Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Side 2
2 Fréttir Helgarblað 18.–21. mars 2016
S
kúli Mogensen, eigandi og
forstjóri WOW air, hefur stefnt
Silicor Materials, Skipulags-
stofnun og umhverfis- og
auðlindaráðuneytinu, til að
fá hnekkt ákvörðun um að sólarkísil-
verksmiðjan sem bandaríska fyrir-
tækið vill byggja á Grundartanga þurfi
ekki að fara í umhverfismat. Stefna
Skúla, Kjósarhrepps og meðlima fé-
lagsins Umhverfisvaktin við Hval-
fjörð verður tekin fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur í dag, föstudag. Sam-
kvæmt heimildum DV, sem Skúli vill
ekki staðfesta, er málareksturinn kost-
aður af honum.
„Ég styð þetta mál heilshugar og
ég hef stutt við það eins og ég hef stutt
við umhverfismál á ýmsum sviðum
án þess að ég hafi verið að flagga því,“
segir Skúli í samtali við DV.
Niðurstaðan sé röng
Málarekstur Skúla og annarra stefn-
enda í málinu er í höndum Málflutn-
ingsstofu Reykjavíkur. Páll Rúnar
M. Kristjánsson, lögmaður hópsins,
sagði í samtali við Vísi í júlí í fyrra að
ekki hefði farið fram nægjanleg rann-
sókn á umhverfisáhrifum verksmiðj-
unnar. Ákvörðun Skipulagsstofnun-
ar í apríl 2014 um að hún þyrfti ekki
að fara í umhverfismat væri efnislega
röng og að lögum samkvæmt þyrfti
slíkt mat því að fara fram.
„Mér finnst stórkostlega galið
ef svona framkvæmd, sem er á við
fimmtán fótboltavelli, og hæð verk-
smiðjunnar spannar einhverja sex til
24 metra, yfir þetta gríðarlega stóra
svæði, þarf ekki að fara í umhverfis-
mat. Jafnframt tel ég mjög áríðandi
að menn endurskoði núverandi
fyrirkomulag, að stóriðjunni, ekki
einungis í Hvalfirði heldur alls stað-
ar á landinu, er sjálfri ætlað að fylgj-
ast með hvort hún sé að fara eftir sett-
um reglum og lögum þegar kemur að
mengunaráhrifum,“ segir Skúli.
„Það er svo margt forneskjulegt
og galið í núverandi fyrirkomulagi að
ég tel löngu tímabært að láta á það
reyna hvort það standist. Hvort þetta
sé raunverulega það sem við viljum.“
Arnar Þór Stefánsson, lögmaður
Silicor Materials, segir í samtali við DV
fyrirtækið fari fram á að málinu verði
vísað frá.
„Enginn þessara stefnenda hefur
sýnt fram á lögvarða hagsmuni af úr-
lausn málsins. Þau eru eigendur jarða
hinum megin við Hvalfjörðinn og að
mati Silicor Materials of fjarri þessari
starfsemi til að geta átt lögvarinna
hagsmuna að gæta. Til vara er krafa
um sýknu á þeim forsendum að lög
um mat á umhverfisáhrifum geri ekki
ráð fyrir því að þessi starfsemi þurfi
fara í umhverfismat.“
Vill byggja hótel
Silicor Materials hóf viðræður við
Faxaflóahafnir og Hvalfjarðarsveit
um lóð á Grundartanga árið 2013.
Áform fyrirtækisins spurðust út í febr-
úar árið eftir og áttu framkvæmdir við
116 milljarða króna verksmiðjuna
þá að hefjast haustið 2014. Forsvars-
menn Silicor hafa síðan þá fullyrt að
fyrirtækið ætli að hreinsa sólarkísil
með umhverfisvænni aðferð sem það
hafi einkaleyfi á. Skúli hefur gagn-
rýnt áform fyrirtækisins en hann hef-
ur í nokkurn tíma stefnt að byggingu
vistvæns hótels í Hvammsvík í Hval-
firði. Í samtali við DV í júní fyrra sagð-
ist hann ætla að hætta við hótelið ef
sólarkísilverksmiðjan risi á Grundar-
tanga.
„Í síðustu viku voru fréttir um
göngin á Bakka við Húsavík og þar er
um beinan ríkisstyrk við stóriðjuna
þar að ræða. Svo í ofanálag eru fram-
lög ríkissjóðs til vegaframkvæmda
lækkuð í fjárlögum í ár miðað við árið
í fyrra. Sem er grátleg og óboðlegt. Það
sama má segja um það sem er að eiga
sér stað í Helguvík,“ segir Skúli. Hann
rifjar upp frétt DV frá því fyrr í vik-
unni um að fyrsta gjalddaga Thorsil
ehf. á gatnagerðargjöldum vegna lóð-
ar fyrir tækisins í Helguvík hefði verið
seinkað í fimmta sinn.
„Það liggur fyrir að það er búið
að eyða hundruðum milljóna ef ekki
milljörðum í að niðurgreiða þessi
verk efni nú þegar. Svo geta menn ekki
einu sinni staðið skil á lóðargjöldum,“
segir Skúli. n
Skúli stefnir ríkinu
og Silicor Materials
Hópur fólks undir forystu Skúla Mogensen vill verksmiðju Silicor Materials í umhverfismat
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
MyNd SkeSSuHorN
„Mér finnst stórkostlega galið ef svona
framkvæmd, sem er á við fimmtán fót-
boltavelli, og hæð verksmiðjunnar spannar
einhverja sex til 24 metra, yfir þetta gríðarlega
stóra svæði, þarf ekki að fara í umhverfismat.
Ráðinn
sveitarstjóri
Langhlauparinn Gunnlaugur
Júlíusson verður í dag, föstudag,
ráðinn sveitarstjóri í Borgar-
byggð. 26 umsóknir bárust um
starfið. Gunnlaugur er hag-
fræðingur að mennt en gengið
verður formlega frá samningum
við Gunnlaug í dag. Áður hafði
byggðarráð Borgarbyggðar sam-
þykkt að ganga til samninga við
Guðlaug, eftir mat á umsóknum.
Gunnlaugur hefur mikla reynslu
af sveitarstjórnarmálum og er
sviðsstjóri hag- og upplýsinga-
sviðs Sambands íslenskra sveitar-
félaga. Þá hefur hann verið nokk-
uð í fjölmiðlum vegna þátttöku
sinnar í langhlaupum, þar sem
hann hleypur stundum hundruð
kílómetra.
Rukkað frá 1. maí
Bílastæðagjald verður innheimt
á Þingvöllum frá og með 1. maí.
Vonir standa til að gjaldið muni
skila fjörutíu til fimmtíu milljón-
um króna. Ólafur Örn Haralds-
son þjóðgarðsvörður segir að
fjármunirnir verði nýttir til
nauðsynlegra framkvæmda og til
að bæta þjónustu.
Gjaldið verður 500 krónur á
fólksbíl og 750 krónur á jeppa og
hópferðabíla fyrir átta farþega
eða færri. Níu til átján manna bíl-
ar greiða 1.500 krónur en stærri
rútur 3.000 krónur. Gjaldið veitir
heimild til að leggja bílnum í sól-
arhring. Það verður innheimt á
Hakinu, á Þingplani neðan Al-
mannagjár og á gamla Valhallar-
reitnum.
Grundartangi Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, vill verksmiðju Silicor Materials í umhverfismat.
V
ið sjáum það nú að inngrip
stjórnvalda var nauðsyn. Án
lagasetningar og afarkosta eru
líkur til þess að við sætum enn
að bíða eftir hugmyndum slitabúa
að nauðasamningum,“ sagði Bjarni
Benediktsson, fjármála- og efna-
hagsráðherra, á ársfundi Seðlabanka
Íslands í gær, fimmtudag, um áætlun
og vinnu stjórnvalda að afnámi fjár-
magnshafta.
Bjarni benti þar á að framsal slita-
búa föllnu bankanna á innlendum
eignum þeirra til ríkissjóðs, ásamt
öðrum ráðstöfunum, hafi haft „mikil
og varanleg áhrif á fjárhag ríkissjóðs“.
„Réttir hvatar og tímafrestir
tryggðu að stærsta snjóhengjan, 30%
af landsframleiðslu, var leyst á um 10
mánuðum eftir að aðgerðir stjórn-
valda hófust. Þar sem ég stóð hér fyr-
ir ári síðan hafði ég aðeins veika von
um að okkur tækist að nýta tímann til
áramóta til að ganga frá málefnum
allra fallinna fjármálafyrirtækja, en
það tókst,“ sagði Bjarni. n
Bjarni hrósaði sigri
Fjármálaráðherra ánægður á ársfundi Seðlabankans