Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 30
22 Fólk Helgarblað 1.–4. apríl 2016 FYRIR BETRI BORGARA LANDSINS Prófaðu hamborgarasósuna frá E. Finnsson og gerðu gott betra. 31 18 -V O G – V E R T. IS Ég tiplaði á tánum í kringum sam­ býliskonu mína og fannst ég stöð­ ugt þurfa að passa upp á að valda henni ekki vonbrigðum. Mig lang­ aði ekki að líða svona, og það var ekki henni að kenna. Frá haustinu 2013 og fram á vor 2015 fór allt úr­ skeiðis sem gat farið úrskeiðis.“ Það sem gerði útslagið tengdist fjármálum Einars. „Ég hljóma kannski eins og rispuð plata, en afneitunin, meðvirknin og höfn­ unaróttinn voru þarna komin á það stig að ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að impra á því við konuna að ég væri í vanda með afborg­ anir.“ Þegar sambýliskona Einars komst að sannleikanum endaði hún sambandið með hvelli. „Hún kom heim, barði í borðið og sleit trúlofun okkar. Nánast daginn eftir var hún búin að setja húsið okkar á sölu. Þetta var súrrealísk upplifun, hvað þetta gat gerst hratt. Ég var orðið eitt flak og steinþagði með samviskubit og skömm.“ Martröðin 2015 Tímabilinu frá mars til ágúst í fyrra lýsir Einar sem algjörri martröð. „Fram að þessu hafði ég virkað sæmilega á flestum vígstöðvum í lífinu. Sem er mér óskiljanlegt, því núna sé ég hversu veikur ég var orðinn. Ég er alls ekki að hæla mér fyrir þetta, þvert á móti. Að þola mikið og vera harður er alls ekki já­ kvætt í þessum aðstæðum.“ Eftir sambúðarslitin versnaði ástand Einars hratt. Ofsakvíðinn og óttaköstin urðu tíðari. Bakmeiðslin tóku sig upp, hann var þjáður af verkjum, vonleysi og sorg. „Það var líkt og lögmál Murphys færi í gang. Hvert nýtt áfallið eða mótlætið tók við af öðru þetta tímabil sem brutu mig enn meira niður. Mér fannst komin álög á mér. Samt þjösnaðist ég áfram í villu og svíma allt sum­ arið. Vissi ekki hvað eða hvort eitt­ hvað væri að mér. Var um leið auð­ velt skotmark því eftir kulnunina var varnarkerfi líkamans hrunið.“ Í lok ágúst 2015 hafði Einar misst vinnuna, sambýliskonan hafði slitið sambúð og trúlofun, hann var húsnæðislaus, bíllaus og peningalaus. „Ég var fárveikur og sjálfsvirðingin var horfin. Ég var vonleysið uppmálað. Áður en ein­ kenni veikindana hófust var ég bú­ inn að vinna vel í mér andlega og líkamlega. Í toppformi. Fjármálin mín voru stöðug, ég stóð vel í skil­ um, með eigin íbúð og bíl, tók glað­ ur á móti börnunum og gat veitt þeim ást, öryggi og skjól. Leið vel og sjálfsvirðing og traust í meðal­ lagi gott. Lífið gat varla verið mikið betra. Ég velti oft fyrir mér hvað í andskotanum gerðist?“ Dagurinn sem Einar ætlaði að deyja Daginn örlagaríka í ágúst, þegar Einar ákvað að kveðja, var hann staddur í lánsíbúð á Völlunum í Hafnarfirði. „Ég hafði misst leigu­ herbergi með nánast engum fyrir­ vara og var svo ljónheppinn að gömul skólasystir mín lánaði mér þessa íbúð. Í nokkra daga á und­ an hafði ég alveg lokað á umheim­ inn, og það er svo undarlegt að ég fann einhvers konar nautn í þessari miklu vanlíðan.“ Ofsakvíða­ og óttaköstin voru svo tíð að ég treysti mér ekki lengur á meðal fólks af ótta við að ég fengi kast í margmenni. Ég hafði ekki einu sinni farið á Facebook í rúm­ lega viku og svaraði engum skila­ boðum, sem var mjög ólíkt mér. Af einhverri rælni ákvað ég að skoða skilaboð sem bárust mér á síman­ um, þau voru frá vinkonu minni sem átti íbúðina. Þessi skilaboð, og að ég skyldi ákveða að skoða þau, björguðu lífi mínu. Ég mun aldrei geta útskýrt þetta, en eitthvað eða einhver greip óvænt inn í atburða­ rásina. Í skilaboðunum talaði vin­ kona mín tæpitungulaust, hún hafði greinilega fengið einhvers konar hugboð. Ég brotnaði saman við lesturinn en náði einhvers kon­ ar áttum. Hafði vit á að senda sál­ fræðingnum mínum sms og bað um tíma. Hann sá strax að ástandið var alvarlegt og ég fékk strax tíma.“ Fótbrotinn á báðum Einar fór til sálfræðingsins næsta dag. „Ég var hjá honum í tvo klukku­ tíma, titrandi og óðamála. Hann var fljótur að greina stöðuna sem ég var kominn í. Hann sagði mér að ímynda mér að ég væri fótbrotinn á báðum fótum, nú þyrfti ég algjöra ró til að geta hafið batann. Hann sagði líklegt að ástand mitt væri krónískt og það kom honum á óvart að ég hefði þraukað þetta lengi. Það mátti eiginlega ekki tæpara standa að fá hjálp. Mér varð aðeins létt, eygði þarna von um að það væri hægt að endurheimta heilsuna að einhverju leyti. Loksins fékk ég skýringu á því sem hafði verið að hrjá mig, af hverju ég var eins og ég var. Þetta var ekki aumingjaskapur heldur krónísk áfallastreituröskun, kulnun, meðvirkni og höfnunarótti. Allt afleiðingar barnæskunnar.“ Eftir fyrsta tímann spurði Einar sálfræðinginn „hvað gerði ég af mér?“ „Ekkert“ svaraði hann. „Hvað í andskotanum gerðist þá? Er ég svona mikill skíthæll?“ hélt Ein­ ar áfram. „Ég hafði því miður fengið of oft að heyra að ég væri óheiðar­ legur, lyginn og ýmislegt fleira.“ Sál­ fræðingurinn svaraði: „Þú veiktist og ert fárveikur.“ Einar spurði hver myndi eiginlega trúa því, þar sem það sæist ekkert á honum. „Auka­ atriði“ sagði sálfræðingurinn, „þú ert lífshættulega veikur og verður að sætta þig við það, ef ég á að geta hjálpað þér.“ Batinn byrjar Í samvinnu við sálfræðinginn setti Einar upp bataplan sem hófst í september í fyrra. Síðan þá hefur ofsakvíða­ og óttaköstum farið fækkandi jafnt og þétt. Hann fékk síðast kast í október. Frá því þá hefur Einar eingöngu einbeitt sér að batanum. Varnar­ og orkukerfi líkamans var hrunið og hann þoldi ekkert álag né streitu. „Fyrstu tvo mánuðina átti ég ekkert að gera nema að ná ró. Forðast alla spennu og samskipti við fólk sem gæti valdið mér spennu. Þetta varð mér meiri háttar erfitt enda er ég kraftmikill, ör og drífandi að eðlis­ fari. Ég ætlaði fyrst að taka einn dag í einu, eins og kennt er í 12 spora kerfinu, en sá fljótlega að það hent­ aði mér betur að skipta deginum í þrennt, morgun, eftirmiðdegi og kvöld. Daglega fer ég í gönguferðir og hugleiði, og hvern dag byrja ég á að spila á gítar. Ég er líka dugleg­ ur að skrifa og hef birt nokkra pistla um reynslu mína. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að vera opinn um mín veikindi. Við að opna mig fékk ég ómæld­ an stuðning frá vinum og vanda­ mönnum sem ég hafði ekki heyrt í í mörg ár. Guð blessi þetta fólk. Æskuvinur minn hringdi sérstak­ lega í mig og hann nefndi setningu sem ég gleymi aldrei. „Það vill svo til, Einar, að þú hefur sáð góðum fræjum hér og þar í gegnum tíðina og núna ertu að uppskera í formi stuðnings. Ég skrifa bæði texta og ljóð og er virkur á stuðningssíðum á Face­ book, eins og Geðsjúk og #éger­ ekkitabú. Þar var ég skyndilega kominn inn í heim fólks með ýmiss konar geðræn vandamál. Þakklátara og elskulegra fólki hef ég ekki kynnst fyrr. Ég er mjög þakklát­ ur fyrir jákvæð viðbrögð sem skrifin mín hafa fengið. Þau hafa mjög góð áhrif á sjálfsmynd mína og gefa mér mikið. Ef mín reynsla getur hjálpað öðrum er ég mjög sáttur. Það var samt átak að stíga inn í ótt­ ann og opna mig á þennan hátt. En ég er hægt og rólega að byggja ofan á grunninn. Bataferlið er lang­ hlaup og krefst mikillar þolinmæði. Ástæðan fyrir að mér hefur gengið ágætlega er að ég hef farið algjör­ lega eftir leiðsögn.“ Næstu skref Einari finnst vanta íslenskar reynslusögur og ætlar að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að opna um­ ræðuna. „Ég skil vel að fólk sé hik­ andi við að opna sig, enda eru þetta viðkvæm mál. Ég ætla að nota tím­ ann fram á sumarið til að rita mína lífsreynslusögu og kafa dýpra. Mér finnst mikilvægt að koma þessu frá mér til þess að geta sett endanlegan punkt aftan við fortíðina.“ Einar vonast líka til að með vor­ inu verði starfsorkan komin í lag, svo að hann geti tekist á við fleiri verkefni. „Ég hef aldrei gefist upp þó að ég bogni illa. Ég lít alls ekki svo á að leikurinn sé búinn, seinni hálfleikur lífsins er eftir, en áður en hann hefst mun ég leikgreina fyrri hálfleik. Ég hef aldrei verið eins þakk­ látur í lífinu og nú. Ég er ekki bitur eða reiður. Ég hef í 6 mánuði unnið markvisst í að fyrirgefa öðrum en ekki síst sjálfum mér. Ég lít á að ég eigi bara einn möguleika. Að nýta þessa reynslu til að verða betri manneskja. Löngunin til að verða betri manneskja er svo mikil, það er sársaukans virði. Þegar maður er búinn að missa allt og nærri sjálfan sig fyllist maður auðmýkt og gildis­ matið verður annað í kjölfarið. Þess vegna þakka ég fyrir á hverjum morgni og kvöldi. Það er ekki sjálf­ sagt að vera til og geta þó gert það sem ég get gert í dag.“ Að lokum spyr ég Einar hvort hann eigi einhver ráð handa þeim sem ef til vill finna sig í frásögn hans. Það stendur ekki á svarinu: „Gefast upp og hafa auðmýkt til að biðja um hjálp. Það er ekki tabú að biðja um hjálp. Það er ekki merki um veikleika heldur styrkleika manneskjunnar.“ n Þakklátur við hafið Hluti af bata Einars felst í daglegri hugleiðslu við hafið. MyND Sigtryggur Ari „Ég var vakinn og sofinn með áhyggjur og tók hlutverkið mjög alvarlega, jafnvel þó að enginn hafi beðið mig um það eða sett mér það fyrir. Ég er alltaf einn í minning- unni, hræddur og kvíðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.