Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Page 12
12 Fréttir Erlent Helgarblað 8.–11. apríl 2016 Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is Fimm lönd eru mestu n Plastmengun ógnar sjónum, vatnsbólum og heims- D rasl, þá sérstaklega plast, berst svo hratt í sjóinn um allan heim að það er ógn- vekjandi og mikið hags- munamál fyrir heims- byggðina alla að komið verði í veg fyrir það. Svo virðist sem samfé- lög í Asíu séu verst sett hvað þetta varðar, en endurvinnslustöðvar og sorpfyrirtæki hafa ekki undan við að taka við ónýtu plasti, sem er einnig framleitt í sömu ríkjum. Ocean Conservancy, hags- munasamtök sem helga sig bar- áttunni fyrir verndun sjávar, telja að um átta milljónir tonna af plasti finni sér leið í sjóinn, eða vatns- uppsprettur, árlega af mannavöld- um. Fimm lönd eru þar helstu söku- dólgarnir, en helmingur plastsins kemur frá þeim þar sem sorp- hirðustöðvar hafa ekki undan og stefnumótun um úrgangsmál er ábótavant. Um er að ræða Kína, Indónesíu, Filippseyjar, Víetnam og Taíland. Ljósmyndarar EPA hafa safnað saman áhrifamiklum mynd- um sem sýna vel vandamálið sem við er að etja, en ljóst er að mikil- vægt er að grípa í taumana áður en meiri skaði hlýst af. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is  Ofjarl Hér má sjá mann fara með sorp á ruslahauga í Hanoi í Víetnam. Ruslahaugurinn er fyrir löngu orðinn svo stór að við hann verður ekki ráðið. Mynd EPA  Leitin Hér má sjá ungmenni fara í gegnum ruslahauga í Marelan í Medan í Indónesíu. Ruslahaugarn- ir virðast stærri en nokkurn gæti órað fyrir, en í fjarska má sjá fjölda fólks í sömu erindagjörð- um. Mynd EPA  Á harðahlaupum Þessi litli drengur hleypur með farfuglum á strand- lengju fullri af drasli í Maníla. Mynd EPA  Að störfum Maðurinn er að reyna að flokka plast á endurvinnslustöð í Indónesíu. Mynd EPA  Hvað skal gera? Við þessa tjörn hefur orðið mengunarslys, en börnin eru samt að leik, aðeins nokkrum metrum frá flæðarmálinu, skammt frá úrganginum sem enginn virðist vita hvað eigi að gera við. Mynd EPA sökudólgarnir  Sóðaskapur Þessi flaska lá umkomulaus í flæðarmálinu við Telak Duyung (apaströndina) í Penang-þjóð- garðinum í Malasíu í mars. Ströndin hefur verið sögð tær og fögur en einkennist nú af úrgangi, drasli, plasti og sóðaskap. Mynd EPA  Mengunarslys Við þessa á, sem rennur í Hanoi í Víetnam, liggur mikið af rusli. Það sem við sjáum í flæðarmálinu er þó ekki hálfdrættingur á við draslið sem þegar er í ánni og hefur valdið mengunarslysi. Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.