Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Síða 16
Helgarblað 8.–11. apríl 201616 Umræða Að hlæja óvinsæl yfirvöld í hel Þ að hefur löngum verið beittasta vopn almennings í löndum þar sem stjórn- völd eru óvinsæl en neita að hverfa frá kjötkötlunum að segja um þau neyðarlega brandara. Einn brandarinn sem gekk á með- al fólks sem þurfti að búa við hin illa þokkuðu stjórnvöld Austur-Evrópu á tímum Kalda stríðsins var einhvern- veginn á þessa leið: Háskólastúdent í hagfræði í Austur-Berlín er beðinn um að lýsa efnahagsástandinu í Bandaríkjunum og hann svarar óhik- að: „Bandaríkin færast óðfluga nær hyldýpi kreppunnar og innan fárra ára munu þau steypast ofan í logandi öngþveitið!“ Prófdómarar klappa, þetta er fullkomið svar, verðskuldar hæstu einkunn. Og næsta spurning snýst um að lýsa efnahagsástandinu í Sovétríkjunum, og það kemur líka hratt, hárrétt og óhikað: „ Sovétríkin nálgast Bandaríkin óðfluga og munu innan fárra ára taka fram úr þeim!“ „Orður titlar úrelt þing …“ Þótt stjórnvöld séu fyrirlitin en þaulsætin, vanræki þegnana og sýni þeim grimmd á meðan valda- stéttin baðar sig í munaði, þá lum- ar almenningur alltaf á þessu beitta vopni, það er að segja húmornum. Eins og sást meðal annars í nefnd- um kommúnistaríkjum í austan- verðri Evrópu á sinni tíð. Húmors- leysi valdhafanna þar var auðvitað hlægilegt í sjálfu sér, og sumu þarf ekki einu sinni að gera grín að: til dæmis orðu- og nafnbótafarganinu sem þeir voru alltaf að hlaða hver á annan; pólitískir kommissarar sem aldrei höfðu komið á vígstöðvar, menn sem aldrei höfðu gert neitt hetjulegra en að njósna um og kúga samlanda sína, fengu miklu fleiri og hærri orður og nafnbætur fyrir hug- rekki og hetjuskap en sannar stríðs- hetjur úr fremstu víglínu. Þessi andi lifir enn eins og menn vita í Norður- Kóreu, og margir hafa séð myndir af helstu ráðamönnum þar með orð- urnar sínar og heiðursmerki sem ekki bara fylla jakkana bæði að framan og aftan heldur líka buxna- skálmarnar niður fyrir hné – þetta er eins og að horfa á trúða. Falsson og frystikista kommúnismans Sumt pólitískt grín er semsagt þannig að það semur sig sjálft, og varla neinu við það að bæta. Sá sem nú væri að semja stjórn- málarevíu á Íslandi gæti ekki samið neitt dramatískara og fyndnara en sænska sjónvarpsviðtalið frá liðn- um sunnudegi. Hefði það aldrei átt sér stað heldur bara verið samið af til dæmis Spaugstofumönnum eða Fóstbræðrum, þá hefði eflaust heyrst sú krítík úr ýmsum áttum að nú hefðu höfundarnir skotið yfir markið; svona vitleysa myndi auð- vitað aldrei gerast í alvörunni. Og sama á við það ef þeir hefðu látið braskfyrirtæki í skattaskjóli í eigu fjármálaráðherrans og félaga hans heita „Falsson“. En við vorum að tala um Austur- Evrópu á tímum Kalda stríðsins og þannig samfélög – „frystikistu kommúnismans“ kallaði það ein- hver – og það grín sem almenningur gat búið sér til um þjóðfélagsmál- in og valdhafana. Og reyndar lágu leiðtogar og valdastétt þeirra ríkja gjarnan meira en vel við höggi, með sinn hégómleika og megalómaníu. Og var það þeim mun furðulegra sem það blasti betur við að gjarnan voru þetta afar litlir kallar, smá- menni til orðs og æðis en höfðu flot- ið upp í æðstu stöður og embætti, eins og taðkögglar í vatni. En reynd- ar fer það gjarnan svo í valdakerfi og pólitík þar sem persónueigin- leikar eins og þeir sem kenndir eru við músina sem læðist reynast helst ávísun á frama; í einræðisflokkum og valdakerfi þar sem menn kom- ast því hærra eftir því sem þeir eru falskari og lygnari, viljugri til að sýna tvískinnung, sýna hærra sett- um meiri hollustu, með tilheyrandi rassasleikjum, og eru jafnan tilbún- ir til að selja ömmu sína í von um bitling. Mörgum eru í fersku minni síðustu dagar Sjáseskú-hjónanna í Rúmeníu, og hversu furðulegt var að sjá að því lítilsiglda fólki skyldi hafa tekist að trúa því að það væri ígildi þjóðfrelsara og sólkonunga í þessu fátæka landi með sinni kúg- uðu þjóð; þau höfðu meira að segja látið rífa niður alla hina gamalgrónu miðborg Búkarest til að byggja þar í staðinn yfir sig sjálf stærstu forseta- höll í heimi. Og svo við lítum á ný til Norður-Kóreu; bara útlitið og merkikertissvipurinn á því útblásna barni sem þar fer nú með ein- ræðisvöld er þannig að Coen-bræð- ur eða Monty Python myndu veigra sér við að hafa hann í skrípamynd – það væri eiginlega „overkill“. Austur-Evrópu húmorinn Einn Austur-Evrópubrandaranna var svona: Kennari spyr ungan nemanda hver sé munurinn á kapítal ista og kommúnista. Barnið svarar: „Kapítalistinn elskar pen- inga en kommúnistinn elskar fólk.“ „Mjög gott!“ segir kennarinn. „Og hvernig birtist þetta?“ „Kapítal- istinn læsir peningana sína niðri,“ segir nemandinn, „en kommún- istinn læsir …“ „Já, þetta er orðið gott,“ sagði þá kennarinn. Önnur sagan var svona: Þrír menn sátu í fangaklefa í DDR og ræddu um fyrir hvað þeir sætu inni. Einn sagði: „Ég kom fimm mínútum of seint til vinnu, og það þótti spilla fyrir.“ Ann- ar sagði: „Ég kom alltaf fimm mín- útum of snemma til vinnu, og þá var því slegið föstu að ég væri að njósna.“ Sá þriðji sagði: „Ég mætti alltaf á réttum tíma, svo þeir föttuðu að ég hefði náð mér í úr frá Vestur- löndum.“ Eitt sinn voru Erich Honecker og Mielke, æðsti lögregluforinginn í DDR, að ræða um áhugamál sín, eða hobbí. Honecker sagði: „Ég safna saman öllum bröndurum sem eru sagðir um mig.“ Þá sagði Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „Eitt sinn voru Er- ich Honecker og Mielke, æðsti lögreglu- foringinn í DDR, að ræða um áhugamál sín, eða hobbí. Honecker sagði: „Ég safna saman öll- um bröndurum sem eru sagðir um mig.“ Þá sagði Mielke: „Mitt hobbí er í rauninni mjög svipað: Ég safna saman öllum sem segja brandara um þig.“ Kim Jong-un „Merkikertissvipur á útblásnu barni“ Gerðu daginn eftirminnilegan Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Bakarameistari & Konditormeistari Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.