Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 38
30 Menning n Ragnar Kjartansson spjallar um sviðsverkið Krieg n Leikarinn á sviðinu í allri sinni dýrð Helgarblað 1.–4. apríl 2016 E inþáttungsóperan Krieg – eða Stríð – eftir Ragnar Kjartans­ son, við tónlist Kjartans Sveinssonar, var frumsýnd í Volksbühne­leikhúsinu í Berlín í mars. Í leikritinu fylgjast áhorf­ endur með dauðastríði prússnesks 18. aldar hermanns í klukkustund, í rómantískri handmálaðri sviðsmynd og undir dramatískri óperutónlist. DV ræddi við Ragnar Kjartansson um verkið. Ekki rannsókn á dauðanum Öll verkin í Svörtu seríunni í Volks- bühne, sem Krieg er hluti af, fást á ein- hvern hátt við eða tengjast dauðanum. Af hverju vildir þú fást við dauðann á þennan hátt – í gegnum dauða leikar- ans? „Útgangspunkturinn var aldrei dauðinn. Hugmyndin kom upp áður en þessi sería var sett saman af leik­ húsinu. Þetta var hugmynd sem ég var búinn að vera með í maganum í svo­ lítinn tíma, að gera að verk um leikar­ ann að deyja. Síðasta sviðsverk sem ég gerði var leikhúsið án leikarans, en þetta átti að vera leikarinn á sviðinu í allri sinni dýrð – að deyja. Þetta átti að vera svona „leikari, leiktu!“ verk. Það er klassískt að segja eitthvað svona við leikara: „þú ert í leiklistarskólanum, þá ættir þú að geta grátið!“ Þannig að útgangspunkturinn var ekki að nálg­ ast dauðann. Mér finnst ég einungis vera að gera myndlistarverk fyrir leik­ hús – ekki aðeins þannig að það líti vel út heldur að konseptið gangi upp og svoleiðis – um leikhúsið í leikhúsinu.“ Ef við lítum á listsköpun sem til- raun eða rannsókn, myndir þú segja að þú hafir gert einhverjar uppgötv- anir um heiminn eða tilveruna í ferli þessa verks? „Neeei … Nei, alls ekki. [hlær] Ég myndi reyndar aldrei nota orðið rannsókn. Við notum þetta svo mikið í menningargeiranum. Rannsókn er akademískt og elegant fyrirbæri, en við erum bara eitthvað að fúska. [hlær] Maður er bara að skoða og … [hugsar sig um] það er líka alveg ómögulegt að segja „að leika sér“ … En þetta snýst miklu meira um „komposition,“ um samsetningu, eins og þegar málari kannar samsetningu hluta.“ Nein, I hate de theater Nú ert þú að leikstýra sviðsleikara, hvernig gekk það og hvernig nálgaðist þú það verkefni? „Ég bara bað hann um að leika: „Leikari, viltu leika að þú sért að deyja?“ Ég hugsaði að það yrði mjög einfalt, en það varð örlítið flóknara af því að leikarinn kemur úr þessu þýska afbyggingarleikhúsi, þar sem fólk þol­ ir ekki að „leika“ á hefðbundinn hátt. Þannig að þetta varð svolítið karp, ég varð að sannfæra leikarann um að leika eins og Gunnar Eyjólfsson eða Erlingur Gíslason. „Leiktu í ljósið!“ sagði ég, og hann bara: „Nein, I hate de theater.“ Þannig að þetta var mjög fyndin og skemmtileg reynsla, svolítið eins og að vera í Woody Allen­mynd, Bullets over Broadway eða einhverri viðlíka. En verkið gengur út á að „leika“ og ef maður færi að afbyggja það eitthvað þá væri verkið bara hrunið. Verkið sjálft er í rauninni afbygging á afbyggingu. Það er svo gaman að gera svona verk í Volksbühne þar allt geng­ ur út á heimspekilega afstöðu, pólitík og afbyggingu. Þarna eru þessir þættir dálítið mataðir ofan í mann. Og vegna þess að þeir eru allt í kring, bara í leik­ húsinu sjálfu, þá langaði mig að gera sýningu þar sem áhorfandinn sér sjálfur um að afbyggja, setja í pólitískt samhengi og svo framvegis. Þú horfir á gaurinn þjást í þykjustunni í þykju­ stunni­landslaginu og hugurinn fer af stað. Hann er í 18. aldar prússneskum búningi til að fá einhvers konar pólitíska fjarlægð. En svo, talandi um pólitík, þá er Friðrik mikli og hans her rót vandans, hins prússneska eða þýska þjóðarstolts.“ Jæja, fer hann nú ekki að deyja? Nokkrir gengu út af sýningunni þegar ég fór að sjá Krieg í síðustu viku. Er þetta eitthvað sem skiptir þig máli? „Ég skil bara mjög vel að fólk gangi út af þessu. Þetta er ekki skemmti­ legt [hlær]. Enda þarf ekki allt að vera skemmtilegt. Mig langaði örlítið að hafa verkið þannig að maður byrjaði að horfa, myndi sofna og vakna aftur og þá væri gaurinn ennþá að deyja. Þannig að ég skil fólk mjög vel ef það gengur út. Það er alveg sjálfsagt mál. Kannski hugsa ég svona af því að ég lít á þetta sem myndlist, sem málverk. Þú getur alveg litið á verkið og hugsað „já, nú er ég búinn að sjá þetta.“ En það eru verðlaun ef þú horf­ ir á þetta til enda, þá deyr hann loks­ ins. Mér finnst líka áhugavert að vera í þeirri stöðu að horfa á deyjandi mann og vera farinn að hugsa „jæja, fer hann nú ekki að deyja?“ Mér finnst það dálítið áhugavert, af því að gaurinn er náttúrlega að þykjast – og það vita það allir, það er samningur­ inn. Þetta snýst líka um hvað leikhúsið er áhugaverðar aðstæður. Þú segir fólki að sitja kyrrt og horfa á eitthvað. Þetta gerum við ekki í myndlistinni, þar ræður þú alveg hvort þú tekur þetta inn. Mér finnst svolítið gaman að leika mér að þeim aðstæð­ um. En svo finnst Þjóðverjunum líka bara eðlilegra að ganga út, það er ekki jafn mikill skandall og heima. Fólk hugsar bara: „þetta finnst mér leiðin­ legt, ég er farinn.“ Þeir eru náttúrlega svo ókurteisir, Þjóðverjarnir [hlær].“ Verður verkið svo sett upp á Íslandi? „Ég veit ekkert um það. Ég gerði þetta verk fyrir þessar aðstæður. Mér finnst afskaplega gaman að fá að gera þessar tilraunir þarna í Volksbühne – þetta er frábær vettvangur. En svo er maður farinn í næsta verkefni. Það væri samt mjög gaman að gera þetta einhvern daginn sem alvöru óp­ eru með hljómsveit. Það var nefni­ lega pælingin. Við Kjartan vorum að vinna með óperuformið, vorum að gera þessa melódramatísku óperu. Það var smá synd að hafa tónlistina bara á bandi, af því að Kjartan samdi náttúrlega alla músíkina sérstaklega fyrir þetta. Svo kannski verður þetta einhvern tímann sett upp sem ópera með hljómsveit og öllu. Það væri svo skemmtileg andstæða, þessi svaka­ lega tilfinningaþrungna samda tón­ list og svo er gaurinn á sviðinu bara að emja yfir: „aaaaaahhhhhhhhhh.“ Mér finnst það mjög áhugavert.“ n „Ég skil mjög vel að fólk gangi út“ Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Mig langaði að hafa verkið þannig að maður byrjaði að horfa, myndi sofna og vakna aftur og þá væri gaurinn ennþá að deyja. „Verkið sjálft er í rauninni af- bygging á afbyggingu Málverk fyrir leikhús Ragnar lítur á sviðsverk sín sem myndlistarverk og er því ekki ósáttur við að fólk gangi út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.