Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 17
Besti ísinn í bænum Kynningarblað Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is 6. maí 2016 Dásamleg blanda af ís, pönnukökum og fleiru S jaldan hefur blanda af heitu og köldu heppnast jafnvel og á kaffihúsinu Eldur og ís, Skólavörðu- stíg 2. Franskar pönnu- kökur, crepes, þykja í sérflokki á staðnum. Pönnukökur með sveppa-, skinku- og ostafyll- ingu eru vinsælar en margir sækja líka í sætar pönnukökur með ýmsu góðgæti, þar á með- al nutella og ís. Heitar pönnu- kökur með sætri fyllingu og köldum ís þykja mikið lostæti og eru á meðal þess sem hefur skapað staðnum sérstöðu. Eldur og ís hefur lítið sem ekkert auglýst starf- semi sína en öðlast feikilegar vinsældir vegna orðsporsins. Staðurinn er meðal annars með toppeinkunnir á vefnum TripAdvisor. Hann er vissu- lega mjög vinsæll meðal er- lendra ferðamanna en Íslendingar kunna ekki síður vel að meta Eldur og ís. Meðal þeirra sem sækja stað- inn stíft eru framhaldsskólanemar í MR og Kvennaskólanum sem þykir meðal annars gott að fá sér sætar pönnukökur með ís. Það er einnig algengt að stórfjölskyldur sæki stað- inn þar sem unga fólki er búið að koma eldri kynslóðinni á bragðið með þessari blöndu af pönnukökum og ís. Á Eldur og ís er hægt að fá fitandi mat sem gælir við bragðlaukana en þar er líka hægt að fá heilsufæði. Staðurinn hentar til dæmis vel fólki sem ástundar vegan-matar- æði. Meðal annars eru í boði glútein- og laktósafríar spelt-pönnukökur. Eldur og ís er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Patriciu Brizuela og Aurelio Ferro. Aurelio er ítalskur en Patricia er frá Mexíkó og Kúbu. Hún hefur búið á Íslandi frá því um tvítugt og talar ágæta ís- lensku. Börn henn- ar eru uppalin á Íslandi og tala reiprennandi ís- lensku en öll fjöl- skyldan vinnur hörðum höndum í fyrirtækinu enda veitir ekki af því núna. Í vor og sum- ar er opið frá átta á morgnana til hálf tólf á kvöldin. Meðal þess sem er vinsælt á staðnum er heita súkkulaðið en Ís og eldur býður upp á fimm tegundir af því. Eldur og ís leggur áherslu á að vera með sem mest af íslensku hráefni. Ísinn kem- ur frá Kjörís, þykir framúrskarandi góður og fyrirtækið er mjög ánægt með samstarfið við Kjörís. Kaffið á staðnum þykir einnig afbragðsgott en það kemur frá Te og kaffi. n Eldur og ís, Skólavörðustíg 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.