Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 1.–4. apríl 2016 Missti vald á sleðanum Ökumaður vélsleða missti vald á sleðanum í brattri brekku á Dynj- andisheiði með þeim afleiðing- um að ökumaðurinn datt af sleð- anum sem fór yfir hann. BB.is greinir frá. Björgunarsveitarmenn sem voru í nágrenninu fóru á vettvang með lögreglumanni og komu manninum til aðstoðar. Hann var með alvarlega áverka á höfði og var því fluttur af heiðinni og ekið í Flókalund. Hann var síðan sótt- ur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn er ekki í lífshættu og var fluttur á Landspítalann. G jaldþrot fegurðardrottningar- innar og viðskiptakonunnar Lindu Pétursdóttur hefur engin áhrif á möguleika henn- ar til að bjóða sig fram í emb- ætti forseta Íslands. Áætlað er að gjaldþrotaskiptum ljúki í apríl, en að sögn skiptastjóra á vef mbl.is nam heildar- upphæð krafna í persónu- legt bú hennar alls 56 millj- ónum króna. Linda er ein þeirra sem orðuð hafa verið framboð til forseta að undan- förnu. Hún hefur sagt að hún sé að hugsa málið og hafa stuðn- ingsmenn henn- ar ritað greinar henni til stuðn- ings í fjölmiðla. Hún var úr- skurðuð gjald- þrota í Héraðs- dómi Reykjaness þann 12. nóv- ember síðast- liðinn, en áður hafði hún misst fyrirtæki sitt, Baðhúsið, í gjald- þrot. Skiptum á líkamsræktarstöð- inni lauk í ágúst í fyrra, en kröfur í búið námu alls 181 milljón króna. Ekkert fékkst greitt upp í kröfurnar. Ekkert í lögum eða í stjórnarskrá segir til um að frambjóðendur til forseta eða þeir sem ná kjöri þurfi að hafa óflekkað mannorð eða hreina sakaskrá ef svo ber undir. Einu skilyrðin sem viðkomandi þarf að uppfylla er að vera orðinn 35 ára og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Þetta kemur fram í 4. grein stjórnarskrár- innar þar sem segir: Kjörgeng- ur til forseta er hver 35 ára gam- all maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Al- þingis, að fráskildu bú- setuskilyrðinu.“ n Gjaldþrot hefur ekki áhrif á forsetaframboð 56 milljóna króna kröfum lýst í bú Lindu P Undir feldi Linda Pétursdóttir íhugar forsetaframboð. Kýpverska félagið á 545 milljónir í CCP H lutabréf kýpverska eignarhaldsfélagsins Ala- mina Ltd., sem er í eigu Vil- hjálms Þorsteinssonar, fjárfestis og fráfarandi gjald- kera Samfylkingarinnar, í CCP eru metin á um 545 milljónir króna mið- að við markaðsverðmæti íslenska tölvuleikjaframleiðandans. Alamina á 2,55% í CCP og er dótturfélag Meson Holding S.A. sem er skráð í Lúxem- borg. DV hefur ekki náð í Vilhjálm til að fá svör við því hvort hann eigi hluti í öðrum íslenskum fyrirtækjum í gegn- um skattaskjólið Kýpur eða af hverju hann upplýsti ekki um tilvist Alamina fyrr en á miðvikudag þegar hann sagði af sér gjaldkeraembættinu. Fór inn 2014 Alamina fór inn í hluthafahóp CCP árið 2014 en eignarhlutur Vilhjálms í tölvuleikjaframleiðandanum var áður í eigu félags hans í Lúxemborg, Meson Holding. Ársreikningar CCP, sem ná yfir árin fyrir 2013, innihalda ekki upplýsingar um hverjir voru þá í eigendahópi fyrirtækisins. Viðskiptablaðið fjallaði í október í fyrra um tilraunir bandaríska framtakssjóðsins New Enterprise Accociates (NEA), og Novator, fjár- festingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, til að kaupa hluti í tölvuleikjaframleiðandanum. Blað- ið fullyrti þá að hluthöfum fyrir- tækisins hefði í ágúst og septem- ber 2015 boðist að selja bréf sín fyrir 2.000 til 2.500 krónur á hlut. Miðað við þau tilboð má gera ráð fyrir að 2,55% hlutur Alamina í CCP sé met- inn á 485 til 605 milljónir króna. Í lok 2014 var fjöldi hluta í CCP 9.949.452 og nam markaðsverðmæti félags- ins því tæpum 24 milljörðum króna miðað við hæstu tilboðin. Árið eftir tilkynnti tölvuleikjaframleiðandinn um 2,7 milljarða króna hagnað sinn samanborið við 8,7 milljarða tap árið 2014. Krónan og höft Þann 28. mars síðastliðinn greindi Villhjálmur í Facebook-færslu frá því að hann ætti eignarhaldsfélag í Lúxemborg. Neitaði hann þá alfarið að eiga „aflandsfélag í skattaskjóli“. Tveimur dögum síðar greindi fjöl- miðillinn Stundin frá 70 milljóna króna láni Alamina árið 2014 til ís- lenska eignarhaldsfélagsins Mið- eind ehf., sem er í eigu Vilhjálms í gegnum Meson Holding. Miðeind fór það sama ár inn í hluthafahóp vefmiðilsins Kjarninn. Sama dag og Stundin birti frétt sína skrifaði Vilhjálmur grein á Eyjuna þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að segja af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar. Upplýsti hann þá einnig að Meson Holding ætti dótturfélag á Kýpur sem héldi „utan um tilteknar hlutabréfaeignir“. Vil- hjálmur hefði aftur á móti greitt alla skatta og aðrar skyldur sem hon- um bæri vegna félagsins í Lúxem- borg og að það væri ekki staðsett þar vegna skattahagræðis. Ástæðuna megi finna í krónunni, gjaldeyris- höftum og óstöðugleika íslensks efnahags- og stjórnmálaumhverfis. Nafn Alamina kom ekki fyrir í grein- inni og er þar ekki fjallað um félag- ið að öðru leyti en að það sé dóttur- félag Meson Holding. „Félagið í Lúxemborg á dóttur- félag á Íslandi sem heldur utan um flestar fjárfestingar mínar hér. Það á jafnframt dótturfélag á Kýpur utan um tilteknar hlutabréfaeignir,“ sagði Vilhjálmur í greininni. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Markaðsverðmæti bréfa Vilhjálms Þorsteinssonar í CCP nemur 485 til 605 milljónum króna Hluthafi í CCP Hlutabréf Vilhjálms Þorsteinssonar í tölvuleikjafram- leiðandanum voru árið 2013 í eigu félagsins Meson Holding í Lúxem- borg. Ári síðar var kýpverskt dóttur- félag þess orðið handhafi bréfanna. Mynd SiGtryGGUr Ari Slapp við skilaskyldu Meson Holding S.A. átti 5,7% hlut í Datamarket þegar íslenska fyrirtækið var selt á jafnvirði 1,6 milljarða króna í nóvember 2014. Allir íslenskir hluthafar fé- lagsins, sem áttu í Datamarket í gegnum íslensk félög, þurftu þá að koma með sinn hluta sölu- andvirðisins hingað til lands og skipta gjaldeyrinum í krónur í samræmi við lög um gjaldeyris- mál. Miðað við kaupverðið fékk Meson Holding um 90 milljónir króna í sinn hlut en þar sem það er skráð í Lúxemborg slapp það við skilaskyldu gjaldeyrisins. Sjö kostir í nýtingarflokk Lagt er til að sjö nýir kostir fari í orkunýtingarflokk, samkvæmt drögum að þriðja áfanga ramma- áætlunar sem verkefnisstjórn kynnti í Hörpu á fimmtudag. Um er að ræða Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkj- un, Austurengjar, Hverahlíð II, Þverárdal og Blöndulund. Skjálf- andafljót, Héraðsvötn, Skaftá og Þjórsá vestur fara í verndarflokk. Í biðflokk fer Hólmsá auk Búðar- tangavirkjunar, Hagavatnsvirkj- unar, Stóru-Laxár, Trölladyngju, Innstadal, Hágönguvirkjunar, Fremrinámu og Búrfellslunds. Fram kom í Hörpu að ekki hafi legið fyrir nægjanleg gögn til að meta Austurgilsvirkjun á Vest- fjörðum og því fari hún einnig í biðflokk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.