Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 1.–4. apríl 2016
Kaupmenn með gjaldeyrisglampa í augum
n Gríðarleg álagning á neysluvöru í minjagripaverslunum n Erlendir ferðamenn féflettir n Möndlupokinn á 990 krónur og verðmunurinn 120 prósent
Súkkulaði markaðsátaks Inspired by Iceland súkkulaði er selt á áberandi stað í 10-11 í
Austurstræti. Mynd SMJ
Möndlur sem hraunmolar Hinar
góðkunnu möndlur frá Freyju eru seldar sem
Lava Sparks í ferðamannabúðum og kosta
þá talsvert meira. Mynd SMJ
Lundaegg Súkkulaðikúlur með lakkrís,
frá Kólus, einnig þekktir sem Sambó
snjóboltar eru seldar dýrum dómi sem
lundaegg. Mynd SMJ
Pure Icelandic 500 ml.
n Kvosin: 279 kr.
n Hagkaup: 109 kr.
Munur: 87,6%
Icelandic Lava Sparks 150 gr.
n Ísbjörninn Laugavegi: 990 kr.
Möndlur frá Freyju
n Hagkaup: 249 kr.
Munur: 119,6%
Icelandic Puffin Eggs 150 gr.
n Ísbjörninn Laugavegi: 990 kr.
djúpur frá Freyju (sambærilegt)
n Hagkaup: 349 kr.
Munur: 95,7%
norður Salt (flögusalt) Venjulegt, 125 gr.
n Penninn/Eymundsson Austurstræti:
499 kr. – kr/kg: 3.992
norður Salt (flögusalt) Venjulegt, 250 gr.
n Hagkaup: 359 kr. – kr/kg: 1.436 kr.
Verðmunur: kr/kg: 94%
Inspired By Iceland 45%
súkkulaðiplata frá nóa Síríus
n 10-11: 669 kr. stk. (100 gr.)
Síríus Konsum suðusúkkulaði
(sambærilegt)
n Hagkaup: 199 kr. stk. (100 gr.)
Munur: 108%
Ferðamannaálagning
Hér eru nokkur dæmi um verðlagningu í vinsælum ferðamannaverslunum
og þá í litlum handhægum pakkn-
ingum, heldur minni en þær sem
fólk kaupir oftast í matvöruversl-
unum. Í Pennanum/Eymundsson
í Austurstræti mátti finna venjulegt
Norður Salt flögusalt í 125 gramma
öskjum á 499 krónur. Sérstakt lakk-
rísbragðbætt salt frá sama framleið-
anda, í sama magni, kostaði 1.095
krónur í verslun Máls og menningar
við Laugaveg. DV fann lakkríssaltið
ekki í matvöruverslun en eins og sjá
má er munurinn á kílóverðinu á því
venjulega ríflega 94%.
dýrir markaðsátaksmolar
Verslanir 10-11 eru þekktar fyrir
margt annað en sérstaklega lágt
vöruverð, en stór hluti viðskiptavina
verslunarinnar í Austurstræti er er-
lendir ferðamenn. Þar mátti finna
ýmiss konar Íslands-vörur og -sæl-
gæti sem stillt hefur verið upp til að
freista þeirra. Meðal annars rakst
blaðamaður á sérstakan rekka á
miðju gólfi við innganginn, sem var
barmafullur af súkkulaði. Nánar til-
tekið súkkulaðiplötum, framleidd-
um af Nóa Síríus sérstaklega merkt-
um og skreyttum markaðsátakinu
Inspired by Iceland. Plata af 45%
dökku súkkulaði kostaði þar 669
krónur. Heldur meira en mann
grunar að Íslendingar séu reiðubún-
ir að greiða fyrir nokkra súkkulaði-
mola. Til samanburðar þá er gamla
góða Síríus Konsum suðusúkkulað-
ið einnig 45%. Plata af því kostar
í Hagkaupum 199 krónur. Verð-
munurinn á þessum sambærilegu
vörum, er 108 prósent.
nóg að okra bara?
Þó að hér hafi aðeins verið stiklað á
stóru í úttekt á neysluvöru sem beint
er sérstaklega að erlendum ferða-
mönnum, þá sat ein hugleiðing
eftir hjá blaðamanni eftir þenn-
an stutta göngutúr um mið bæinn;
Hvort ástæðan fyrir því að sértæk
gjaldtaka af ferðamönnum sé ekki
á forgangslista ráðherra ferðamála
í skugga yfirvofandi stærstu ferða-
mannasprengju sögunnar, sé að nú
þegar sé verið að taka af þeim næg
aukagjöld annars staðar í íslensku
viðskiptakeðjunni. Hvort það skili
sér og dugi til að standa undir þeirri
innviðauppbyggingu sem sér-
fræðingar og hagsmunaaðilar telja
nauðsynlega, verður víst að koma í
ljós. n
Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán. - fös. 10-18, lau. 11-18 & sun. 12-16
Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is
Blóm og
skreytingar
við öll
tækifæri
hjá okkur
Allir þeir sem versla
fermingarskreytingar hjá
okkur fara í vinningspott