Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 9
Vikublað 24.–26. maí 2016 Fréttir 9 F ulltrúar á vegum Seðla- banka Íslands og fjár- málaráðherra munu eiga fundi síðar í þessari viku með þeim bandarísku fjár- festingasjóðum sem halda utan um stærstan hluta þeirra 320 milljarða aflandskrónueigna sem til stend- ur að leysa úr landi með gjaldeyr- isútboði Seðlabankans í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum DV fara fundirnir, sem er lýst sem upp- lýsingafundum, fram í New York þar sem til stendur að svara þeim spurningum sem fulltrúar sjóð- anna kunna að hafa í tengslum við aflandskrónufrumvarp fjármálaráð- herra sem var samþykkt á Alþingi á tólfta tímanum síðastliðið sunnu- dagskvöld. Aflandskrónuútboðið er næsta stóra skrefið – hið fyrsta var uppgjör slitabúa gömlu bankanna – í heild- stæðri áætlun stjórnvalda um losun hafta sem var fyrst kynnt í Hörpu í júní á síðasta ári. Samkvæmt frum- varpinu er aflandskrónueigend- um gert að sæta afarkostum þar sem þeim er gefinn kostur á að skipta á krónueignum sínum í evr- ur í fyrrnefndu útboði Seðlabankans ella að fjármunir þeirra verði fluttir á reikninga sem bera 0,5% vexti og endurskoðaðir á tólf mánaða fresti af Seðlabankanum. Ekkert verður af því, eins og tillögur ráðgjafa stjórn- valda gerðu fyrst ráð fyrir á sínum tíma, að aflandskrónueigendum bjóðist einnig að skipta á krónu- eignum sínum fyrir ríkisskuldabréf í krónum eða evruskuldabréf. Óvíst um útboðsgengi Ljóst er að við útgöngu úr höftum í gegnum gjaldeyrisútboð Seðlabank- ans munu eigendur aflandskróna þurfa að sætta sig við að selja krónu- eignir sínar fyrir evrur á gengi sem er talsvert lægra en skráð gengi krónunnar. Á þessari stundu er ómögulegt að spá nákvæmlega fyr- ir um hvert útboðsgengið verð- ur. Í frumvarpi fjármálaráðherra er hins vegar gert ráð fyrir því að þeir aflandskrónueigendur sem munu enda með fjármuni sína á læstum lágvaxtareikningum fái engu að síð- ur tímabundna heimild – frá 1. sept- ember til 1. nóvember 2016 – til þess að eiga í gjaldeyrisviðskiptum við Seðlabankann þar sem viðmiðunar- gengið verður 220 krónur gagnvart evru. Þetta gefur sterklega til kynna að þeir aflandskrónueigendur sem taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í næsta mánuði geti vænst þess að losa um eignir sínar á lítillega hag- stæðara gengi en 220 krónur gagn- vart evru. Þannig mætti ímynda sér að Seðlabankinn fallist á að leysa út aflandskrónueigendur í útboðinu á genginu 195 krónur gagnvart evru en nýlega hafa verið viðskipti á mark- aði með aflandskrónur á því gengi. Slík niðurstaða í útboðinu myndi þýða að markaðsvirði aflandskróna væri um 26% lægra í samanburði við skráð gengi krónunnar. Gætu farið í hart Allst óvíst er hins vegar um þátttöku erlendra fjárfestingasjóða í fyrir- huguðu gjaldeyrisútboði enda vilja sumir þeirra ekki heyra á það minnst að krónueignir þeirra verði leystar úr landi á slíku gengi. Í umsögn sem umbjóðendur fjárfestingasjóðanna Eaton Vance og Autonomy Capi- tal þeirra hér á landi skiluðu inn til efnahags- og viðskiptanefndar kem- ur fram að þeir telji ríkið ganga of langt fram í skerðingu eignarrétt- ar með frumvarpinu. Ekki er úti- lokað að hinir erlendu fjárfestinga- sjóðir muni láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum ef fjármunir þeirra verða fluttir yfir á læsta reikninga á 0,5% vöxtum. Skilmálar og dagsetning fyrir- hugaðs útboðs Seðlabankans verða að líkindum gerðir opinberir á morgun, miðvikudag, samkvæmt heimildum DV. Í útboðsskilmálun- um mun meðal annars koma í ljós að hinir erlendu fjárfestingasjóð- ir hafa ríka hagsmuni af því að sem flestir aflandskrónueigendur kjósi að losna með eignir strax út fyr- ir höft í gegnum gjaldeyrisútboð Seðlabankans. Þannig gætu þeir fengið hagstæðara útboðsgengi eftir því sem fleiri aðilar kjósa þann val- kost og þá um leið eru auknar líkur á að ekki verði neinar eftirlegukindur (e. hold-outs) í hópi aflandskrónu- eigenda samhliða aðgerðum stjórn- valda. Sjóðirnir verða því settir í þá stöðu að þurfa að eiga í samskiptum sín á milli í aðdraganda útboðsins og stilla saman strengi sína vilji þeir komast út á hagstæðara gengi en ella. Helmingur aflandskrón- ustabbans – samtals um 160 millj- arðar króna – er í eigu bandarísku fjármálafyrirtækjanna Eaton Vance, Autonomy Capital, Loomis Sayles og Discovery Capital. n Funda með vogunarsjóðum n Fulltrúar stjórnvalda hitta eigendur aflandskróna í new York n meiri þátttaka þýðir hagstæðara gengi 25% hlutur í Eimskipi aflands- krónueign Á meðal þeirra eigna sem eru skilgreindar sem aflandskrónur samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra eru ýmsar eignir í formi hlutafjár í skráðum og óskráðum fyrir- tækjum á Íslandi. Þar er meðal annars um að ræða, samkvæmt heimildum DV, stóra eignarhluti í Eimskipi, eignaumsýslufé- laginu Klakka og HS Orku. Þannig er 25% hlutur bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa, stærsta einstaka hluthafa Eimskips, talinn vera aflandskrónueign. Það sama gildir einnig um annars vegar 66% hlut kanadíska fyrirtækisins Alterra Power í HS Orku og hins vegar stóran eignarhlut vogunar- sjóðsins Burlington Loan Management í Klakka. Keyptu sjóðirnir hlut í þessum íslenskum félögum með aflandskrónum á sínum tíma. Gjaldeyrisútboð Seðlabankans Til stendur að birta skilmála og nákvæma dagsetningu gjaldeyrisútboðs Seðlabankans á morgun, miðvikudag. Mynd SiGtryGGur Ari Hörður Ægisson hordur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.