Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Síða 29
Helgarblað 8.–11. apríl 2016 Fólk Viðtal 21 hamingjusamur sem barn og er það ennþá. Það hefur ekkert breyst. En það eru ekki öll börn þannig. Börn spegla umhverfi sitt. Ef foreldrarnir eru óhamingjusamir þá eru börnin gjarnan óhamingjusöm. Svo ef önnur óhamingjusöm börn sjá annað ham- ingjusamt barn þá ráðast þau á það og rífa niður. Ég var lagður mjög mikið í einelti frá því ég var sjö til ellefu ára. Þetta var á tímabili í mínu lífi þar sem ég upplifði veraldlega fátækt. Ég gekk í notuðum og rifnum fötum og það fannst öðrum krökkum skrýtið. Við mamma áttum ekki mikinn pening en við stóðum saman. Ég fann fyrir því að ég var elskaður. Það er mikil- vægara en að eiga veraldlega hluti.“ Ímyndaði sér að hann væri lítill fugl Það hefðu eflaust margir brotnað við þessar aðstæður. Að búa við fátækt, tímabundna höfnun foreldra og ein- elti. Einar Mikael segist þó aldrei hafa upplifað depurð eða verulega vanlíðan vegna þessa. Það náði ekk- ert að skyggja á hamingjuna sem bjó í hjarta hans. „Það er tvennt sem maður þarf að temja sér, það er jákvætt hugarfar og að læra að elska sjálfan sig. Ef mað- ur hatar sjálfan sig á hatar maður aðra líka. Maður á ekki að hugsa um hvað maður hefur ekki heldur hvernig maður getur gert það besta úr því sem maður hefur. Svo er mik- ilvægt að hafa drauma og markmið. Ef maður veit ekki hvað maður vill þá fær maður það sem maður vill ekki.“ Móðir Einars Mikael kenndi hon- um að tileinka sér The Secret-tækn- ina. Hann átti að nota hana til að sjá draumana fyrir sér í huganum og þannig væri líklegt að þeir myndu rætast. Þá sagði móðir hans hon- um að ímynda sér að hann væri lítill fugl sem gæti flogið hvert sem væri í heiminum og að hann gæti breytt myrkri í ljós. „Ég hef alltaf fylgt þessu og ekki verið meðvirkur með öðrum í einhverri vitleysu.“ „Það blæddi úr mér“ Hann þurfti líklega að nota þessa tækni meira en nokkru barni er hollt, sérstaklega eftir atvikið sem átti sér stað þegar hann var sjö ára. Þá var honum var nauðgað af unglingsstrák sem bjó í næsta húsi. Hann hefur að- eins sagt örfáum frá þeirri hræðilegu lífsreynslu en vill nú stíga fram til að opna umræðuna um að drengjum og karlmönnum sé líka nauðgað. Þeir segi hins vegar síður frá, að hann telur. Hann vill líka deila því hvern- ig hann vann sig út úr áfallinu. „Mér var nauðgað þegar ég var sjö ára, af nágranna mínum. Það var mjög ógeðslegt. Hann kallaði mig líka öll- um illum nöfnum og hrækti á mig,“ segir Einar Mikael sem á augljóslega erfitt með að rifja atvikið upp í smá- atriðum, enda lagði hann sig fram um að gleyma. „Þegar svona gerist þá deyr mað- ur svolítið að innan – tilfinningalega. Ég man eftir að hafa hlaupið heim og það blæddi úr mér. Ég sagði mömmu strax frá þessu og hún setti mig í bað og lagði áherslu á að þetta væri ekki mér að kenna. Það er nefnilega al- gengt að fólk kenni sjálfu sér um í svona aðstæðum. Ég byrjaði á að fyrir gefa sjálfum mér og svo fyrirgaf ég gerandanum. Og lærði að elska sjálfan mig. Þannig vann ég mig út úr þessu.“ Atvikið var aldrei kært til lögreglu enda telur Einar Mikael ólíklegt að málið hefði farið í einhvern farveg í kerfinu. Móðir hans ræddi engu að síður við móður gerandans, en að sögn Einars Mikaels var hún í mikilli afneitun. „Þetta er það versta sem hefur komið fyrir mig, en sem betur fer man ég ekki vel eftir því sem gerð- ist. Ég man bara eftir tilfinningunni. Enda er ég búinn að vinna mig út úr þessu. Ef maður vinnur ekki úr sínum málum og lifir í fortíðinni, þá getur maður aldrei fengið neitt nýtt inn í líf sitt.“ Laug að hann væri í eiturlyfjum Þrátt fyrir að Einar Mikael hafi ekki mikið kippt sér upp við það framan af að foreldrar hans sinntu honum eftir hentugleika, þá kom að því að hann fékk nóg. Hann fór að þrá stöð- ugleika og smá ró fyrir sjálfan sig. „Þá var ég í tíunda bekk, að klára grunn- skólann. Ég sagði við sjálfan mig að annaðhvort myndi ég enda í ein- hverju rugli eða ég kæmi mér út úr þessum aðstæðum. Á þeim tíma gátu mamma og pabbi hvorugt haft mig. Þau voru bara ekki í standi til þess. Þau höfðu einfaldlega ekki áhuga. En ég vildi reyna að bjarga mér.“ Og það er óhætt að segja að unglingur- inn Einar Mikael hafi gripið til ör- þrifaráða í þeim tilgangi að bjarga sér. „Ég laug því að skólastjóranum í skólanum sem ég var í að ég væri á kafi í eiturlyfjum, þrátt fyrir að ég hafi aldrei á ævinni neytt eitur lyfja. Ég vildi bara að einhver hlustaði á mig. Og það var gert. Ég var sendur til sálfræðings og ég laug því sama að honum. Ég vonaði að þannig kæm- ist ég út úr aðstæðunum sem ég var í. Hugsaði með mér að það hlyti að vera eitthvað annað í boði.“ Úr varð að Einar Mikael var send- ur á unglingaheimili á Kjalarnesi og hann segir það hafa verið það besta sem kom fyrir hann. „Þar fékk ég þá pásu sem ég þurfti. Ég var hjá yndis- legri fjölskyldu og enginn var að dæma mig. Við vorum fjögur þarna en ég skar mig úr því ég var auðvitað ekki vandræðaunglingur. Þetta var æðislegt sex mánaða tímabil úti í sveit þar sem ég fékk að vera ég sjálf- ur og ég náði aðeins að hugsa. Við náðum líka svo vel saman, ég og Steini, sá sem sá um heimilið.“ Óraunhæfar væntingar til foreldra Þrátt fyrir að samband Einars Mikaels við foreldra sína hafi stund- um verið skrýtið þegar hann var barn og unglingur þá eru samskipti þeirra góð í dag og hann er mjög þakklátur fyrir það. „Fólk gerir oft óraunhæfar væntingar til foreldra sinna og vill að þau séu á einhvern ákveðin hátt. En málið er að það hafa allir sína ókosti. Þess vegna er best að horfa bara á kostina. Það er auðvitað gott að vera meðvitaður um ókostina en einblína samt á það jákvæða. Það á ekki bara við um foreldra heldur alla. Ef maður er sífellt með óraunhæfar væntingar til manneskju þá stendur hún aldrei undir þeim.“ Missti allt á skömmum tíma Einar Mikael leit mikið upp til föður síns þegar hann var barn og dreymdi alltaf um að verða húsasmiður eins hann og fylgdi þeim draumi til enda. Hann fór ungur að viða að sér reynslu í smíðinni, vann með föður sínum og fór svo í Iðnskólann þar sem hann lauk húsasmíðanámi. „Ég ákvað það sex eða sjö ára að verða smiður og ég sé ekki eftir því í dag. Þetta var mjög skemmtileg- ur tími. Þegar ég var ellefu ára var ég ákveðinn í að kaupa mér íbúð um leið og ég gæti og talaði oft um það. Fólk sagði mér yfirleitt að hætta að hugsa um það, en ég þráði minn eigin stöðugleika. Þannig að frá því að ég var ellefu ára safnaði ég öllum mínum peningum. Ég vann öll sum- ur, allar helgar og öll frí með pabba, alveg þangað til ég var orðinn 21 árs. Þá átti ég orðið tíu milljóna króna út- borgun í íbúð. Tveir hamingjusöm- ustu dagarnir mínir voru þegar ég kláraði smíðanámið og svo þegar ég keypti íbúðina mína,“ segir hann og brosir. Það fer ekki á milli mála að hann er stoltur yfir því að hafa náð markmiði sínu svo ungur að árum. Á þessum tíma stóð hann með pálmann í höndunum. Var í fínni vinnu, átti íbúð og kærustu sem hann elskaði mjög heitt. En á svip- stundu breyttist allt. „Átta mánuð- um síðar birtist maður í sjónvarpinu sem sagði: „Guð blessi Ísland“. Í kjöl- farið missti ég allt. Ég missti íbúðina, kærustuna og vinnuna. Það var enga smíðavinnu að fá á þessum tíma. Það voru allir byggingakranar settir í lás. Minn ytri raunveruleiki hrundi. Allt sem ég þekkti. Versti dagur lífs míns á þeim tíma var þegar ég þurfti að skrá mig á atvinnuleysisbætur. All- ir sem þekkja mig vita að ég myndi aldrei nokkurn tímann sitja á rassin- um og bora í nefið. Það var bara ekki í boði í mínum huga. Mér fannst þetta mjög niðurlægjandi og leið illa yfir þessu.“ Fékk köllun á Youtube Sama kvöld og Einar Mikael skráði sig á atvinnuleysisbætur settist hann, nokkuð þungur í skapi, fyrir framan sjónvarpið og horfði á fréttir. Hann segir allar fréttirnar hafa verið neikvæðar og það var ekki til að bæta líðan hans. „Ég slökkti á sjónvarpinu og ákvað að ég ætlaði aldrei að horfa á fréttir aftur og ég hef staðið við það. Ég horfi ekki á fréttir. En eftir að hafa slökkt á sjónvarpinu opnaði ég tölv- una og ýtti á eitthvað myndband á Youtube fyrir algjöra tilviljun. Þar sá ég þessi stórkostlegu töfrabrögð sem heilluðu mig algjörlega. Þetta atriði breytti lífi mínu og ég hugsaði með mér að þetta ætlaði ég að læra. Þetta var eins og köllun.“ Þarna tók nýr kafli við í lífi Einars Mikaels og hann lagði kapp á að læra hin ýmsu töfrabrögð, bæði til að gleðja sjálfan sig og skemmta öðrum. „Það var enginn sem sagði við mig að ég gæti orðið töframaður. Ég hef sem betur fer alltaf verið með mikið sjálfstraust en það sagði mér aldrei neinn að ég gæti orðið það sem ég vildi. Það var enginn galdraskóli sem ég gat farið í þannig að flest af því sem ég kann er sjálflært eða eitthvað sem ég hef búið til. Ég æfði mig í tíu tíma á dag og kom svo fram í sex tíma á kvöldin. Tveir mikilvægustu dagarnir í lífi hvers einstaklings eru dagurinn sem hann fæðist og dagurinn sem hann áttar sig á því hvað hann er fæddur til að gera. Ég var fæddur til að gera það sem ég er að gera í dag. Ég elska að galdra og koma fram. Mér finnst samt skemmtilegast að kenna. Mér finnst svo gaman að sjá börn blómstra. Fyrstu tvö árin sem ég var í þessu tókst mér að skemmta á nánast öllum árshátíðum á Íslandi. Það var orðið hálf leiðinlegt. Ég fékk tuttugu mínútur og það voru allir drukknir og enginn mundi eftir mér,“ segir hann kíminn. „Ef þú trúir á töfra þá gerast kraftaverk“ „Þessar skemmtanir gerði ekki mik- ið fyrir hjarta mitt og ég hugsaði með mér að það hlyti að vera eitthvað meira í þessu. Það er samt skrýtið að ég hafi hugsað svona á þeim tíma, enda var allt að ganga mjög vel hjá mér. Svo var ég beðinn um að halda töfrabragðanámskeið fyrir krakka. Ég byrjaði á Skagaströnd þar sem ég hélt námskeið fyrir þrjá- tíu krakka og ég trúði því varla hvað það veitti þeim mikla gleði og ham- ingju að læra þessi einföldu brögð. Ég fann strax að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera aftur. En eftir nám- skeiðið kom fimm ára stelpa upp að mér og spurði hvort ég gæti galdr- að þannig að mamma hennar „Síðustu sjö ár hef ég ekki gefið mér tíma til að vera í sambandi en nú er ég tilbúinn að verða yfir mig ástfanginn Vann sig út úr erfiðleikum Einar Mikael vill helga líf sitt því að hjálpa börnum að öðlast sjálfstraust og eltast við drauma sína. MYnd SigtrYggur Ari „Ég laug því að skólastjóran- um í skólanum sem ég var í að ég væri á kafi í eiturlyfjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.