Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 23
Helgarblað 6.–9. maí 2016 Kynningarblað - Besti ísinn í bænum 7 Á rið 2012 hóf Ísmaðurinn framleiðslu á heilsusam- legum frostpinna sem gerður er úr 100% fersk- um ávöxtum og inniheldur engin aukefni. Frostpinninn er því kærkominn tilbreyting fyrir unn- endur frostpinna og einnig þá sem er annt um heilsuna. Jón Þór Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Ísmannsins, fékk hugmyndina að ávaxtafrostpinn- anum þegar hann fór að kynna sér innihaldslýsingar á þeim frostpinn- um sem fyrir voru á markaðnum. „Ég gat ekki betur séð en að allir frostpinnar innihaldi töluvert mikið magn af litarefnum, sætuefnum og bragðefnum, svokölluðum e-efn- um. Mörg þeirra efna hafa það hlut- verk að auka geymsluþol vörunn- ar, bæta bragð og lit. Svo til að bæta gráu ofan á svart hafði langflestum þeirra verið dýft í einhvers konar súkkulaði til að gera þá enn sætari,“ segir hann. Í takt við vakningu fólks á hollu mataræði Að sögn Jóns Þórs hefur salan á frostpinnanum aukist jafnt og þétt í takt við vakningu fólks á hollu mataræði. „Í dag höfum við varla undan við að framleiða þennan frostpinna. Og það sem okkur þyk- ir vænst um er að yngsta kynslóðin virðist vera jafn hrifin af frostpinn- anum og þeir sem eldri eru.“ Fyrsti íslenski frostpinninn með engum aukefnum Frostpinninn inniheldur an- anas, banana og bláber og er að- eins notast við ferska ávexti í fram- leiðsluna. Engum aukefnum eða vökva er bætt við. Það má því með sanni segja að fyrsti íslenski 100% ávaxtapinninn sé frábær orkugjafi og svalandi í sólinni og milli mála fyrir ungt fólk á öllum aldri. 100% ávaxtapinninn fæst í verslunum Hagkaupa, Krónunn- ar, Nettó, Víði, Kosti, Melabúðinni, Fjarðarkaupum og Iceland. n Ísmaðurinn Bakkabraut 6, 200 Kópavogur Sími: 564-1313. www.ismadurinn.is Hollur frostpinni úr 100% ávöxtum Ísmaðurinn: Í þessari vinsælu, hafnfirsku ís- búð er ítalskur kúluís í hávegum hafður en einnig er boðið upp á klassískan rjómaís úr vél. Bragðarefur með góðu úrvali af nammi og ekta gamaldags sjeik eru að sjálfsögðu einnig á boðstólum. Allt hráefni er af hæsta gæðaflokki og engin litarefni né önnur gervi- efni eru notuð í framleiðslu. Eigandi Hafíss, Ívar Erlendsson, fór alla leið til Ítalíu, frægasta ís- gerðarlands heims, að læra ís- gerðarlist þarlendra og er því einkar vel að sér í ísgerðarmálum. Glútenlaust góðgæti og „vegan“ Fyrir þá sem eru með glútenóþol er Hafís-ísverslunin afbragðskostur því nær allur ís sem þar er á boðstól- um er glútenlaus. Hafís býður að auki upp á ótrúlega góðan „vegan“ ís – sem er ekta ís en ekki sorbet. Oftast eru alla vega þrjár vegan bragðtegundir í boði en þær eru annars mismunandi eftir dögum. „Vegan“ Tyrkisk Peber-ísinn hefur notið fádæma vinsælda. Umsagnir hamingjusamra ísunnenda: „Æðislegur vegan ís! Sérstaklega tur- kish pepper.“ „Frábær ís og feikna gott að úrval af kúlu ís og allt þetta hefðbundna líka.“ „Æðislegur ís – fékk mér vegan mango, yummi yummi.“ „Afbragðsgóður ís og góð þjónusta. Kem aftur í næsta ísrúnti.“ n Hafís Bæjarhrauni 2 220 Hafnarfjörður, Sími: 437-0000. Opnunartímar: Mánudaga– föstudaga: kl. 13.00–23.00 Um helgar: 12.00-23.00 www.hafís.is Hafís: Sælkeraísbúð með heimagerðan ís

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.