Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 6.–9. maí 20164 Besti ísinn í bænum - Kynningarblað Í gegnum tíðina hefur Ísbúð Vest- urbæjar verið órjúfanlegur hluti af mannlífi Vesturbæjarins; krakkar og annað ungt fólk, m.a. úr nærliggjandi skólum, veit fátt betra en að fara í uppáhaldsísbúð- ina sína. Sömu sögu er að segja um KR-inga og annað gott fólk! Það var þó ekki annað hægt en að deila ljúffenga leyndarmálinu með öðr- um borgarbúum og breiddist út ísfagnaðarerindið, sem skilaði sér í opnun fleiri útibúa Ísbúðar Vest- urbæjar. Kristmann Óskarsson fram- kvæmdastjóri segir að við- tökurnar á nýju stöðun- um hafi farið fram úr björtustu vonum og á þeim sé líka fullt út úr dyr- um um kvöld og helgar, rétt eins og raunin hef- ur alltaf verið á Hagamelnum. Aðalsmerki Ísbúðar Vestur- bæjar „Hinn víðfrægi „Gamli ís“ er sérstaklega fram- leiddur fyrir Ísbúð Vesturbæjar og fæst ekki í neinum öðrum ís- búðum,“ segir hann. „Sá ís er því bæði sérhæfing okkar og aðals- merki. Sá gamli er vinsælastur hjá okkur enda ferskur og bragðgóður hágæða mjólkurís sem allir kunna að meta. Nafnið vísar í gamla ísinn sem hefur verið seldur í Ísbúð Vest- urbæjar við Hagamel um árabil og fjölmargir þekkja. Ísbúð Vestur- bæjar býður líka upp á rjómaís og þeyting, eða Bragðaref, sem eru sí- gildir. Að sjálfsögðu er einnig alltaf klassískt og gott að fá sér einfald- lega ís með dýfu í brauði en úrval- ið í dag er orðið svo miklu meira en þekktist áður og sósutegundirnar og hið ýmsa meðlæti er hreint æv- intýralegt!“ segir Kristmann að lok- um. Á næstunni verður opnuð Ísbúð Vesturbæjar í Grafarvogi. Ísbúð Vesturbæjar er á eft- irtöldum stöðum: Hagamel 67, Grensásvegi 50, Skipholti 50c og Bæjarlind 1–3, Kópavogi og Fjarðar- götu 19, Hafnarfirði. n Gottís – Mæran: Ísbíltúrinn til Hveragerðis endurvakinn! M ekka íssins er í Hvera- gerði og hafa höfuð- borgarbúar lengi haldið í þá skemmtilegu venju að gera sér ferð austur fyrir fjall og fá sér bragðgóðan ís að hætti Hvergerðinga. Guðný Ingi- bergsdóttir, eigandi Gottís - Mæran, segir að hugmyndin að ísbúðinni hafi kviknað við eldhúsborð systur hennar og mágs í Hveragerði, líkt og margar aðrar góðar hugmyndir. „Þá var engin ísbúð fyrir hér í bænum, eins ótrúlegt og það hljómar, þar sem Kjörís er bókstaf- lega framleiddur í túnfætinum,“ segir hún. Úr Hafnarfirði í Hveragerði „Við hjónin ákváðum að skella okk- ur á þetta spennandi tækifæri og fara út í rekstur ísbúðar. Ég, mað- urinn minn Ingvar Már og börnin okkar tvö, fluttum úr Hafnarfirðin- um og keyptum fallegt einbýlishús hér í Hveragerði. Fjölskyldan er mjög ánægð með búsetuna enda er einstaklega gott að búa í þess- um góða bæ. Við opnuðum ísbúð- ina svo 21. apríl 2015 þannig að hún er bara rétt nýorðin eins árs.“ Guð- ný, sem er framreiðslumaður að mennt, og Ingvar Már, lærður mat- reiðslumeistari, festu kaup á sjopp- unni Mærunni sem staðsett er við Breiðumörk 10 – í sama húsnæði og Hverabakarí var áður til húsa. Ísinn að sjálfsögðu frá Kjörís „Ísinn er að sjálfsögðu frá Kjörís og hefur Gottís verið tekið fagnandi af jafnt Hvergerðingum sem og ísbíl- túrafólki sem kemur víða að,“ segir Guðný. Hún vekur athygli á því að gam- an sé að heimsækja blómabæinn Hveragerði enda hafi hann upp á að bjóða margvíslega afþreyingu og útivist fyrir fjölskylduna og dýr- mæta nánd við náttúruna. „Og svo fæst náttúrlega besti ísinn hér,“ seg- ir Guðný hlæjandi. Gottís – Mæran Breiðumörk 10 Hveragerði Sími: 483-4879. Opn- unartími: 12.00–22.00 n Ísbúð Vesturbæjar: Gamli góði ísinn Myndir Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.