Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 1.–4. apríl 2016 Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða Tilboð apríl mánaðar – Green Peel meðferðir á 20% afslætti Hin upphaflega jurta húðendurnýjun – Árangur um allan heim í yfir 50 ár Green peel getur unnið gegn óhreinni húð, stækkun svitahola, ótímabærri öldrun húðar, hrukkum, örum, húðsliti, appelsínuhúð, minnkandi sveigjanleiki húðar, sliti á maga, lærum, baki og fleiri stöðum. 3 TeGundir af meðferðum Classic: Húðendurnýjun á 5 dögum energy: Sjáanlegur stinnleiki húðar fresh up: Fljótleg fegrun Silicor Materials fái frest fram á haust Silicor Materials og Faxaflóahafnir ræða seinkun gildistöku lóðarsamninga vegna Grundartanga S ilicor Materials og Faxaflóa­ hafnir ræða nú að seinka fram á haust gildistöku samninga um hafnaraðstöðu og lóð undir sólarkísilverksmiðju bandaríska fyrirtækisins á Grundar­ tanga. Áttu samningarnir að taka gildi í dag, 1. apríl, en útlit er fyrir að þeim verði breytt og fyrirtækið fái lengri frest. Forsvarsmenn þess áttu einnig í viðræðum við Faxaflóahafnir um seinkun á fyrstu greiðslu lóðargjalda, sem er á gjalddaga í janúar 2017, en hefur fallið frá þeirri hugmynd. „Þetta er ekki frágengið en gildis­ tökunni verður væntanlega seinkað eitthvað fram á haust eða jafnvel byrjun vetrar. Fyrsta greiðslan á aftur á móti ekki að berast fyrr en í janúar á næsta ári,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við DV. Bíða með framkvæmdir Fulltrúar Silicor Materials og Faxa­ flóahafna undirrituðu samninga um úthlutun lóðar á Grundartanga í Hvalfirði, lóðarleigu og afnot af höfn þann 22. apríl 2015. Banda­ ríska fyrir tækið, sem hóf viðræður um lóðina árið 2013, vildi þá hefja framkvæmdir við 121 þúsund fer­ metra verksmiðjuna síðasta haust. Þær eru ekki enn hafnar og vegagerð og aðrar framkvæmdir á svæðinu, sem Faxaflóahafnir eiga að sjá um samkvæmt samningunum frá apríl í fyrra, eru ekki hafnar. „Þessi seinkun hefur lítil áhrif á okkur vegna þess að það verða engin fjárútlát hjá okkur fyrr en samn­ ingarnir verða fyrirvaralausir. Við verðum þá í biðstöðu sem er svo sem allt í lagi okkar vegna og við höldum ró okkar. Þetta er í þeirra höndum en ég reikna með því að þeir komi með frekari upplýsingar um hvernig gengur að fjármagna verkefnið á næstu vikum,“ segir Gísli. Vildu seinka um eitt ár DV greindi í janúar síðastliðnum frá viðræðum Silicor Materials og Faxaflóahafna um að fyrstu greiðslu bandaríska fyrirtækisins á lóðar­ gjöldum yrði seinkað. Samkvæmt samningnum frá apríl 2015 á fyrir­ tækið að greiða hana í janúar 2017. Að sögn Gísla fór Silicor fram á að gjalddaginn og gildistöku samning­ anna, sem nú hefur verið frestað, yrði seinkað um eitt ár. „Það var hugmyndafræðin en fyrirtækið dró það til baka og fer nú ekki fram á að fyrsta greiðsludegin­ um verði frestað. Þeir eru að vinna sér einhverja mánuði til að ljúka fjármögnun sem gengur ágætlega að þeirra sögn.“ Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 19. mars síðastliðinn að helstu samningar um fjármögn­ un verksmiðjunnar væru á loka­ stigi. Vonast væri til þess að henni lyki í sumar og framkvæmdir hæfust í haust. Fyrirtækið væri aftur á móti ekki búið að tryggja sér helming þeirra 85 megavatta af raforku sem þurfi til framleiðslu sólarkísilsins. n Hafnarstjórinn Gísli Gíslason segir niðurstöðuna í viðræðum við bandaríska fyrirtækið engin áhrif áhrif hafa á Faxaflóa- hafnir. Forstjóri Silicor Terry Jester hefur sagt að önnur lönd séu til skoðunar vegna óvissunnar um að fyrirtæki hennar nái að tryggja sér þá raforku sem það þarf fyrir starfsemina í Hvalfirði. Mynd 2015©PreSSPHotoS.Biz/Geirix Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Grundartangi Silicor Materials vill fullvinna um 19 þúsund tonn af kísilmálmi í Hvalfirði á ári til nota í sólarrafhlöður. Mynd SkeSSuHorn Elsta vEitingahús REykjavíkuR staRfandi í 80 áR Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.