Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 56
Helgarblað 4.–7. mars 201640 Fólk Viðtal - Leiðandi á leiksvæðum jh@johannhelgi.is • johannhelgi.is HEILDARLAUSNIR FYRIR LEIKSVÆÐI Uppsetningar, viðhald og þjónusta • Útileiktæki • Girðingar • Gervigras • Hjólabrettarampar • Gúmmíhellur • Fallvarnarefni Tilboð á Lappset útileiktækjum 2016 Leitið til sölumanna í síma 565 1048 prinsessuna Henríettu, sem er örlítið andsetin. Ég nýt þess mjög að leika hana. Hópurinn sem að sýningunni kemur er frábær og það er alltaf gam- an að mæta í vinnuna og sýna þessa sýningu. Það er eitthvað nýtt á hverri einustu sýningu. Ég fékk oft að heyra þennan frasa í skólanum, að engin sýning væri eins, en ég skildi hann aldrei almennilega. Nú geri ég það hins vegar. Málið er að maður mætir alltaf nýjum sal og er alltaf svolítið að rannsaka hann á sviðinu. Salurinn er nefnilega líka mótleikari og maður þarf að kunna að hlusta á hann þó maður breyti ekki sýningunni.“ Katrín er líka að leika í öðru verki í Þjóðleikhúsinu sem heitir Um það bil og er sýnt í Kassanum. Hún segir þessi tvö verk vera skemmtilega ólík og gaman að fá að takast á við þau á sama tíma. „Ég þarf að stilla mig inn á allt annað orkustig þegar ég er að leika andsetna prinsessu á stóra sviðinu en þegar ég er að leika í Um það bil, þar sem ég fer með nokkur hlutverk. Það er miklu minna rými og ég bókstaflega horfi í augun á áhorf- endum. Þar þarf maður sérstaklega mikið að lesa salinn og mynda sam- band við áhorfendur sem eru partur af verkinu.“ Hún viðurkennir að hafa verið mjög heppin með byrjunarverk. „Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hringdi í mig og bauð mér samning hjá Þjóðleikhúsinu sem ég þáði sigri hrósandi í símann. Það var virkilega ánægjulegt. Það er gott að vinna hjá Þjóðleikhúsinu, frábært samstarfs- fólk og allir eru með það að mark- miði að gera eins vel og þeir geta. Allar deildirnar vinna saman að því að gera metnaðarfullar sýningar. En þetta er auðvitað bara rétt að byrja. Þetta er bara eitt stórt ferða- lag,“ segir hún sposk á svip. Næsta verkefni á dagskrá er Djöflaeyjan og hefjast æfingar í vor, en verkið verð- ur frumsýnt í haust. Heillaðist af spunanum Katrín lætur tvær áðurnefndar sýn- ingar ekki duga. Hún er hluti af spunahópnum Improv Ísland sem nýlega byrjaði með vikulegar sýn- ingar á miðvikudagskvöldum í Þjóðleikhúskjallaranum. Hún heill- aðist af spunaforminu um leið og hún komst í kynni við það. „Mér finnst ég svo heppin að hafa komist inn í þennan hóp og varð algjörlega heilluð þegar ég kynntist honum fyrir tveimur árum. Þetta er eitt- hvað sem ég finn mig vel í og er full- komið samhliða leikhúsinu. Þetta gerir mig að betri leikkonu og betri manneskju. Heimspekin í spunan- um er svo falleg. Þetta snýst um að vera í núinu. Það er ekki hægt að vera í fortíðinni eða framtíðinni. Við byggjum á því sem mótleikarinn er að segja hér og nú.“ Aðspurð segir Katrín það vissu- lega geta verið erfitt að þurfa að spinna söguþráð á staðnum, en þau notast við svokallaða spunatækni. „Þetta er aðferðarfræði í gríni sem allir helstu grínleikarar vestanhafs hafa lært. Ég er líka að kenna byrj- endanámskeið hjá Improv Ísland í þessari spunatækni. Það er mjög gaman að geta miðlað einhverju til annarra.“ Engar tvær sýningar eru því eins og fólk getur komið aftur og aftur og alltaf upplifað eitthvað nýtt í hvert skipti. Katrín segir fólk einmitt gera það, en hún veit til þess að ein- hverjir hafi séð allt upp í fjórar sýn- ingar í röð. Katrín bendir jafnframt á að spuninn geti opnað endalausa möguleika fyrir þá sem hann iðka og sjálf er hún farin að skrifa „sketsa“ sem henni þykir mjög skemmtileg viðbót við það að leika. Setti upp Rent sjö ára Katrín ólst upp í Mosfellsbæ fram að tíu ára aldri, en þá flutti fjöl- skyldan í Neskaupstað þar sem faðir hennar tók við prestsembætti. Áður en þau fluttu starfaði móðir hennar í miðasölu Þjóðleikhússins og það var fyrsta tengingin við leikhúsið. „Ég varð algjörlega heltekin af leik- húsinu. Fór á fullorðinssýningar sem krakki. Oft á sömu sýningarn- ar. Svo fór ég að sjálf að setja upp leiksýningar í stofunni heima. Það var fastur liður í hverju jólaboði að sýna leikrit. Ég og frændsystkin mín vorum saman í þessu. Það var mjög eftirminnilegt þegar við settum upp Rent. Við æfðum það mjög lengi og ég man eftir því að hafa hjálpað systur minni að sprauta sig með heróíni,“ segir Katrín og skellir upp úr. „Við vissum auðvitað ekkert hvað við vorum að gera, sjö og átta ára gamlar. En það var mikil innlifun í þessu hjá okkur og mikill leiksigur.“ Þegar Katrín fluttist svo í Neskaupstað þá missti hún tenginguna við leikhúsið og það þótti henni erfitt. Hún reyndi þó að gera gott úr því sem hún hafði fyrir austan. „Ég er algjör sveitatútta og fannst æði að vera þarna. En þetta er lítið samfélag og auðvelt að verða utanveltu. Ég var feitur krakki og prestsdóttir í þokkabót. Það var ágætis ávísun á það að vera tekin fyrir. Ég var ekki tekin inn í hópinn þó að ég ætti nokkra góða vini inni á milli.“ Flogið á Bessastaði Þarna var auðvitað um að ræða ein- elti en Katrín vill alls ekki barma sér yfir því. Sér þetta frekar sem reynslu sem hún byggir á í dag. „Það getur auðvitað alltaf verið erfitt fyrir barn að koma nýtt inn í svona lítið samfé- lag. Það þarf að sanna sig en ég lagði bara ekki í það. Svo var mikið lagt upp úr íþróttum þarna fyrir austan en ég tengdi ekki við það.“ Katrín hélt áfram að vera sú sem hún var. Hélt áfram að vera skap- andi og um leið og hún fékk krakk- ana með sér í að setja upp leikrit þá dró úr því að hún væri tekin fyrir. „Kennarinn minn var mjög fljótur að sjá hvar áhugi minn lá og studdi mig í því. Þá fékk ég að gera mitt í friði. Svo fór ég líka að skrifa leikrit og ljóð og varð meira að segja verð- launaskáld,“ segir Katrín og skellir upp úr. „Mér var flogið suður þar sem ég tók á móti verðlaunum frá forsetanum á Bessastöðum. Þetta var einhver ljóðasamkeppni og ég samdi rosalega dramatískt ljóð um lamb sem lá á grafarbakkanum. Þetta þótti mér afskaplega gaman. Ég var alltaf í þessu sem krakki, var algjör kerling, að búa til leikrit og skrifa ljóð. Á tímabili íhugaði ég alvarlega hvort ég ætti kannski að fara út í það að semja, en það er eitt- hvað sem ég geri bara samhliða því sem ég er að gera.“ Fór á öll böllin Þegar kom að því að fara í mennta- skóla, langaði Katrínu að fara aftur suður en foreldrar hennar voru ekki jafn hrifnir af þeirri hugmynd. „Mig langaði svo að fara suður í MH. Hafði heyrt að það væri svo flott leikfélag þar. En sem betur fer leyfðu mamma og pabbi mér ekki að fara. Það er verkmenntaskóli í Neskaupstað, staðsettur tveimur götum frá heimili mínu þar og ég fór þangað. Kláraði stúdentsprófið á þremur árum í stað- inn og fór svo suður. Það var mjög gaman í skólanum og mínar bestu vinkonur eignaðist ég á þessum tíma. Þarna byrjaði partíið. Við fórum að fara á böll og slíkt,“ segir Katrín, en vinum hennar fyrir sunnan þykir alltaf jafn fyndið að heyra að hún hafi farið á sitt fyrsta ball með Vinum vors og blóma í Valhöll á Eskifirði, ekki eldri en hún er. „Þetta hljómar eins og ég sé gömul bóndakerling. En þetta var algjör geðveiki. Við vorum að keyra um miðja nótt á einhver böll á Fáskrúðsfirði, ég þakka Guði fyrir að vera enn á lífi eftir þetta. Við vin- konurnar fórum á hvert einasta ball og létum ekki eina útihátíð fram hjá okkur fara. Þetta var mjög skemmti- legur tími og ég fegin að hafa ekki farið suður. Auðvitað átti ég að búa heima eins lengi og ég gat.“ En viðhorfið var ekki alveg það sama á sínum tíma þegar foreldrar Katrínar voru að banna henni að fara. „Ég var alveg brjáluð yfir því, en svo klárar maður sitt. Amma Kata sagði alltaf, ef maður byrjar á ein- hverju, þá klárar maður það.“ Það gerist ekkert gáfulegt á barnum Þegar Katrín hélt suður var hún búin að sækja um í prufur fyrir leiklistar- námið í fyrsta skipti. Þá aðeins 18 ára. En hún komst í lokahópinn. Hún viðurkennir að fyrsta höfnunin hafi verið mjög erfið. „Ég var komin svo nálægt þessu, en svo fór ég að gera eitthvað annað. Ég stefndi samt alltaf að þessu. Svo er ég í dag mjög góð vinkona allra kennaranna sem ég gat ekki heilsað úti á götu, eftir að þeir höfnuðu mér. Rosalega dramatísk. Svo útskrifast maður og þá eru þetta kollegar manns. Ég var svo brothætt og tók þessu mjög persónulega en hef þroskast mikið síðan þá. Það er svo frábær skóli að fá ekki strax eitthvað sem mann langar í. Það er frábært að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Ég lifi mikið eftir því að það er gott að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Það er ekkert sjálfgefið,“ segir Katrín einlæg og heldur áfram: „Eins og þegar ég komst inn í skól- ann, þá fór ég að skoða sjálfa mig mikið. Mér fannst til dæmis ekki gaman lengur að drekka áfengi. Ég ákvað því á fyrsta árinu í náminu að hætta að drekka. Það er besta ákvörðun sem ég hef tekið. Áfengið var farið að taka miklu meira frá mér en það var að gefa mér. Ég er algjör partístelpa og ég elska ennþá að fara í partí. Hitta fólk og hafa gaman. Ég bara þarf ekki áfengi til þess. Ég eyði peningunum mínum og orkunni í annað.“ Katrín segist hafa hugsað um að hætta að drekka í smá tíma áður en hún lét verða af því. Það var því ekkert eitt atvik sem var kornið sem fyllti mælinn hjá henni. „Mér fannst þetta bara orðið leiðinlegt, ég var orðin leiðinleg og ég áttaði mig á því að það gerist ekkert gáfulegt á barnum. Ég er ekki að missa af neinu. Það var mikill léttir að taka þessa ákvörðun og allt í einu fór ég að hafa meira pláss til að einbeita mér að einhverju öðru. Ég hefði ekki tíma til að gera allt það sem ég er að gera í dag ef ég væri alltaf á barnum.“ Hún viðurkennir að sumum vina hennar hafi þótt skrýtið að hún hafi ákveðið að hætta að drekka en bendir réttilega á að auð- vitað snúist þetta fyrst og fremst um hana sjálfa, engan annan. „Þú getur bara lifað fyrir þig, ekki aðra.“ Meiri vinkona en stjúpmóðir Katrín er í sambandi með Hallgrími Jóni Hallgrímssyni trommuleikara en þau hafa verið saman í sex ár. „Það helst vel í hendur að vera bæði að vinna í þessum geirum, hann er í tónlistinni og ég í leiklistinni. Stund- um erum við lítið sem ekkert heima og stundum erum við mikið heima. Við getum líka leitað til hvort annars með hugmyndir og ég fæ allan þann stuðning sem ég þarf frá honum. Hann er kannski bara ekki nógu góð- ur að nenna að lesa texta á móti mér. Það tekur á að vera með leikara,“ segir Katrín og hlær. Þrettán ár eru á milli Katrínar og Hallgríms og hann átti fyrir einn strák sem er að verða 18 ára. Katrín er sjálf 26 ára svo hún er nær stjúpsyninum í aldri en kærastanum. „Ég var svo heppin að hann Óðinn fylgdi með. Við erum mjög góðir vinir. Hann er svo skemmtilegur gaur,“ segir Katrín sem lítur fyrst og fremst á sig sem vinkonu Óðins, en ekki stjúpmóður. „Ég myndi aldrei geta sagt Óðni hvað hann á að gera,“ bætir hún við. n „Áfengið var farið að taka miklu meira frá mér en það var að gefa mér. Setti upp leikrit Katrín var snemma mjög áhugasöm um leikhús, enda starfaði móðir hennar í miðasölu Þjóðleikhússins. Hún var dugleg að setja upp leikrit í fjölskylduboðum sem barn. Mynd ÞoRM- aR VigniR gunnaRSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.