Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 6.–9. maí 201610 Umræða Stjórnmál » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Baldwin® hefur sérhæft sig í smur-, loft- og hráolíusíum. Við bjóðum upp á Baldwin® síur í flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á hagstæðum verðum. Verkstæði og viðgerðarþjónusta Aðalsmerki Bætis er verkstæðið og viðgerðarþjónustan. Á verkstæði okkar erum við með öll tæki til endurbyggingar á allt að 1750 hestafla vélum. Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík N ú liggur nokkurn veginn ljóst fyrir að það verða Hillary Clinton og Donald Trump sem keppa um forsetaemb- ættið í Bandaríkjunum. Eftir afgerandi sigur Trumps í Indiana síð- astliðinn þriðjudag dró helsti keppi- nautur hans, Ted Cruz, sig úr leik og svo virðist sem repúblikanar verði að fylkja sér að baki auðkýfingnum um- deilda, þótt þeir geri það vissulega með óbragð í munni. Nokkuð er síðan ljóst varð að Hillary hafði borið sigur- orð af Bernie Sanders, þótt sá síðar- nefndi hafi heitið því að berjast til loka. Þetta þýðir að frambjóðendurnir geta farið að einbeita sér að sjálfum forsetakosningunum í nóvember. Þeir þurfa til að mynda að haga málflutn- ingi sínum þannig að hann höfði til breiðari hóps kjósenda en eingöngu grasrótarinnar í eigin flokki. Þetta ekki síst við um Trump sem hefur haft uppi stór og vafasöm orð til að heilla kjós- endur repúblikana. Eitt mikilvægasta verkefni þeirra Clinton og Trumps er að finna verðugt varaforsetaefni, ein- hvern sem getur bætt upp fyrir ókosti þeirra. Í þeirra tilfelli er það sérstak- lega mikilvægt því bæði eru þau al- mennt illa þokkuð af kjósendum. Þannig sýnir nýleg könnun að 56 pró- sent líta Hillary Clinton neikvæðum augum, á meðan 65 prósent hafa þá skoðun á Trump. n Hillary og Trump horfa fram í nóvember n Leitin að varaforsetaefnum er hafin n Hillary með frjálsar hendur á meðan Trump þarf að senda skýr skilaboð Magnús G. Eyjólfsson mge@eyjan.is Hillary Clinton Hillary Clinton hefur töluvert frjálsar hendur þegar kemur að því að velja varaforsetaefni. Hún höfðar sterkt til kvenna, svartra og spænskumæl- andi og þarf því ekki að huga sérstaklega að þeim þáttum við val sitt. Þá hefur hún, ólíkt mörgum öðr- um forsetaframbjóðendum, mikla þekkingu á utan- ríkismálum, hafandi gegnt embætti utanríkisráðherra fyrstu fjögur ár Obama-stjórnarinnar. Þess vegna hafa verið leiddar að því líkur að hún velji einhvern sem getur sameinað Demókrataflokkinn og höfðað til frjálslyndari arms hans, þeirra sem fylktu sér að baki Bernie Sanders. Ólíklegt er að Sanders verði fyrir valinu en fylgismenn hans hafa horft til stríðskonunnar Elizabeth Warren, öldunga- deildarþingmanns fyrir Massachusetts-ríki. Spek- ingar vestanhafs telja það sömuleiðis ólíklegt. Bæði hefur Warren verið afar gagnrýnin á hversu höll Clinton hefur verið undir peningaöflin, hún lýsti ekki yfir stuðningi við hana í baráttunni gegn Sanders og hún hefur ítrekað sagst ekki ætla að sækjast eftir æðri metorðum. Þeir frambjóð- endur sem þykja líklegastir um þessar mundir eru: Tim Kaine Sá sem þykir líklegastur um þessar mundir er Tim Kaine, öldungadeildarþingmaður frá Virginíu og þar áður ríkisstjóri. Hann var einn af þeim fyrstu til að lýsa yfir stuðningi við framboð Hillary. Kaine þykir hafa gott pólitískt nef og var hann til að mynda á meðal þeirra fyrstu sem studdu forsetaframboð Baracks Obama árið 2007. Kaine þykir hófsamur, talar reiprennandi spænsku, hefur reynslu af utanríkismálum og þykir líklegur til að höfða til óháðra kjósenda. Virginía er auk þess eitt barátturíkjanna sem koma til með að vega þungt í kosningabaráttunni. Sú stað- reynd að hann er miðaldra, hvítur karlmaður vinnur gegn honum, auk þess sem hann kann að fæla fylgismenn Bernie Sanders frá. Sherrod Brown Annar líklegur frambjóðandi er Sherrod Brown sem nú situr í öldungadeildinni fyrir Ohio-ríki, sem er eitt þeirra lykilríkja sem koma til með að ráða úrslitum. Brown er litríkur og talað er um hann sem popúlista í fjölmiðlum vestanhafs, en hann hefur það með sér að sækja í sama kjósendahóp og Elizabeth Warren og Bernie Sanders. Á móti kemur að hann þyrfti að gefa eftir sæti sitt í öldungadeildinni sem yrði mjög áhættusamt fyrir demókrata sem róa að því öllum árum að endurheimta meirihlutann þar. Þá hefur Brown sagst hafa takmarkaðan áhuga á starfinu. Julian Castro Á pappírunum er Julian Castro óskaframbjóð- andi Clinton. Hann er einungis 41 árs gamall, þykir búa yfir miklum persónu- töfrum og er sagður eitt mesta efni Demókrataflokksins. Ekki skemmir fyrir að hann er af rómönskum uppruna, þótt það vinni gegn honum að vera frá Texas þar sem íbúar þess ríkis munu aldrei kjósa demókrata. Hann er nú ráðherra húsnæðis- og skipulagsmála í ríkisstjórn Obama, sá yngsti í stjórn- inni, en var áður borgarstjóri í San Antonio. Hann hefur takmarkaða reynslu af utanríkismálum, en reynsla Hillary vegur það upp. Tom Perez Vinnumálaráðherrann í ríkisstjórn Obama hakar við í tveimur boxum hjá Clinton. Hann er af rómönskum uppruna og þykir vel liðinn meðal frjálslyndra. Og hann heitir hvorki Bernie Sanders né Elizabeth Warren sem hvorugt er á óskalista Clinton. Hann þykir þó hafa nokkra ókosti. Fyrir það fyrsta vita afskaplega fáir hver Tom Perez er, hann er hvorki ungur né aðlaðandi og hefur enga reynslu af utanríkismálum. Amy Klobuchar Eina konan sem sterklega hefur verið nefnd til sögunnar sem varaforsetaefni Clinton er Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota. Hún nýtur mikils persónufylgis, hefur gríðarlegan metnað og nafn hennar kemur upp í hvert skipti sem áhrifastaða, sem demókratar þurfa að fylla upp í, losnar. Hún var meðal annars orðuð við dómarasætið sem Antonin Scalia skildi eftir sig þegar hann lést. Það vinnur gegn henni að vera frá Minnesota sem er blátt ríki. Annars vegar þurfa demókratar ekki að hafa áhyggjur af því að tapa þingsætinu hennar, en á móti kemur að demókratar munu vinna ríkið hvort sem hún er varaforsetaefni eða ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.