Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 4.–7. mars 2016 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Hringdu í síma 581 3730 Nánari upplýsingar á jsb.is E F LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ön nu n Vetrarkortið Leggðu rækt við þig og lifðu góðu lífi! Velkomin í okkar hóp! Óheppileg myndbirting Að gefnu tilefni er vert að taka fram að mynd, sem birtist í vikublaði DV á þriðjudag með frétt, um hópslagsmál á Sel- fossi tengdist fréttinni ekki. Forstjórinn hækkaði um verkamannalaun n Mánaðarlaun forstjóra HB Granda hækkuðu um hundruð þúsunda milli ára H agnaður HB Granda nam 6,5 milljörðum í fyrra og liggur tillaga fyrir aðalfund fyrirtækisins um að greiða hluthöfum rúma þrjá milljarða króna í arð vegna síð- asta árs. Forstjóri HB Granda nýtur góðs af velgengninni en laun hans hækkuðu um 18,5 prósent milli ára. Hækkunin nemur hundruð þús- unda króna á mánuði. Í fyrra urðu hörð viðbrögð við þeirri ákvörðun að hækka þóknun stjórnar HB Granda um 33 prósent á sama tíma og lagt var að starfsmönnum fyrir tækisins og öðru verkafólki að samþykkja hóflega 3,3 prósenta hækkun. Árslaun hækka um 18,5% Samkvæmt nýbirtum ársreikn- ingi HB Granda, sem gerir upp í evrum, námu laun Vilhjálms 294 þúsund evrum á síðasta ári. Miðað við meðal gengi evru í fyrra – sem miðað er við í uppgjörinu – gerði það 42,9 milljónir króna eða tæp- ar 3.570 þúsund krónur á mánuði. Það er umtalsverð hækkun frá fyrra ári þegar árslaun forstjórans námu 248 þúsund evrum, sem á meðal- gengi evru árið 2014 gerðu 38,2 milljónir króna eða 3.180 þúsund krónur á mánuði. Hækkun heild- arárslauna nema 18,5 prósentum. Betri afkoma – hærri laun Samkvæmt starfskjarastefnu HB Granda skulu kjör forstjóra ávallt vera samkeppnishæf á alþjóða- markaði en þó ávallt taka mið af af- komu félagsins. Þar segir að grunn- laun forstjóra séu endurskoðuð árlega með hliðsjón af mati starfs- kjaranefndar af frammistöðu for- stjóra, þróun launakjara almennt í sambærilegum fyrir tækjum og af- komu félagsins. Miðað við góða af- komu HB Granda á undanförnum árum þarf því ekki að koma á óvart að árslaun forstjórans hafi hækkað en árið 2013 námu þau 229 þúsund evrum. Árið 2014 námu meðallaun forstjóra þeirra fjórtán fyrirtækja sem skráð voru í Kauphöll Íslands, 4,7 milljónum á mánuði. Ef haft er í huga að mjög há mánaðarlaun for- stjóra Össurar hífðu verulega upp meðaltalið þá, má ætla að laun Vil- hjálms séu í meðallagi miðað það sem gengur og gerist innan fyrir- tækja Kauphallarinnar. Hallar á starfsmenn á plani En þegar hækkun launa Vil- hjálms milli ára er sett í samhengi við hækkunina sem launþegar á hinum almenna vinnumarkaði fengu samkvæmt kjarasamning- um í fyrra þá er ljóst að það hall- ar mikið á fólkið á planinu. Mesta hækkunin samkvæmt kjarasamn- ingum í fyrra nam 7,2 prósent- um fyrir starfsmann með 300 þús- und krónur eða minna á mánuði. Launahækkunin fer síðan stig- lækkandi hjá þeim sem eru með hærri laun en 300 þúsund og lækk- ar jöfnum skrefum niður í 3,2 pró- sent hjá fólki með 750 þúsund eða meira í laun. Ein helsta krafan í kjarabaráttunni í fyrra varðaði 300 þúsund króna lágmarkslaun. Mið- að við hækkun mánaðarlauna for- stjóra HB Granda upp á 390 þús- und krónur milli ára má sjá að laun hans hækkuðu sem nemur launum eins verkamanns og rúm- lega það. Á við Verkalýðs-Nínu „Ég er að fá útborgað 250 þúsund krónur eftir skatt en þessi hækkun er á við mánaðarlaun starfsmanns sem er búinn að vinna í nokkur ár, fyrir skatt,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskvinnslukona hjá HB Granda á Akranesi, sem fékk viðurnefnið Verkalýðs-Nína vegna vasklegrar framgöngu í kjarabar- áttu verkafólks HB Granda í fyrra. Nína sló í gegn þegar myndband þar sem hún syngur hárbeittan texta við lag Baggalúts, Mamma þarf að djamma, fór í dreifingu undir heitinu Sveiattan. Kveikjan að laginu kom þegar Nína og sam- starfsmenn hennar fengu íspinna að launum fyrir vel unnin störf. Lagið og athyglin sem það vakti voru mikilvæg í kjarabaráttu Nínu og félaga. „Ég held að fólk sé þokka- lega sátt við launin sín núna. Eftir íspinnlagið hækkaði bón- usinn eins og skot, en það er súrt að segja frá því að það var búið að berjast fyrir því í þrjú ár og þurfti svona lag til að reka endahnútinn á. Síðan kemur önnur leiðrétting núna sem hækkar bónusinn enn meira þannig að ég held að fólk sé ekkert óánægt lengur. En þessi hækkun er skondin,“ segir Nína um launahækkun forstjóra HB Granda í milli ára. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Góð afkoma HB Grandi hagnaðist um 6,5 milljarða króna í fyrra og stendur til að greiða hluthöfum rúma þrjá milljarða í arð. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hefur notið góðs af góðu gengi. MyNd SiGtryGGur Ari Baráttukona Jónína Björg Magnúsdóttir varð óvænt verkalýðshetja í kjarabaráttu verkafólks í fyrra. Hún bendir á að mánaðarleg launahækkun forstjóra HB Granda sé á við heildarmánaðar- laun starfsmanns í fiskvinnslu. MyNd SiGtryGGur Ari „Þessi hækkun er skondin Lést í vinnuslysi Karl maður , sem slasaðist al var- lega í vinnu slysi í síðustu viku, er lát inn. Maðurinn var að störfum í Gufunesi í Reykjavík um klukkan tíu að morgni 25. febrúar, þegar fiskikör féllu á hann við gömlu Áburðar verk smiðjuna í Gufu nesi. Hann var fluttur á slysadeild og var á gjörgæsludeild Landspítal- ans þegar hann lést. Vara við kattafló Kattafló hefur nú greinst á fleiri köttum á höfuðborgarsvæðinu. Hætt er við að flóin sé útbreiddari en talið hefur verið. Matvæla- stofnun telur þó mögulegt að uppræta flóna en til þess þarf samstillt átak hunda- og katta- eigenda. Sérstaka smitgát skal viðhafa á dýrasýningum að mati MAST. Það var miðborgarköttur sem greindist með flóna á dögun- um, en eigandi hans hafði ítrekað farið með hann til dýralæknis til að komast að því hvað amaði að kettinum. Í ljósi greiningarinnar nú er talið að líklegt að hann hafi verið með flær um töluverðan tíma. Erfitt getur reynst að finna flærnar og losna við þær, en upp- lýsingar til kattaeigenda má finna á vef MAST.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.