Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 22
Helgarblað 6.–9. maí 20166 Besti ísinn í bænum - Kynningarblað Ekkert jafnast á við hefðbundinn ítalskan ís Paradís, Njálsgötu 23, 101 Reykjavík G elato – ítalskur ís. Margir vita fátt betra og í þeirra hópi er Alexandra Rut Sól- bjartsdóttir. Hún lét sig dreyma um að opna ísbúð með ítölskum ís, en þó mjög stutt, því Alexandra lætur drauma sína rætast, eða eins og hún segir: „Ef ég hef ástríðu fyrir einhverju þá fram- kvæmi ég það.“ Hún gerði sér því lítið fyrir og lærði ísgerð í Bologna á Ítalíu. Í kjölfarið opnaði hún ísbúð- ina Paradís að Njálsgötu 23. Alexandra, sem er 26 ára, segir að ísgerðarnámið hafi verið töluvert umfangsmeira en hún átti von á: „Þetta var töluvert ferli á undan, ég fékk sendar margar bækur og mikið lesefni sem ég þurfti að kynna mér áður en ég fór út. Ég var því komin með góðan grunn áður en ég fór út en eftir það tók við seta á skólabekk í Bologna, í tvær vikur, níu klukkustundir á dag.“ Er það svona mikil kúnst að búa til ís? „Það er alveg hægt að opna ís- búð án þess að kunna neitt og vera bara með uppskriftabók. En ef það verður bilun í vélunum þá veit fólk- ið ekkert hvernig á að búa til ís. Ég vildi hafa þetta þannig að ég þyrfti enga vél, bara dollu og gæti hamrað þetta saman.“ Ítalskur ís er rómaður. Hvað er það sem einkennir hann? „Þetta er heimagerður ís, þ.e.a.s. búinn til á staðnum. Þetta eru alls konar ísgerðir sem koma ekki beint úr vél. Síðan eru bragðtegundirnar margar og framandi, til dæmis Or- eo-ís og ís með ostakökubragði. Síðan er það sorbet – mjólkurlausi ísinn. Hann er afskaplega vinsæll á sumrin, sérstaklega ef heitt er í veðri, vegna þess að mjólkurleysið gerir hann svo ferskan.“ Paradís býður upp á 10 gerðir af mjólkurís og 6 gerðir af sorbet-ís. Bragðtegundirnar eru síðan nánast óteljandi. Hvað mjólkurísinn varðar þá er í Paradís settur rjómi í alla mjólkur- ísblönduna enda hefur Alexandra komist að því að fólk vill hafa rjómabragðið með. Paradís var opnuð sumarið 2014 og heldur núna inn í sína aðra heilu sumarvertíð. Á vorin og sumrin verður sprenging í viðskiptunum en reyndar er líka mikið að gera á veturna: „Við erum með marga fastakúnna sem koma allt árið um kring, sumir jafnvel daglega, og eru sólgnir í sinn uppáhaldsís. En á sumrin er þetta svo mikið að við verðum að bæta verulega við starfsfólki. Við erum með al- veg frábært starfsfólk sem hefur flest verið með okkur frá því við byrjuðum,“ segir Alex- andra. Sem fyrr segir er ísbúð- in Paradís að Njálsgötu 23 og er opin frá 12 á hádegi til 23 á kvöldin. Síminn er 555-4700. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.