Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 48
Helgarblað 4.–7. mars 20168 Byggt frá grunni - Kynningarblað Stólpi Gámar: 30 fermetra gámahús á Verk og vit F yrirtækið Stólpi Gámar lætur setja upp tvö samtengd gámahús á sýningunni Verk og vit sem haldin verður í Laugar- dalshöllinni dagana 3.–6. mars. Á staðnum verður fulltrúi fyrir- tækisins CONTAINEX sem framleiðir og byggir húsin og mun hann útskýra notkunarmöguleika húsanna, svara spurningum gesta og vera almennt til skrafs og ráðagerða. „Á sýningunni er fyrst og fremst verið að kynna lausnir fyrir verktaka og byggingar. Við verðum þarna með tvö uppsett gámahús þar sem skoða má ýmsar útfærslur á gluggum og öðrum útbúnaði. Við sýnum tvö sam- sett gámahús sem gera samtals 30 fermetra,“ segir Hilmar Hákonarson, sölustjóri Stólpa Gáma. „Hús af þessu tagi eru gjarnan not- uð á byggingarsvæðum sem vinnu- búðir. Hins vegar má einnig eiga von á gestum á sýninguna sem hafa áhuga á þessari lausn sem gestahúsi við sum- arbústaðinn sinn og jafnvel er hægt að setja saman heilu sumarbústaðina úr þessum einingum. Það er mikill áhugi fyrir svona fljótlegum lausnum. Þetta er mjög ódýr kostur en einnig afskap- lega þægilegur, þetta er bara tilbúið og það eina sem þarf að gera er að tengja húsið við rafmagn,“ segir Hilmar. Leigja út allar gerðir af gámum Stólpi Gámar ehf. var stofnað árið 2006 til að halda utan um viðgerðir, sölu og leigu á gámum og gámahús- um. Athafnasvæði Stólpa Gáma er að Klettagörðum 5 í Reykjavík en þar fer fram sala og leiga á gámum sem og viðgerðir og endurbætur á stálgámum, einkum þurrgámum, opnum gám- um og gámafletum. Gámaleiga er stór þáttur í starfsemi fyrirtækisins. „Leiga á kæli- og frystigámum hef- ur farið vaxandi hjá okkur. Við erum núna að koma nýjum frystigámum í umferð sem fara í útleigu. Þetta nýtir sjávarútvegurinn sér mikið sem og kjötvinnslur. Einnig eru þessir gámar úrræði sem verslanir nýta sér gjarnan þegar kemur upp bilun í kæli,“ segir Hilmar. Stólpi Gámar býður þrjár stærðir af frystigámum; tíu feta gáma sem eru þriggja metra langir, 20 feta sem eru sex metra langir og 40 feta sem eru 12 metra langir. „Það hefur oft komið fyrir að við höfum sett upp frystigáma við hliðina á stórum matvöruverslunum vegna skyndilegrar bilunar í frystigeymslum – eða vegna viðhalds og tæmingar á frystigeymslum fyrirtækjanna,“ segir Hilmar. Þessa þjónustu er yfirleitt hægt að fá með engum fyrirvara því Stólpi Gámar hefur nær alltaf tiltæka frysti- gáma sem eru tilbúnir til notkunar hvenær sem er. Notadrjúgir geymslugámar Svokallaðir búslóðagámar eru eins og nafnið gefur til kynna nýttir til geymslu búslóða en að sögn Hilm- ars eru þeir til margs konar annarra nota svo réttnefnið er í raun geymslu- gámar: „Þeir nýtast til dæmis sem aukalagerpláss hjá verslunum og það er hægt að nýta sér þetta á svo margan hátt – enda er töluvert um að fyrirtæki not- færi sér þessa möguleika. Við getum geymt gáminn sem er í notkun hjá okkur ef ósk- að er. Við erum búnir að kaupa 100 nýja geymslugáma til að mæta vax- andi eftirspurn en við höfum næga gáma tiltæka til að mæta þessum þörfum fyrirtækja. Þetta eru splunku- nýir gámar sem eingöngu eru notaðir til geymslu á búslóðum eða vörum – í þetta fara bara hreinir og þurrir hlut- ir.“ Nánari upplýsingar um starf- semi fyrirtækisins eru á vefsíðunni stolpigamar.is en öllum fyrirspurnum er einnig svarað í síma 568 0100. n Frá einföldum hillum upp í sérhönnuð milligólf Metalsistem hillukerfin er að finna í vel flestum fyrirtækjum landsins M etalsistem hillukerfin eru boðin í stöðluðum stærðum til samsetn- ingar. Hillukerfin eru hönnuð af Metalsistem með það í huga að sameina lámarksþyngd stáls með miklum styrkleika samkvæmt viðtekinni venju hjá Metalsistem, ásamt því að forðast að nota hvers kyns bolta, rær eða suður,“ segir Kristinn Gestsson, framkvæmdastjóri Ísoldar ehf. „Milligólfin hafa einnig komið sér vel fyrir fjölmörg fyrirtæki hér á landi sem hafa annaðhvort get- að nýtt sér þá lofthæð sem fyrir er eða byggt upp í nýju húsnæði. Að- lögunarhæfni hillukerfanna gerir það að verkum að hægt er aðlaga þau að öllum helstu starfsgrein- um. Hillukerfin frá Metalsistem á Ítalíu hafa verið okkar helsta sölu- vara og er hillukerfi frá þeim að finna í vel flestum fyrirtækjum og heimilum landsins,“ segir Kristinn. Ísold býður einnig upp á sérsmíð- aðar lausnir fyrir skrifstofur, lag- era, verslanir, söfn og margt fleira. Helstu áherslur Ísold býður upp á hillukerfi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Fyrir einstaklinga bjóðum við upp á hillukerfi bæði í geymsluna og bíl- skúrinn með ýmiss konar fylgi- hlutum eins og til dæmis útdrag- anlegum skúffum, skilrúmum, fataslám, skóhillum, vinnuborðum, upphengjum og plastkössum,“ seg- ir Kristinn. „Fyrir fyrirtækin bjóð- um við upp á hillukerfi fyrir lagera af öllum stærðum og gerðum og einnig fyrir verslanir. Við bjóðum jafnframt upp á sérsmíðaðar lausn- ir úr efni frá Metalsistem, eins og til dæmis afgreiðsluborð, vinnuborð, hjólaborð, hillukerfi í verslanir, bílainnréttingar og svo framvegis,“ bætir hann við. Vaxandi starfsemi Fyrirtækið Ísold ehf. var stofnað árið 1992 af Kristjáni Gissurarsyni. Fyrirtækið óx mjög hratt frá árinu 1995 eftir að það fékk umboð fyrir hillukerfin frá Metalsistem. Því var þremur árum síðar, eða árið 1999, keypt núverandi húsnæði að Nethyl 3–3a undir starfsemina. Húsnæðið telur samtals rúma 1.300 fermetra. Þar af eru verslun og skrifstofa 734 fermetrar og lager og verkstæði 582 fermetrar. Opið er alla virka daga frá kl. 08.00 til 17.00. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.