Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 26
Helgarblað 1.–4. apríl 20166 Austurlenskur gæðamatur - Kynningarblað
F
yrirtækið Fiska.is rekur
þrjár verslanir og heildsölu
með Asíutengdar matvörur.
Fyrirtækið var stofnað árið
1994 og byrjaði að selja fros
inn íslenskan fisk í Kolaportinu,
ýsu, þorsk, humar, rækju og fleira.
„En síðan hefur bæst við þessi
asíska flóra, til dæmis risarækjur og
smokkfiskur,“ segir Sævar Sverris son
en hann er verslunarstjóri í versl
un Fiska.is að Nýbýlavegi 14. Þar er
smásöluverslun fyrir almenning og
er verslunin ótrúlega glæsileg eins
og myndirnar hér bera með sér.
Auk þess er fyrirtækið enn með fisk
sölu í Kolaportinu en rekur auk þess
heildsölu og smásölu að Brekku
húsum 1 í Grafarvogi. Þar er þjón
að flestum asískum veitingastöðum
sem reknir eru hér á landi.
Í versluninni að Nýbýlavegi er
hins vegar rekin smásala fyrir al
menning. Asíubúar á Íslandi eru þar
fastagestir en verslunin er líka mjög
vinsæl meðal Íslendinga enda verð
ur asísk matargerð sífellt vinsælli hér
á landi:
„Flestir sem koma verða undr
andi á því úrvali sem við höfum,
enda er það er það ótrúlegt,“ seg
ir Sævar. Verslunin var opnuð í júlí í
fyrra.
Sem fyrr segir hófst starfsemi
Fiska.is með fisksölu í Kolaportinu
en fyrirtækið hóf að flytja inn vör
ur fyrir asíska matargerð árið 2008.
Starfsemin er orðin mjög umfangs
mikil í dag en fastir starfsmenn eru
þó aðeins fimm. Hins vegar er einnig
lausráðið starfsfólk sem vinnur til
fallandi verkefni. Sævar segir að yfir
byggingin sé mjög lítil hjá fyrirtæk
inu: „Hér ganga allir í öll verk og gera
það sem þarf að gera.“
Helstu vörutegundir
Sem fyrr segir er vöruúrvalið ótrú
legt hjá Fiska.is og því ógjörningur og
gera því skil en afar skemmtilegt að
upplifa það með því að fara í verslun
ina að Nýbýlavegi 14.
„Við erum til dæmis með humar,
smokkfisk, hörpuskel og risarækju. Í
risarækjunum erum við síðan með
marga flokka og stærðir. Síðan erum
við með margar tegundir af makríl,
til dæmis indverskan makríl, hesta
makríl og íslenskan makríl. Þá erum
við með til dæmis barba, gurama,
milkfish,
yellow
catfish;
líka fullt af
skelfiski,
eins og til dæmis White
Clam og New Zealand Clam. Þetta
eru framandi og spennandi matar
tegundir fyrir Íslendinga en margt
af þessu er bara hversdagsmatur
í þeim
löndum
sem
vörurnar
koma frá.
Þá má
nefna að við erum með matvör
ur sem Afríku búar borða töluvert
af. Það þýðir líka ekki fyrir okkur
að vera með eina gerð af Soyasósu
heldur erum við með sósur frá Fil
ippseyjum, Taílandi, Víetnam,
Kóreu og fleiri löndum.“
Þá eru ótaldar allar aðrar vörur
sem er að finna hjá Fiska.is, til dæm
is hrísgrjónin og allar kryddtegund
irnar. En sjón er sögu ríkari. Allir
sem hafa áhuga á fiskmeti og asískri
matargerð una sér vel í einstæðri
verslun Fiska.is að Nýbýlavegi 14. n
Fjölbreytt fiskmeti og ævintýraheimur
asískrar matargerðarlistar
Fiska.is