Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 1.–4. apríl 2016
Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is
Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða
Tilboð apríl mánaðar – Green Peel meðferðir á 20% afslætti
Hin upphaflega jurta húðendurnýjun – Árangur um allan heim í yfir 50 ár
Green peel getur unnið gegn óhreinni húð, stækkun svitahola, ótímabærri öldrun húðar, hrukkum,
örum, húðsliti, appelsínuhúð, minnkandi sveigjanleiki húðar, sliti á maga, lærum, baki og fleiri stöðum.
3 TeGundir
af meðferðum
Classic: Húðendurnýjun á 5 dögum
energy: Sjáanlegur stinnleiki húðar
fresh up: Fljótleg fegrun
Silicor Materials fái
frest fram á haust
Silicor Materials og Faxaflóahafnir ræða seinkun gildistöku lóðarsamninga vegna Grundartanga
S
ilicor Materials og Faxaflóa
hafnir ræða nú að seinka fram
á haust gildistöku samninga
um hafnaraðstöðu og lóð
undir sólarkísilverksmiðju
bandaríska fyrirtækisins á Grundar
tanga. Áttu samningarnir að taka gildi
í dag, 1. apríl, en útlit er fyrir að þeim
verði breytt og fyrirtækið fái lengri
frest. Forsvarsmenn þess áttu einnig
í viðræðum við Faxaflóahafnir um
seinkun á fyrstu greiðslu lóðargjalda,
sem er á gjalddaga í janúar 2017, en
hefur fallið frá þeirri hugmynd.
„Þetta er ekki frágengið en gildis
tökunni verður væntanlega seinkað
eitthvað fram á haust eða jafnvel
byrjun vetrar. Fyrsta greiðslan á aftur
á móti ekki að berast fyrr en í janúar
á næsta ári,“ segir Gísli Gíslason,
hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali
við DV.
Bíða með framkvæmdir
Fulltrúar Silicor Materials og Faxa
flóahafna undirrituðu samninga
um úthlutun lóðar á Grundartanga
í Hvalfirði, lóðarleigu og afnot af
höfn þann 22. apríl 2015. Banda
ríska fyrir tækið, sem hóf viðræður
um lóðina árið 2013, vildi þá hefja
framkvæmdir við 121 þúsund fer
metra verksmiðjuna síðasta haust.
Þær eru ekki enn hafnar og vegagerð
og aðrar framkvæmdir á svæðinu,
sem Faxaflóahafnir eiga að sjá um
samkvæmt samningunum frá apríl í
fyrra, eru ekki hafnar.
„Þessi seinkun hefur lítil áhrif á
okkur vegna þess að það verða engin
fjárútlát hjá okkur fyrr en samn
ingarnir verða fyrirvaralausir. Við
verðum þá í biðstöðu sem er svo sem
allt í lagi okkar vegna og við höldum
ró okkar. Þetta er í þeirra höndum
en ég reikna með því að þeir komi
með frekari upplýsingar um hvernig
gengur að fjármagna verkefnið á
næstu vikum,“ segir Gísli.
Vildu seinka um eitt ár
DV greindi í janúar síðastliðnum
frá viðræðum Silicor Materials og
Faxaflóahafna um að fyrstu greiðslu
bandaríska fyrirtækisins á lóðar
gjöldum yrði seinkað. Samkvæmt
samningnum frá apríl 2015 á fyrir
tækið að greiða hana í janúar 2017.
Að sögn Gísla fór Silicor fram á að
gjalddaginn og gildistöku samning
anna, sem nú hefur verið frestað,
yrði seinkað um eitt ár.
„Það var hugmyndafræðin en
fyrirtækið dró það til baka og fer nú
ekki fram á að fyrsta greiðsludegin
um verði frestað. Þeir eru að vinna
sér einhverja mánuði til að ljúka
fjármögnun sem gengur ágætlega
að þeirra sögn.“
Terry Jester, forstjóri Silicor
Materials, sagði í kvöldfréttum
Stöðvar 2 þann 19. mars síðastliðinn
að helstu samningar um fjármögn
un verksmiðjunnar væru á loka
stigi. Vonast væri til þess að henni
lyki í sumar og framkvæmdir hæfust
í haust. Fyrirtækið væri aftur á móti
ekki búið að tryggja sér helming
þeirra 85 megavatta af raforku sem
þurfi til framleiðslu sólarkísilsins. n
Hafnarstjórinn Gísli Gíslason segir
niðurstöðuna í viðræðum við bandaríska
fyrirtækið engin áhrif áhrif hafa á Faxaflóa-
hafnir.
Forstjóri Silicor Terry Jester hefur sagt að
önnur lönd séu til skoðunar vegna óvissunnar
um að fyrirtæki hennar nái að tryggja sér
þá raforku sem það þarf fyrir starfsemina í
Hvalfirði. Mynd 2015©PreSSPHotoS.Biz/Geirix
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Grundartangi Silicor
Materials vill fullvinna
um 19 þúsund tonn af
kísilmálmi í Hvalfirði á ári
til nota í sólarrafhlöður.
Mynd SkeSSuHorn
Elsta vEitingahús REykjavíkuR
staRfandi í 80 áR
Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk.
Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is
Opið virka daga frá 07:30–18:00
og um helgar frá 09:30–18:00
gamla
höfnin