Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Side 4
4 Fréttir Helgarblað 18.–21. mars 2016 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 fanntofell@fanntofell.is | Finndu okkur á Facebook Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum frá árinu 1987 Hráefnið sem notað er til framleiðslu er allt gæðavörur, harðplast HPL, akrílstein, Fenix NTM og límtré. Erum með mikið úrval efna, áferða og lita. Framleiðum eftir óskum hvers og eins. HARÐPLAST OG AKRÍLSTEINN Viðhaldsfrítt yfirborðsefni með mikla endingu og endalausa möguleika í hönnun. Upplitast ekki, dregur ekki í sig lit, raka, óhreiningi eða bakteríur. FENIX Nýtt fingrafarafrítt yfirborðsefni með einstaka eiginleika og silkimjúka viðkomu. Efnið er mjög álagsþolið, upplitast ekki og hefur baktreríudrepandi eiginleika. Þ etta er samstarfsverkefni á milli ICIJ, Zeitung, Reykjavík Media og fleiri miðla,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson rannsóknar- blaðamaður, en eftirgrennslan hans á félaginu Wintris Inc. varð til þess að eiginkona forsætisráðherrans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, upplýsti um til- vist félagsins fyrr í vikunni. Þá sagði hún að það þyrfti að gefa „Gróu á Leiti“ smá frí og að menn þyrftu að beina orkunni að því sem „skiptir raunverulegu máli“. Í ljós hefur komið að Anna Sigurlaug upplýsti um félagið vegna fyrirspurnar Jóhannesar sem vinnur nú í samstarfi við alþjóðlegan samstarfsvettvang rannsóknar- blaðamanna (ICIJ), og þýska dag- blaðið Suddeutsche Zeitung. Samstarfið nær til fleiri erlendra miðla að sögn Jóhannesar. Hann varðist frétta þegar DV ræddi við hann, en upplýsti þó að umfjöllun um félag Önnu muni birtast á næstu vikum. Þá boðar hann nýjan fjölmiðil sem tekur til starfa fljótlega. Félag Önnu Sigurlaugar er skráð á Bresku Jómfrúreyjunum og er skráð með lögheimili þar. Jómfrúreyjar eru þekkt skattaskjól. Félagið greiðir skatta hér á landi. Wintris átti tvær samþykktar al- mennar kröfur á hendur Kaupþingi, samtals að fjárhæð 86,5 milljónir króna. Miðað við að áætlaðar endur- heimtur kröfuhafa Kaupþings eru um 24% af nafnverði mun félagið fá um 20 milljónir króna greiddar. Þá á Wintris samþykkta kröfu á gamla Landsbankann að fjárhæð tæplega 174 milljónir króna. Miðað við að áætlaðar endurheimtur al- mennra kröfuhafa slitabús Lands- bankans eru um 15% af nafnverði þá mun félagið Wintris fá um 26 milljónir króna greiddar upp í kröfu sína. n Var að svara Jóhannesi ICIJ með umfangsmikil skattaskjólsgögn Fyrirspurn Jóhannesar Jóhannes er margverðlaunaður rannsóknarblaðamaður en fyrirspurn hans varð til þess að ráð- herrafrúin upplýsti um huldufélag á Bresku jómfrúreyjunum. Í slendingar eru í þriðja sæti á heimsvísu þegar kemur að læsi. Finnar tróna á toppnum en Norðurlandaþjóðirnar raða sér í efstu sætin. Þetta er niður- staða nýrrar rannsóknar um lestr- armenningu, sem unnin var af John Miller, forseta Central Connect- icut State University í New Britain. Í rannsókninni voru til grundvall- ar lagðar hefðbundnar lestrarmæl- ingar sem og þættir sem varpa ljósi á læsi þjóða – svo sem fjölda bóka og bókasafna miðað við höfða- tölu, aðgengi að dagblöðum, lengd skyldunáms og aðgengi að tölvum. Fréttin byggir á grein The Guardian um rannsóknina. Ísland er aðeins í 29. sæti þegar kemur að námsárangri. Það sem hífir Íslendinga upp listann er að- gengi að dagblöðum og tölvum, sem er óvíða betra. Þá er Ísland í 13. sæti þegar kemur að aðgengi að bókum og bókasöfnum. Norðurlandaþjóðirnar efstar Í stað þess að einblína aðeins á al- þjóðlegar lestrarmælingar horfir Miller til læsis og aðbúnaðar til lesturs. Hann hefur safnað saman og birt upplýsingar um læsi 200 þjóða. Hann sækir fanga víða, svo sem til Unesco og PISA-könnunar- innar, sem OECD stendur fyrir. Að- eins er þó til fullnægjandi tölfræði um 61 þjóð af þessum 200. Hann hefur raðað þessum þjóðum nið- ur á lista, þar sem hann leggur heildarmat á læsi þjóða. Norðurlandaþjóðirnar einoka toppsæti listans. Finnar eru efstir, þá Norðmenn, svo Íslendingar og loks Danir og Svíar. Svisslendingar verma sjötta sæti og Bandaríkja- menn það sjöunda. Aftast á listan- um eru Taílendingar, Indónesar og Botsvanamenn. Færa fórnir fyrir lestur Skýrsluhöfundur, Miller, segir að samanburður á þeim tölfræðiþátt- um sem snúa að læsi, endurspegli menningarlegan styrk samfélags- ins. Lestrarhegðun og aðbúnaður til lestrar sé undirstaða farsællar fram- tíðar í upplýsingadrifnum efnahag nútímasamfélaga. Mikil vægi læsis sanni sig á hverjum degi, um heim allan. „Margir jarðarbúar, og jafnvel heilu samfélögin, færa miklar fórn- ir á hverjum degi til að læra að lesa,“ segir Miller. Sum samfélög taki þessari þekkingu sem gefinni. Sam- félög sem ekki leggi áherslu á læsi séu iðulega niðurnídd og vannærð, bæði á sál og líkama. Mannréttindi séu þar fótum troðin og mannleg reisn lítil. Læsi metið að verðleikum Rannsóknin leiðir einnig í ljós að niðurstaðan yrði allt önnur ef bara væri horft til árangurs á lestrarpróf- um. Ef sá mælikvarði er aðeins not- aður trónir Singapúr á toppnum og önnur Kyrrahafslönd á borð við Suður-Kóreu, Japan og Kína á með- al efstu fimm þjóða. Finnland væri eina þjóðin sem kæmist á topp fimm-listann þegar horft er til lestr- armælinga. Þegar inn í jöfnuna eru teknir hlutir á borð við fjölda bókasafna, fjölda bóka á bókasöfnum, út- breiðslu tölva, lengd skólagöngu og fjölda dagblaða, breytast niðurstöð- urnar mjög. Þá er ekki eitt Kyrrahaf- sland á meðal efstu 25 þjóðanna. Miller segir að í ljós hafi komið að engin marktæk fylgni sé á milli lengd skyldunáms og fjárfestinga í menntun annars vegar og læsis hins vegar. Hann trúir því að ástæð- an fyrir árangri Norðurlandaþjóð- anna sé að í menningu landanna sé læsi metið að verðleikum. n n Alþjóðleg lestrarpróf ekki eini mælikvarðinn n Norðurlandaþjóðirnar allar í toppsætunum Helstu niðurstöður Skora hæst í læsi 1 Finnland 2 Noregur 3 Ísland 4 Danmörk 5 Svíþjóð 6 Sviss 7 Bandaríkin 8 Þýskaland 9 Lettland 10 Holland Fjármagn lagt í menntun 1 Brasilía 2 Ísrael 3 Mexíkó 4 Belgía 5 Argentína ... 19 Ísland Efst á lestrarprófum 1 Singapúr 2 Finnland 3 Suður-Kórea 4 Japan 5 Kína ... 29 Ísland Flest bókasöfn (og bækur) 1 Eistland 2 Lettland 3 Noregur 4 Ísland 5 Pólland Fjöldi dagblaða (miðað við mannfjölda) 1 Finnland 2 Noregur 3 Þýskaland 4 Sviss 5 Tékkland ... 13 Ísland Heimili með tölvur 1 Holland 2 Ísland 3 Danmörk 4 Lúxemborg 5 Noregur Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Margir jarðar- búar, og jafnvel heilu samfélögin, færa miklar fórnir á hverjum degi til að læra að lesa Stúlka les bók Þrátt fyrir að Íslendingar séu ekki framarlega í alþjóð- legum lestrarkönnunum benda aðrar rannsóknir til að við séum í fremstu röð þegar kemur að læsi. EruM NúMEr Þrjú Í lEstri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.