harkan og reiðin sem brýst út í list- sköpuninni hápólitísk. Tónlistin er innlegg í umræður um tilhneigingu lögreglunnar til að stöðva unga svarta karlmenn og leita á þeim án nokkurrar ástæðu. Hitinn í þeim málum náði hámarki árið 2011 þegar ungur svartur maður, Mark Duggan, var skotinn af Lundúnalögreglunni og mikil mótmæli spruttu upp í kjölfarið – en hinn myrti var nátengdur ýmsum grime-stjörnum. Þegar alþjóðlegi slagarinn Shut- down með Skepta er skoðaður liggja allar þessar víddir undir: myndbandið tekið upp í Barbican þar sem lögregla kom í veg fyrir stóra grime-tónleika án þess að gefa upp ástæðu. Þegar myndbandið var frumsýnt hélt Skepta ólöglega tónleika á bílastæði í Shore- ditch-hverfinu í Austur-London og fékk tvö þúsund tónleikagesti til að hrópa „Fuck the Police“ áður en hann lék lagið. Menningarblaðamaðurinn Dan Hancox hefur jafnvel talað um að grime stefni í að verða mikilvægasta mótmælatónlist ársins 2016. Gerðu-það-sjálfur Vegna áhugaleysis fjölmiðla og hins alræmda orðspors var grime-senan grafin neðanjarðar í heilan áratug en þar hefur hún þroskast og slípast til. Þar hefur skapast sterkt gerðu-það- sjálfur viðhorf þar sem stór útgáfu- fyrirtæki eru litin hornauga og til- raunir til að hljóma amerískur álitnar hjákátlegar. Útlitslega eru grime- listamennirnir naumhyggjulegri en glysgjarnir rapparar í Bandaríkjun- um, stórir hópar svartklæddra ung- menna, einfaldir íþróttagallar og der- húfur eru einkennisklæðnaðurinn. „I don't wear no bait designer brands, I spit deep bars in my black top,“ rappar JME. Frekar en hefðbundnar boðleiðir tónlistarbransans er það internetið með öllum sínum Youtúbum, Sound- kládum og spjallborðum sem er ábyrgt fyrir því að breiða út boðskap- inn að undanförnu. Bræðurnir Skepta og JME, sem hafa verið einhverjir helstu drifkraftar senunnar í áratug, eru loksins að njóta árangurs erfiðis- ins með lögum á borð við Shutdown, #Thatsnotme og Man Don‘t Care. Yngri rapparar á borð við Stormzy, Krept & Konan, Lady Leshurr og Novelist eru einnig farnir að vekja athygli beggja vegna Atlantshafsins. Hefðbundnar stofnanir bresks tón- listarlífs hafa hins vegar verið vand- ræðalega lengi að taka við sér. Það þurfti sjálfan Kanye West til að koma grime-listamönnum upp á svið bresku tónlistarverðlaunanna í fyrra. Þá fékk hann Skepta til að taka stóran hóp svartklæddra grime-listamanna með sér upp á svið. Á verðlaununum í f ebr- úar þar sem verðlaunað var fyrir árið 2015 – árið sem hefur verið nefnt ár grime–sins – hlutu listamennirnir engar viðurkenningar. En viðurkenningin kom sama kvöld þegar tilkynnt var að Kanada- maðurinn Drake, ein stærsta popp- stjarna heims um þessar mundir, hefði skrifað undir útgáfusamning við Boy Better Know, örútgáfu í eigu Skepta og JME. Fyrir utan þessa tvo risa hafa bandarískir rapparar á borð við A$AP Rocky og Wiz Khalifa sýnt senunni áhuga og talað um þá sem áhrifavalda. Í fyrsta skipti virðist Bretland ætla að hafa afgerandi áhrif á rappheiminn. n Shutdown Skepta hefur verið í framvarðarsveit grime-tónlistar- innar í meira en áratug og virðist nú vera að leiða senuna til heims- frægðar – meðal annars með slagaranum Shutdown. n Breska grime-tónlistin stefnir á heimsyfirráð n Félagsíbúðir, íþróttagallar og ofbeldi Litabreytingar í húð Ör / húðslit Húð með lélega blóðrás / föl húð Öldrun og sólarskemmdir í húð / tegjanleiki húðar Blandaða og feita húð / stíflaðir fitukirtlar Hin upphaflega JURTA HÚÐENDURNÝJUN Árangur um allan heim í yfir 50 ár. Máttur náttúrulegrar fegurðar www.vilja.is avis.is 591 4000 Frá 1.650 kr. á dag Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur Á R N A S Y N IR NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAM- LEGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.