Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 32
Helgarblað 1.–4. apríl 201624 Sport SJÓNMÆLINGAR LINSUR • GLERAUGU Skólavörðustígur 2 • 101 Reykjavík Sími: 511 2500 • www.gleraugad.is Rúrik og Aron skildir eftir n Tíu álitsgjafar DV velja EM-hópinn: Allir sammála um 18 leikmenn n Einn vill skilja Eið R úrik Gíslason og Aron Sig- urðsson eru á meðal þeirra leikmanna sem þurfa að bíta í það súra epli að komast ekki í 23-manna landsliðs- hóp Íslands á EM, ef marka má val tíu valinkunnra sparkspekinga. Aðeins þrír leikmenn eru tæpir inn í hóp- inn; þeir Haukur Heiðar Hauksson, Theódór Elmar Bjarnason og Ólaf- ur Ingi Skúlason, en álitsgjafarnir tíu völdu allir sömu 18 leikmennina. Níu af tíu völdu Eið Smára Guðjohnsen og Hörð Björgvin Magnússon. Ísland leikur ekki fleiri æfingaleiki áður en Lars Lagerbäck og Heim- ir Hallgrímsson velja 23 manna hóp leikmanna sem taka þátt fyrir Íslands hönd í fyrsta stórmóti karlalands- liðsins í knattspyrnu. Íslendingar mæta í Frakklandi Portúgal, Austur- ríki og Ungverjalandi en tvö liðanna í fjögurra liða riðlinum komast í 16 liða úrslit. Arnór Ingvi Fyrir liggur að allnokkrir fastamenn verða í hópnum í Frakklandi, svo fremi sem þeir verði heilir heilsu. Um fáein sæti er barist, þá sérstaklega í vörninni og á vængjunum. Þar hafa nokkrir ungir leikmenn fengið að spreyta sig að undanförnu og sumir hverjir hafa nýtt tækifærið vel. Þar má nefna útherja á borð við Arnór Ingva Traustason og Aron Sigurðsson og varnarmenn á borð við Hörð Björgvin Magnússon og Sverri Inga Ingason. DV leitaði til valdra blaðamanna og leikmanna og fékk þá, í ljósi reynslu þeirrar og þekkingar, til að velja sinn 23 manna hóp. Þeir voru beðnir um að taka mið af stöðunni á þessum tímapunkti, en á þremur mánuð- um getur margt gerst. Meiðsli geta til að mynda sett strik í reikninginn. Þannig meiddist Hörður Björgvin, sem hefur unnið hug og hjörtu álits- gjafanna, í nára í leiknum gegn Grikk- landi, en þau meiðsli gætu sett strik í reikninginn. Honum er annars talið til tekna að geta spilað tvær stöður í vörninni – ásamt því að eiga „framtíð- ina fyrir sér í landsliðinu“. X-factor Þá berast einnig fréttir af því að rifa hafi komið í liðband hjá Aroni Sig- urðssyni, sem hefur farið af stað með látum í norsku deildinni, auk þess að vera valinn maður leiksins í æf- ingaleiknum gegn Bandaríkjunum í janúar. Óvíst er hvenær hann nær sér að fullu. Fjórir álitsgjafar af tíu vilja sjá Aron með í Frakklandi. Þrír þeirra hafa á orði við DV að hann geti reynst liðinu „x-factor“. „Fljótur, góður skot- maður og tæknilega góður. Gæti orðið x-factor,“ skrifar einn. Ann- ar segir að hann sé spennandi leik- maður sem geti komið inn á og valdið usla. Hinir sex velja hann hins vegar ekki í hópinn. Viðar Örn fær fullt hús Athygli vekur að 18 leikmenn fá at- kvæði allra álitsgjafanna tíu. Þannig virðist engin barátta vera um mark- varðarstöðurnar, en þar stendur Hannes Þór Ögmundi og Gunnleifi framar, að þeirra mati. Enginn annar markvörður var nefndur til sögunnar, þrátt fyrir að tveir til þrír markverðir hafi til viðbótar fengið tækifæri með landsliðinu á árinu. Sömu sögu er að segja um sóknarmennina. Enginn annar en þeir sem komast í hópinn fékk atkvæði. Menn eru þó almennt á því að Viðar Örn fái lítið að spila. „Held að hann verði þarna inni þótt hann hafi lítið sýnt í þeim landsleikj- um sem hann hefur fengið,“ skrifar einn til DV. „Of góður til að vera ekki í hóp. Getur komið inn á og potað inn einu,“ skrifar annar. Sá þriðji bendir á að Viðar Örn hafi aðra eiginleika en hinir framherjarnir. Eiður fær níu af tíu Níu álitsgjafar af tíu velja Eið Smára Guðjohnsen í hópinn, en einn vill skilja hann eftir heima. „Ég skil Eið eftir heima, mér hefur ekki fundist hann eiga góðar innkomur og hann er orðinn of hægur. En það kæmi mér ekki á óvart að hann yrði í hópn- um,“ segir hann í rökstuðningi. Hin- ir eru þó á því að hann verði með. „Hann þarf að vera með, bara upp á móralinn og annað. Svo á hann það líka skilið. Besti fótboltamaður sögunnar á Íslandi,“ skrifar einn álits- gjafinn. „Reynsla hans er ómetanleg fyrir liðið.“ Baráttan á vængjunum Rúrik Gíslason fær ekki nógu mörg atkvæði til að komast í EM-hóp sér- fræðinga DV. Hann fékk fimm at- kvæði af tíu, en það nægði ekki til að sleppa í gegn. „Ég valdi hann fram yfir Theódór bara útaf því að hann getur komið inn á og brotið upp leiki með því að skora eða leggja upp. Það ger- ir hinn ekki,“ segir einn álitsgjafinn. Annar segir að það sé alltaf gott að vera með hraða og kraftmikla leik- menn sem geta komið inn af bekkn- um. „Hefur sannað að hann á heima í hópnum,“ segir sá þriðji. Theódór hefur fjölhæfnina fram yfir Rúrik, að mati álitsgjafanna, en óvíst er að pláss sé fyrir báða leikmennina í EM-hópn- um. Elmar getur leikið sem hægri bakvörður en einnig ýmsar stöður á miðjunni. Annar vængmaður, Arnór Ingvi Traustason, er leikmaður sem sannarlega hefur nýtt tækifæri sín vel. Hann hefur skorað þrjú mörk í sex æf- ingaleikjum á árinu og að auki hefur hann sýnt góðan leik. „Hann hefur gulltryggt sætið með frammistöðunni Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Áfanganum fagnað Strákarnir okkar fögnuðu innilega á Laugardalsvelli, þegar EM-sætið var tryggt. Mynd ÞorMAr VIGnIr GunnArsson „Hann hefur gull- tryggt sætið með frammistöðunni í vetur. skiptar skoðanir Álitsgjafar eru ekki sammála um hvort pláss verði fyrir Rúrik í EM-hóp Lars og Heimis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.