Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 1.–4. apríl 2016 Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð T ökulið frá CBS sjónvarps­ stöðinni í Bandaríkjunum hefur verið hér á landi frá því á mánudag. Unnið var að efni fyrir hinn vinsæla fréttaskýringaþátt Sunday Morn­ ing sem CBS sendir út á hverjum sunnudegi. Reglulega horfa um sex milljón manns á þáttinn og hef­ ur mesta áhorf mælst 6,7 milljón­ ir. Þátturinn er sá næstvinsælasti á sínu sviði í Bandaríkjunum og að­ eins 60 mínútur hafa meira áhorf. Martha Teichner fréttamaður, Mark Hutspeth umsjónarmaður og Henry Bautista kvikmyndatöku­ maður komu til Íslands og leitast var við að svara spurningunni: Af hverju var Ísland eina landið sem ákvað að höfða mál gegn banka­ mönnum, eftir hrunið? Þetta er stór spurning og ræddu þau meðal annars við Ólaf Hauks­ son héraðssaksóknara, Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, Mar­ inó G. Njálsson, fyrrverandi stjórn­ armann í Hagsmunasamtökum heimilanna, og Sigurð G. Guðjóns­ son, lögmann og verjanda Sig­ urjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Hvernig hefur Ísland breyst? Þetta er í annað skipti sem Martha Teichner kemur hingað til lands. Fyrri heimsóknin var vorið 2004. Þá kom hún á vegum Sunday Morning til að gera almenna frétt um Ísland. Fréttin var liður í um­ fjöllun þáttarins um eyjar víðs vegar um heim. Martha var mjög hrifin af landi og þjóð. „Mín upplif­ un á þeim tíma var að Íslendingar væru millistéttarfólk upp til hópa. Ég sá ekki margt sem benti til þess að hér væri að finna auðmenn eða mikla fátækt,“ sagði Martha í sam­ tali við DV. Hvað hefur breyst á þessum tólf árum sem liðin eru frá því að þú komst síðast? Hún þarf að hugsa sig um. „Þetta er dálítið erf­ ið spurning. Síðast var ég að gera allt öðruvísi frétt um þetta land. Nú sýnist mér mun meira af „hipp og kúl“ byggingum og ég hef á tilfinn­ ingunni að þið séu orðin fágaðri en þegar ég kom í fyrra skiptið. En ég var afskaplega þakklát fyrir að fá tækifæri til að koma hingað aftur.“ En fyrir hvað stendur Ísland í þínum huga? „Villt og hrífandi landslag. Land sem er að vakna betur til vitundar um eigin styrk­ leika og ágæti á 21. öldinni. Sú vakning hefur þó kostað mikil átök og lærdómsríkar lexíur.“ Upplifði endalok Apartheit Martha Teichner er gamalreynd í hettunni og hefur starfað hjá CBS í 39 ár. Þar af við Sunday Morn­ ing í 22 ár. Hún hefur horft upp á heiminn taka miklum breytingum. Minnisstæðasta efni sem hún hef­ ur fjallað um á löngum ferli er, án efa í hennar huga, þegar Apartheit eða aðskilnaðarstefnan var að syngja sitt síðasta í Suður­Afríku. „Ég var þar og þetta voru gríðar­ legir umbrotatímar. Fólk sem við ræddum við í fréttum á hverjum degi var sjálfkrafa í lífshættu. Ég og samstarfsfólk mitt var sammála um að það væri áhættunnar virði til að geta upplýst heiminn um ástandið.“ Eitt viðtal = fjórar klukkustundir Henry Bautista, kvikmyndatöku­ maður hefur líka séð sitthvað og farið um heiminn áratugum saman og myndað stríð og stóra viðburði. Hann var í Afganistan og Persaflóastríðunum og Suður­ Afríku, svo einhverjir staðir séu nefndir. Gríðarlegar kröfur eru gerðar af hálfu CBS til fréttamanna og gæða við upptökur. Þannig tók um eina og hálfa klukkustund að koma græjum fyrir áður en hægt var að hefja sjálft viðtal. Viðtölin voru löng. Tóku oft um einn og hálfan klukkutíma og svo var að taka gír­ inn niður. Þar fór aftur hálf önnur klukkustund. Martha vildi kaupa einhvers konar lundaminjagrip áður en haldið var heim. Við fórum í nokkr­ ar lundabúðir á Laugaveginum en þar var að hennar mati allt frekar óspennandi. Að lokum keypti hún lundaservíettur og hraunsalt til að taka með heim. Hún var sátt. Ís­ lenska lambið var á óskalistanum frá því að hún kom síðast og ekki var við annað komandi en að fá sér huggulega lambasteik. Að lokum heimtaði hún „fish and chips“. Allt þetta var uppfyllt og allir fóru sátt­ ir frá Íslandi. Fréttin um Ísland og banka­ mennina sem fóru í fangelsi og spurningin; Af hverju fóru Ís­ lendingar þessa leið, ein þjóða?, verður að öllum líkindum á dag­ skrá þann 10. apríl í þættinum Sunday Morning. Þá munu sex og hálf milljón Bandaríkjamanna fá svarið við þeirri spurningu. Það er að segja ef hægt er að svara henni á einfaldan hátt? n Af hverju fóru bankamenn í fangelsi? n Fréttaskýringaþátturinn Sunday Morning veltir fyrir sér eftirmálum bankahrunsins á Íslandi n CBS í Bandaríkjunum ræddi m.a. við Ólaf Hauksson héraðssaksóknara Eggert Skúlason eggert@dv.is Hugsað um útlitið Héraðssaksóknari fær smá púður áður en viðtalið hefst. Ólafur Hauksson er tilbúinn í viðtal. Martha Teichner er spyrill og Henry Bautista kvikmyndatökumaður. Mynd EggErt SkúlASon„Fólk sem við ræddum við í fréttum á hverjum degi var sjálfkrafa í lífshættu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.