Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Side 32
Helgarblað 8.–11. apríl 201624 Sport Gerum við Apple vörur iP one í úrvali Sérhæfum okkur í Apple Allskyns aukahlutir s: 534 1400 E ins og greint hefur verið frá mun Ítalinn Antonio Conte taka við stjórastöðunni á Stamford Bridge í sumar. Ljóst er að mikið verk býður Conte hjá Chelsea í sumar, enda liðið úr leik í svo til öllum keppnum. Chelsea á þó enn möguleika á að komast í Evrópudeildina. Breska blaðið Daily Mail gerði athyglisverða úttekt á dögunum þar sem mat var lagt á hverjir yrðu áfram og hverjir færu frá Chelsea í sumar, þegar Conte tekur við stjórninni. n Conte bíður hreinsunarstarf n Antonio Conte tekur við Chelsea n Líkur á að gjörbreytt Chelsea-lið mæti til leiks á næsta tímabili Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Markverðir Thibaut Courtois – KYRR Courtois er fyrsti kostur hjá Chelsea og ljóst er að Conte mun leggja hart að forsvarsmönnum Chelsea að halda belgíska landsliðsmarkverðin­ um. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Courtois hafi áhuga á að fara til Real Mad­ rid. Eitt af fyrstu verkum Conte verður þó að sannfæra stjórn Chelsea – og Courtois sjálfan – um að ekki verði af því. Asmir Begovic – KYRR Asmir Begovic hefur verið varaskeifa fyrir Courtois og verður það áfram að óbreyttu. Begovic ku þó vera óánægð­ ur með lítinn leiktíma á tímabilinu. Þó má gera ráð fyrir að Begovic verði áfram á Brúnni. Miðjumenn Eden Hazard – FER Hazard var yfir­ burðamaður í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hann hefur átt afleitu gengi að fagna í vetur. Real Madrid og Paris Saint­Germain eru sögð vilja fá leikmanninn og sjálfur virðist hann vera kominn annaðhvort til Spánar eða Frakklands – allavega í huganum. Cesc Fabregas – KYRR Líkt og aðrir lykilmenn Chelsea hefur Fabre­ gas verið skugginn af sjálfum sér á löngum köflum. Hann hefur þó sýnt sitt rétta andlit að undanförnu og líklegt þykir að hann verði áfram hjá Chelsea. Ruben Loftus- Cheek – KYRR Ruben Loftus­Cheek er aðeins tvítugur og það er öllum ljóst að þarna fer efnilegur leikmaður. Guus Hiddink hefur notað hann talsvert að undanförnu og líklegt þykir að Conte muni gera slíkt hið sama á næstu leiktíð. Nemanja Matic – FER Orðrómur hefur verið á kreiki um að Matic færi sig um set í sumar og verði seldur til megin­ lands Evrópu, mögulega Spánar eða Ítalíu. Matic hefur átt slaka leiktíð og ekki náð að fylgja frábærri frammistöðu sinni síðan í fyrra eftir. John Obi Mikel – FER Nígeríumaðurinn hefur þjónað Chelsea vel á undanförnum árum og sætt sig við að vera í aukahlutverki á löngum köflum. Guus Hiddink virðist sérstaklega hrifinn af kappanum en ekki þykir líklegt að Conte sé jafn hrifinn af hon­ um. Ekki þykir ólíklegt að John Obi Mikel verði seldur í sumar. Það er að minnsta kosti mat Daily Mail. Oscar – FER Það leikur enginn í vafi á að Oscar er frábær leik­ maður, en hann á það til að týnast í leikjum. Orðrómur er á kreiki um að þessi öflugi Brassi verði seldur í sumar og hefur fyrrverandi félag Conte, Juventus, helst verið nefnt í því samhengi. Pedro – FER Það var altalað í fyrra­ sumar að Chelsea hefði gert ótrúleg kaup þegar það fékk Pedro frá Barcelona. Hann kostaði vissulega ekki mikið, um 20 milljónir punda. Eftir frábæra byrjun hefur fjarað undan Pedro og í heildina hefur hann sýnt lítið. Sjö mörk og tvær stoðsendingar í 34 leikjum segja allt sem segja þarf. Willian – KYRR Willian hefur verið einn af fáum ljósum punkt­ um hjá Chelsea í vetur og nær engar líkur eru á að forsvarsmenn félags­ ins vilji missa hann, hvað þá Conte. Yfirburðamaður hjá Chelsea í vetur. Bertrand Traore – KYRR Traore hefur fengið nokkur tækifæri í vetur og líklegt verður að teljast að hann verði áfram. Fjögur mörk í átta leikjum er býsna gott fyrir tvítugan leikmann hjá Chelsea. Kenedy – KYRR Þessi tvítugi leikmaður hefur líklega spilað meira en margir bjugg­ ust við í vetur. Getur leyst ýmsar stöður, meðal annars bakvarðarstöðuna og miðjuna. Öflugur leikmaður sem vert er að fylgjast með. Varnarmenn Branislav Ivanovic – KYRR Ivanovic skrifaði undir eins árs framlengingu á samningi sínum í janúar síðastliðnum svo útlit er fyrir að hann verði áfram hjá Chelsea. Aldurinn er þó farinn að segja til sín svo gera má ráð fyrir að næsta tímabil verði hans síðasta hjá Chelsea. Cesar Azpilicueta – KYRR Spænski bakvörðurinn talaði vel um Conte í mars síðastliðnum og talið er nær öruggt að hann smellpassi inn í hugmyndafræði Conte. Azpilicueta er fjölhæfur, á mörg góð ár eftir í boltanum og auk þess frábær leik­ maður. Hann verður áfram hjá Chelsea. John Terry – FER Eins og sakir standa er ljóst að John Terry er á leið frá Chelsea. Samningur hans renn­ ur út í sumar og ekki stendur til að bjóða honum nýjan samning. Það er ekki nema Conte takist að sannfæra stjórn Chelsea um annað að Terry verði mögulega áfram. Gary Cahill – KYRR Cahill verður áfram, sérstaklega í ljósi þess að Terry er á útleið. Kurt Zouma – KYRR Þessi 21 árs Frakki hafði átt góða leiktíð áður en hann meiddist illa á hné í febrúar. Hann verður áfram og á framtíðina fyrir sér hjá Chelsea. Baba Rahman – FER Baba Rahman kom frá Augsburg í fyrrasumar en hann hefur lítið kom­ ið við sögu á tímabilinu. Í þeim leikjum sem hann hefur spilað hefur hann ekki alveg virst tilbúinn. Líklegt þykir að Baba Rahman fari frá Chelsea í sumar. Framherjar Diego Costa – FER Diego Costa er sagður óánægður á Englandi, þá einna helst með meðferð dómara og aganefndar enska knattspyrnusambandsins. Diego Costa er frábær leikmaður og eflaust vilja forsvarsmenn Chelsea ekki missa hann. Ekki þykir þó ólíklegt að Chelsea muni hlusta á tilboð í leikmann­ inn í sumar. Loic Remy – FER Flest virtist benda til þess að Remy færi til Newcastle á láni í janúar en hann ákvað að vera um kyrrt hjá Chelsea og berjast fyrir stöðu sinni. Talið er nær öruggt að Remy fari í sumar enda er hann ekki fremstur í goggunarröðinni hjá Chelsea. Alexandre Pato – FER Pato þurfti að bíða í tvo mánuði eftir fyrsta tækifærinu í Chelsea­treyjunni. Brasilíumaðurinn má muna sinn fífil feg­ urri og ólíklegt þykir að Chelsea framlengi lánssamning hans eða freisti þess að fá hann á langtímasamningi. Radamel Falcao – FER Fyrrverandi Manche­ ster United­floppið, Radamel Falcao, hefur verið jafnvel enn verra en það var hjá Manchester United. Eins frábær og Falcao var á sínum tíma virðist hann vera kominn fram yfir síðasta söludag. Sú staðreynd að Pato kom inn á sem varamaður gegn Aston Villa á dögunum sýnir að Falcao á enga framtíð á Stamford Bridge. Antonio Conte Þykir harður í horn að taka. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist í herbúðum Chelsea í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.