Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Qupperneq 4
4 Fréttir Helgarblað 8.–11. apríl 2016 allar gerðir skreytinga Kransar, krossar, hjörtu og kistu- skreytingar Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS Persónuleg og fagleg þjónust a Reykjanesbær vill 6,4 milljarða afskriftir Sveitarfélagið kynnir drög að samkomulagi við kröfuhafa R eykjanesbær lagði í gær, fimmtudag, fram drög að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu sveitar- félagsins sem felur í sér afskrift- ir á skuldum þess að upphæð 6.350 milljónir króna. Samkomu lagið var kynnt og samþykkt í bæjarráði Reykjanesbæjar í gær en það byggir á áætlunum sveitarfélagsins og við- ræðum við kröfuhafa þess. Fulltrúar Reykjanesbæjar hafa unnið að kynningu á skuldavanda sveitarfélagsins, sem nemur 6.350 milljónum, fyrir öðrum kröfuhöf- um en Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. sem er stærstur þeirra, síðan í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt samkomulaginu þurfa óveðtryggðir kröfuhafar Reykjanesbæjar að samþykkja 50% niðurfærslu af kröfum sínum á sveitarfélagið og stofnanir þess. Fjárhagslegir kröfuhafar Reykjaneshafnar, sem er í eigu Reykjanesbæjar, þurfi að heimila að gefa eftir 45% af kröfum sínum. Samkomulagið verður þann 11. apríl næstkomandi borið und- ir kröfuhafana og þurfa þeir allir að samþykkja það. Náist það ekki fyrir 15. apríl verður óskað eftir því að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn. Heildarskuldir Reykjanesbæjar nema rúmlega 40 milljörðum króna. n haraldur@dv.is Reykjanesbær Sveitarfélagið skuldar alls rúmlega 40 milljarða króna. Pólitísk upplausn gæti flýtt sölu á Arion banka n Kröfuhafar „logandi hræddir við stjórn undir forystu Pírata“ n Engin vaxtamunarviðskipti E rlendir fjárfestingarsjóðir, sem eiga margir hverjir mik- illa hagsmuna að gæta á Ís- landi, óttast nú mjög hvaða áhrif hin pólitíska upplausn hérlendis muni hafa á þróun eigna- verðs og áform stjórnvalda um að ljúka áætlun um losun fjármagns- hafta á næstu mánuðum. Þær áhyggj- ur endurspeglast einkum í hækkandi ávöxtunarkröfu óverðtryggðra ríkis- skuldabréfa enda ljóst að þeir fjár- festar sem hafa staðið að baki tug- milljarða vaxtamunarviðskiptum síðustu misseri munu halda að sér höndum á meðan óvíst er um fram- vinduna í íslenskum stjórnmálum. Þá gæti pólitískt óvissuástand ráðið miklu um tímasetningu á sölu á hlut kröfuhafa Kaupþings í Arion banka. Viðmælendur DV á fjármála- markaði, sem hafa átt í miklum samskiptum við ýmsa erlenda fjár- festingarsjóði síðustu daga vegna hinnar pólitísku stöðu sem upp er komin á Íslandi, gera ekki ráð fyrir frekara innflæði gjaldeyris í tengslum við kaup á ríkisskuldabréfum næstu mánuði. Þrátt fyrir að ávöxtunarkraf- an hafi hækkað nokkuð það sem af er þessari viku, hún gekk þó talsvert til baka í gær, fimmtudag, þá hafa er- lendir aðilar ekki enn séð ástæðu til að losa um stöðu sína. Ástandið er hins vegar við- kvæmt, undirstrika heimildarmenn DV, og ljóst er að ef ný ríkisstjórn Sjálfstæðis flokks og Framsóknar- flokks, undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, heldur ekki lífi fram að þingkosningum næstkomandi haust mun það auka verulega líkur á því að fjárfestingarsjóðirnir hugsi sér til hreyfings. Vaxtamunarviðskipti slíkra sjóða, þar sem aðdráttaraflið er að hagnast á meira en 3% raunstýri- vaxtamun Íslands við útlönd með kaupum á íslenskum ríkisskulda- bréfum, hafa numið meira en 60 milljörðum frá því um mitt síðasta ár. Þær fjárfestingar, ásamt væntingum um enn meiri ásókn fjárfesta í vaxta- munarviðskipti, hafa verið helsta ástæðan fyrir því ávöxtunarkrafan á lengri skuldabréfaflokka ríkisins hef- ur haldist um eða undir 6% á undan- förnum mánuðum. Hræddir við Pírata Það eru hins vegar ekki aðeins er- lendir aðilar sem hafa fjárfest í ríkis- skuldabréfum sem reyna nú að átta sig á því hvaða afleiðingar hin póli- tíska óvissa eigi eftir að hafa fyrir ís- lenskt efnahagslíf. Fáir eiga líklega meiri hagsmuni að gæta í þeim efn- um en kröfuhafar Kaupþings en þeir hafa stefnt að því að selja allt að 87% hlut sinn í Arion banka – hugsan- lega á þessu ári – en miðað við bók- fært eigið fé bankans í árslok 2015 er sá hlutur metinn á um 168 millj- arða króna. Vegna afkomuskipta- samnings við stjórnvöld þá fengi ís- lenska ríkið um 113 milljarða króna af söluandvirði bankans, ef hann yrði seldur miðað við bókfært virði, en eigendur Kaupþings aftur á móti um 55 milljarða. Heimildarmenn DV, sem þekkja mjög vel til stöðu mála, segja að at- burðir síðustu daga á hinum pólitíska vettvangi hafi hreyft mjög við helstu kröfuhöfum Kaupþings. „Þeir eru log- andi hræddir við vinstri stjórn undir forystu Pírata,“ segir einn viðmælandi blaðsins. Sú staðreynd að ákveðið hefur verið að flýta kosningum, en Hörður Ægisson hordur@dv.is Til sölu Arion banki kann að verða eini bank- inn sem seldur verður á þessu ári. Mynd SigTRygguR ARi Keith Magliana Er áhrifamesti kröfuhafi Kaupþings og mun ráða mestu þegar kemur að ákvörðunum vegna söluferlis Arion banka. nú er stefnt að því að þær fari fram á næstkomandi haustmánuðum, hefur valdið því að kröfuhafar telja nú hugs- anlega brýnt að ljúka sölu á stórum hlut í bankanum fyrir þær kosningar. Miðað við núverandi skoðanakann- anir bendir allt til þess að næsta stjórn verði undir forystu Pírata og óttast kröfuhafar Kaupþings mjög, sam- kvæmt upplýsingum DV, að slík stjórn kynni að ráðast í aðgerðir á sviði efna- hagsmála og fjármálamarkaða sem yrðu til þess að rýra verðmæti bank- ans. Ljóst er að það myndi ekki að- eins bitna á kröfuhöfum heldur einnig íslenska ríkinu sem hefur mikla hags- muni af því að bankinn verði seldur á sem hæstu verði. Eini bankinn til sölu Fram hefur komið í fjölmiðlum að hópur lífeyrissjóða, sem er leiddur af stærstu lífeyrissjóðum lands- ins, hafi á undanförnum mánuð- um átt í óformlegum viðræðum við fulltrúa slitastjórnar Kaupþings um kaup á hlut í Arion banka. Væntingar hafa verið um að skriður myndi komast á söluferlið nú þegar ný stjórn hefur tekið við Kaup- þingi og fjármálaráðgjafar lífeyris- sjóðanna, ráðgjafa fyrirtækið Icora Partners, hafa fengið aðgang að raf- rænu gagnaherbergi þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um fjár- hag og rekstraráætlanir bankans næstu árin. Miðað við núverandi áform hefur verið gert ráð fyrir því að lífeyrissjóðirnir kaupi 45% hlut í bankanum en sé litið til bókfærðs virðis Arion banka gæti sá hlutur selst á um 87 milljarða. Ljóst þykir að pólitískar vær- ingar síðustu daga hafa gert að verkum að eini bankinn sem kann að vera seldur á þessu ári er Arion banki. Þannig er ljóst að ekkert verður af áformum stjórnvalda um að selja tæplega 30% hlut í Lands- bankanum og þá liggur enn ekki fyrir uppfærð eigendastefna ríkis- ins fyrir fjármálafyrirtæki þar sem meðal annars er útlistað hvernig eigi að haga sölu á 100% hlut ríkis- ins í Íslandsbanka. Við núverandi pólitískar aðstæður virðist því allt benda til þess að Arion banki verði eini íslenski viðskiptabankinn í ná- inni framtíð sem er falur til kaups en það gæti styrkt samningsstöðu kröfuhafa Kaupþings í viðræðum við lífeyrissjóðanna um á hvaða verði Arion banki verður seldur. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.