Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 24
Helgarblað 1.–4. apríl 20164 Austurlenskur gæðamatur - Kynningarblað
Á
vormánuðum 2014 var
skráður nýr og spennandi
kafli í sögu Austur-Indía-
fjelagsins þegar staðurinn
var stækkaður og endur-
gerður. Með þeim hætti var haldið
upp á tuttugu farsæl ár í rekstrinum.
Chandrika Gunnarsson, sem
rekur Austur-Indíafjelagið, fræðir
okkur um það að í tilefni tuttugu
ára afmælis veitingastaðarins hafi
þau hjónin farið til Indlands til að
kaupa allt efni til endurbótanna auk
ýmissa fallegra og einstakra hluta til
þess að prýða staðinn: „Það gerðum
við í samvinnu við enskan arkitekt
sem þekkir mjög vel til indversks
kúltúrs. Það var okkur mjög mikil-
vægt að arkitektinn væri vel tengd-
ur Indlandi. Allur viður hér innan-
dyra kom frá Indlandi og er úr 150
ára gömlu húsi í Mumbai, og úr
honum eru t.d. borðplöturnar og
hurðirnar. Þar fengum við líka öll
ljósin í loftinu. Við leituðumst við
að hafa allt eins ekta og við gátum,
sem næst upprunanum. Stækkunin
gerði okkur kleift að opna setustofu
fyrir 16–18 manns, en hún er afar
notaleg með bróderuðum silkipúð-
um og dulúðugu rökkri. Gestum
okkar þykir huggulegt að fá sér for-
drykk þar eða jafnvel njóta eftirrétta
og kaffis í mjúkum sætunum.
Við vildum, í tilefni afmælis-
ins, bjóða gestum okkar upp á
betrumbætt umhverfi. Hugmyndin
er að þegar fólk stígur inn til okkar
þá sé engu líkara en það sé komið til
Indlands, upplifunin er slík,“ segir
Chandrika brosandi. „Allt er öðru-
vísi og framandi; seiðandi ilmur-
inn, þjónustan og stemningin yfir-
höfuð. Fólk kann líka einstaklega
vel að meta næðið sem það hefur
hér til þess að njóta máltíðar. Nú
getum við líka stúkað af með fallegu
hurðunum frá Indlandi og með
þeim hætti myndað notalegan 25
manna sal, ef óskað er eftir því.“
Ferskt, sérinnflutt krydd
„Það eru mjög fá veitingahús hér á
landi sem hafa verið rekin á sömu
kennitölu frá upphafi og við erum
stolt af því að það er okkar veruleiki.
Austur-Indíafjelaginu hefur ávallt
gengið vel og þökkum við það fyrst
og fremst tryggum gestum í gegn-
um tíðina. Já, við kjósum að nota
orðið gestir en ekki viðskiptavinir.
Það endurspeglar gestrisni ind-
versku þjóðarinnar og við leggj-
um höfuðáherslu á gestrisni hér á
veitingastaðnum okkar. Velgengni
okkar felst ekki hvað síst í því að við
kunnum að meta hvern einstakan
gest. Fagmannlegu indversku
þjónarnir sinna gestum okkar, en
þeir hafa mjög mikla reynslu í starfi.
Við erum enn með sömu kokka og
hafa verið með okkur frá fyrsta degi,
við vinnum öll saman eins og sam-
heldin fjölskylda.
Um þessar mundir stendur Holi-
hátíðin yfir, sem er bæði uppskeru-
hátíð og hylling litanna. Við erum
því með sérstakan matseðil í gangi
af því tilefni; tígrisrækjur í forrétt,
lambakjöt, kjúkling og grænmetis-
rétt í aðalrétt, borið fram með hrís-
grjónum og naan-brauði og svo
lýkur máltíðinni með eftirrétti. Allt
krydd sem notað er á Austur-Indía-
fjelaginu er innflutt af okkur og
blandað á staðnum af kokkunum
upp á indverskan máta – á hverjum
degi er útbúin fersk blanda. Hreinn
og tær ferskleiki er lykillinn að dá-
samlega matnum okkar. Í eldhús-
inu okkar eru engar sósur öðruvísi
en þær sem eru útbúnar sérstaklega
fyrir hverja einustu pöntun.
Það er aldrei í boði hjá okkur
að veita miðlungs þjónustu eða
mat. Rekstur okkar stendur og fell-
ur með því að gestirnir okkar komi
aftur og aftur. Hver og einn einasti
þeirra er afar mikilvægur. Þeir hafa
verið besta auglýsing Austur-Indía-
fjelagsins frá upphafi og kynnt orð-
spor okkar víða. Fyrir það erum
við mjög þakklát,“ segir Chandrika
Gunnarsson og býður gesti innilega
velkomna. n
Austur-Indíafjelagið
Hverfisgötu 56
101 Reykjavík
Sími: 552-1630
austurindia@austurindia.is
Opnunartími: Sunnudaga til
fimmtudaga kl. 18.00–22.00. Föstu-
daga og laugardaga kl. 18.00–23.00
Austur-Indíafjelagið – indversk
gestrisni í hávegum höfð