Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Síða 36
28 Menning Helgarblað 8.–11. apríl 2016 Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Erfitt að gera mikið betur H vað ef Mikki refur væri ofsóttur af dýrunum í Hálsa- skógi fyrir það eitt að vera eins og hann er? Hver ofsækir hvern er stundum spurning um sjón- arhól. Bæði vinstri- og hægrimenn telja fjölmiðla vera með hinum í liði. Í Ísrael og Palestínu líta báðir aðilar á sig sem lítilmagnann að berjast fyrir tilverurétti sínum, og svo mætti lengi telja. Stórar spurningar allar, og varla hefði maður búist við að Disney- teiknimynd yrði mikilvægt innlegg í umræðuna. En það er Zootropolis einmitt, og rétt eins og Inside Out var besta mynd síðasta árs er þetta besta myndin í almennum sýningum hérlendis það sem af er ári. Það er ekki að því að spyrja að stórborg dýranna er mik- ið konfekt fyrir augað og hressilegir brandarar á hverju strái. Refurinn og kanínan eru ferskt innlegg í hið oft- ast þreytta „buddy-cop“ form. Vís- anir í Guðföðurinn og Breaking Bad þjóna tilgangi í stað þess að vera út- úrdúrar. Og J.K. Simmons er frábær í litlu en veigamiklu hlutverki borg- arstjórans. En það eru pælingarnar sem standa eftir þegar upp er stað- ið. Vissulega eiga öll dýrin í skóg- inum að vera vinir, en þýðir það að allir eigi að vera eins? Og hvaða meirihluti er það sem ákveður hvað það er að vera eins? Zootropolis er frábær ádeila á múgæsing og for- dóma af öllum stærðum og gerðum, en tekst líka að gefa manni trú á að allir geti á endanum fengið að vera það sem þeir vilja. Og síðast en ekki síst er hún afbragðs skemmtun. Geri aðrir betur. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Zootropolis IMDb 8,4 RottenTomatoes 95% Metacritic 78 Leikstjórar: Byron Howard, Rich Moore, Jared Bush Aðalhlutverk: Ginnifer Goodwin, Jason Bateman og Idris Elba Handrit: Jared Bush og Phil Johnston 108 mínútur Bók sem gleymist ekki glatt N apolí-sögur Elenu Ferrante um vinkonurnar Lilu og Elenu hafa farið sigur- för um heiminn og hlotið einróma lof. Fyrsta bók- in í bókaflokknum, Framúrskar- andi vinkona, kom út í fyrra og bók númer tvö, Saga af nýju ættarnafni, er nýkomin út og er jafnvel betri en sú fyrri og var sú þó frábær. Það fylgir því alltaf einstök ánægja að lesa um sögupersónur sem manni er annt um, lifa sig inn í tilfinningar þeirra og fylgja þeim á þroskaferli þeirra. Ferrante kann þá list að skrifa þannig að les- andinn heillast. Persónur þessarar bókar lifna á síðunum og það er spenna í frásögninni. Bókinni lýk- ur á þann hátt að lesandinn vill umsvifalaust byrja á þriðju bók- inni. Hin uppreisnargjarna Lila er gengin í hjónaband einungis sex- tán ára gömul meðan hin sam- viskusama vinkona hennar, Elena, heldur áfram skólagöngu. Lila er afar óhamingjusöm í hjónabandi sínu en finnur svo óvænta ást og miklar sviptingar verða í lífi henn- ar. Aðalpersónurnar, vinkonurnar tvær, eru að miklu leyti fangar um- hverfis þar sem karlar ráða lögum og lofum og þrengt er að þeim og reynt að þvinga þær í ákveðið mót. Þær hafa alist upp í samfélagi þar sem karlar leggja hendur á konur og talið er sjálfsagt að þeir stjórni lífi þeirra. Í slíku umhverfi er úti- lokað að vilja- sterk kona geti orðið ham- ingjusöm. Ferrante tekst einstaklega vel að lýsa því hvernig van- sæld fram- kallar það versta í fari fólks. Lila ger- ir ýmsa ljóta hluti og sýnir af sér grimmd, einfaldlega vegna þess að hún er skelfilega óham- ingjusöm. Ferrante hefur djúpan skilning á sálarlífi fólks og áttar sig einnig á því, sem jafnvel bestu skáldsagnahöfundum sést stund- um yfir, að árin breyta fólki. Elena segir sögu þeirra vinkvenna mörg- um árum eftir að þær kynntust, margt hefur drif- ið á daga þeirra, og hinar fullorðnu konur eru ekki sömu manneskj- ur og þær voru þegar þær voru hrifnæmar ung- lingsstúlkur. „Ég hef engan skilning á sjálfri mér eins og ég var þá,“ segir El- ena þegar hún full- orðin hugsar um sig á unga aldri. Þessi bók upp- fyllir allar þær væntingar sem hægt er að gera til góðr- ar skáldsögu. Frá- sagnargleði er við völd, persónur eru minnisstæðar og atburðarásin dramatísk. Þessi bók gleymist ekki svo glatt. n „Það fylgir því alltaf einstök ánægja að lesa um sögupersón- ur sem manni er annt um, lifa sig inn í tilfinningar þeirra og fylgja þeim á þroskaferli þeirra. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Saga af nýju ættarnafni Höfundur: Elena Ferrante Þýðandi: Brynja Cortes Andrésdóttir Útgefandi: Bjartur 443 blaðsíður Dýrin í Hálsaskógi Zootropolis er ein besta mynd ársins að mati kvikmyndagagn- rýnanda DV. Metsölulisti Eymundsson 30. mars–5. apríl 2016 Liza Marklund 1 JárnblóðLiza Marklund 2 Gagnrýni og gamanJón Thoroddsen 3 Kryddjurtarækt fyr-ir byrjendur Auður Rafnsdóttir 4 MerktEmelie Schepp 5 KólibrímorðinKati Hiekkapelto 6 Iceland In a BagÝmsir höfundar 7 Hvað er eiginlega að þessu Alþingi Þór Saari 8 Saga af nýju ættar-nafni Elena Ferrante 9 The very worst of Dagsson Hugleikur Dagsson 10 Meira blóðJo Nesbø

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.